24.10.2013
Jón Kalman Stefánsson, Eiríkur Guðmundsson og
Óskar Árni Óskarsson
Rithöfundarnir þrír lesa upp úr verkum sínum og spjalla við gesti í
Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
í gamla kaupfélagshúsinu á Skagaströnd
Fimmtudaginn 31. október
Dagskráin hefst klukkan 20:00
Allir eru hjartanlega velkomnir að hlýða á og þiggja veitingar
Jón Kalman Stefánsson er með þekktustu rithöfundum samtímans, ekki síst fyrir bækurnar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Ásamt skáldsögum hefur hann gefið út ljóðabækur, smásögur. Þrjár af bókum hans hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005.
Í ár kemur út eftir Jón skáldsagan Fiskarnir hafa enga fætur
Eiríkur Guðmundsson er landsmönnum bæði kunnur sem dagskrárgerðarmaður og umsjónarmaður útvarpsþáttarins Víðsjár og fyrir skáldsögur sínar 39 þrep á leið til glötunar, Undir himninum og Sýrópsmánann.
Nýjasta skáldsaga Eiríks heitir 1983 og kemur út á haustdögum.
Óskar Árni Óskarsson er með virtustu ljóðskáldum og þýðendum okkar, og hefur bæði verið tilnefndur til Þýðingarverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Meðal verka hans má nefna Ljós til að mála nóttina, Vegurinn til Hólmavíkur og Kuðungasafnið; síðastnefnda bókin er safn smáprósa, en Óskar Árni hefur náð undraverðum tökum á því formi.
Það sem við tölum um þegar við tölum um ást er heiti á þýðingu hans á smásögum bandaríska höfundsins Raymond Carver.
Háskóli Íslands
24.10.2013
Hitaveituvatnið kom til Skagastrandar í gær miðvikudaginn 23. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn RARIK verið að hleypa á stofnpípuna milli Blönduóss og Skagastrandar. Um miðjan dag í gær náði heitavatnið svo til dælustöðvar á Skagaströnd og var látið renna í fráveitukerfið á meðan stofnlögnin er skoluð út. Næstu daga verður svo unnið að því að hita upp dreifikerfið, lofttæma það og skola út köldu vatni sem situr í því eftir útskolun í sumar. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús geti farið að tengjast í síðustu viku október.
23.10.2013
Nú upphafi vikunnar var birt miðannarmat nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Árangur nemenda í dreifnámi í A – Hún er almennt góður en sérstaka athygli vekur afburðagott gengi í stærðfræði, bæði í STÆ102 eða STÆ193. Óhætt er að álykta að margir samverkandi þættir hafi þar áhrif, t.d. góður undirbúningur úr grunnskóla, gott aðhald og fyrirtaks námsaðstaða og síðast en ekki síst gott aðhald og stuðningur foreldra. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að tengsl við nærsamfélag er eitt af grundvallarþáttum í jákvæðum þroska barna og ungmenna.
Nú á haustönn eru nemendur dreifnámsins 13, úr öllum byggðum A-Húnavatnssýslna. Vonir standa til þess að nemendum fjölgi strax um áramót og svo enn frekar á næsta skólaári enda er hér um að ræða mjög gott menntunartækifæri fyrir ungmenni og fullorðið fólk sem þurft hefur að hverfa frá námi.
Innritun fyrir dreifnám í A-Hún stendur yfir dagana 1. til 30. nóvember á www.island.is
22.10.2013
Heita vatnið kemur!
Þessa dagana er verið að ganga frá tengigrindum og uppsetningu mæla fyrir hitaveituna á Skagaströnd. Vatni verður hleypt á eftir nokkra daga og þá er mikilvægt að allir séu tilbúnir.
Aðgengi starfsmanna hitaveitunnar að inntaki þarf að vera óhindrað og gott samstarf við húseigendur því mikilvægt.
Til að veitan virki eðlilega þurfa nægjanlega mörg hús að vera tengd til að halda uppi rennsli í ákveðnum reinum eða hverfum. Í fyrstu má því búast við að hitastig vatns verði lægra en það verður þegar veitan kemst í fulla notkun. Í gjaldskrá er tekið tillit til hitastigs á vatni.
Ókeypis: Ekki þarf að greiða fyrir notkun heita vatnsins fram að áramótum!
Er húsið þitt tilbúið?
Til að haldauppiréttu hitastigi er mikilvægt að sem flestir tengist sem fyrst.
Þeir sem ekki hafa tök á því að taka strax inn vatn til húshitunar, eru hvattir til að taka inn kranavatn.
Áttu eftir að sækja um?
Þeir sem hafa ekki þegar sótt um tengingu geta gert það með eyðublöðum sem fást á heimasíðu RARIK og á skrifstofu Skagastrandar.
http://www.rarik.is/umrarik/eydublod
HITAVEITA Á SKAGASTRÖND
Tengiliðir:
ÁRSÆLL DANÍELSSON RARIK
451 2472 | 892 6667
HAUKUR ÁSGEIRSSON RARIK
528 9510 | 892 6666
Við þökkum Skagstrendingum ánægjulegt samstarf við undirbúninginn.
21.10.2013
Kvenfélagið Eining verður með þriggja kvölda
félagsvist í félagsheimilinu Fellsborg.
Spilað verður mánudagskvöldin 21., 28. október og 4. nóvember.
Byrjað verður að spila stundvíslega klukkan 20:00
Aðgangseyrir 1.000 kr. hvert kvöld
en ef keypt er á öll þrjú kvöldin kosta öll kvöldin 2.400 kr.
Kaffiveitingar eru innifaldar í verði.
Vinningar eru í boði fyrir hvert kvöld, hæsti karl og
Hæsta kona og svo að sjálfsögðu skammarverðlaunin.
Tekin verður heildarsumma allra kvölda og sá stigahæsti fær
veglegan vinning síðasta kvöldið.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kvenfélagið Eining
17.10.2013
Samkoma í Höfðaskóla
Myndin var tekin á einhverri samkomu í Höfðaskóla
kringum 1985. Tilefnið er óþekkt en á henni má þekkja
marga þáverandi nemendur skólans ásamt foreldrum
nokkurra þeirra.
Stúlkurnar þrjár á fremsta bekk eru óþekktar.
Á öðrum bekk eru, talið frá vinstri: Hugrún Pálsdóttir,
Bryndís Ingimarsdóttir, María Rós Karlsdóttir og Gígja Óskarsdóttir.
Á þriðja bekk er Björk Axelsdóttir kennari lengst til vinstri þá kemur
óþekkt stúlka en sú með gleraugun er Særún Níelsdóttir.
Næst er óþekkt stúlka sem situr með barn en stelpan í
lopapeysunni er annar hvor tvíburanna, Vilborg eða
Áslaug Jóhannsdóttir.
Á næsta bekk situr Árný Helgadóttir á endanum til vinstri en næst,
á þeim bekk, má svo þekkja Ásu Ásgeirsdóttur,
Hólmfríði Önnu Ólafsdóttur (Díu Önnu), Þorstein Jónsson,
Viggó Magnússon og Ægi Jónsson.
Við enda næstu raðar stendur Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007)
kennari til vinstri og sjá má Þórunni Bernódusdóttur yfir höfuð
Bjarkar.
Við hlið Þórunnar situr Soffía Jónasdóttir, óþekktur,
Gunnlaugur Sigmarsson (með skegg) og Steinunn Friðriksdóttir
kona hans.
Lárus Ægir Guðmundsson sést yfir höfuð Ægis en Lárus er að tala
við Adolf J. Berndsen.
Í næstu röð fyrir aftan Elínborgu og Þórunni er Áslaug Gunnarsdóttir
lengst til vinstri, þá Þorbjörg Eðvarðsdóttir, og óþekktir en svo sést
hálft höfuð Rafns Sigurbjörnssonar frá Hlíð og
Sigurbjörn Fanndal Þorvaldsson (d. 13.8.2000).
Fyrir aftan Gunnlaug situr Margrét Haraldsdóttir (d. 24.6.2000) og við
hlið hennar Bjarney Valdimarsdóttir með dóttur sína Erlu Maríu
Lárusdóttur í fanginu. Við hlið Bjarneyjar er svo Halldóra Þorláksdóttir.
Upp við bakvegginn eru, frá vinstri: tveir óþekktir, Rúnar Loftsson,
Karl Lúðvíksson íþróttakennari, tvær óþekktar konur, Skúli Tómas
Hjartarson, Halldór Gunnar Ólafsson, Rafn Ingi Rafnsson,
tveir óþekktir, Óli Hjörvar Kristmundsson, Þráinn Bessi Gunnarsson
og Ingvi Sveinn Eðvarðsson.
Fyrir framan þá Bessa og Ingva situr Friðrik Gunnlaugsson.
Ef þú þekkir fleiri á myndinni vinsamlega sendu okkur þá
athugasemd.
15.10.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 16. október 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Forsendur fjárhagsáætlunar
2. Ársþing SSNV, 17. – 19. október 2013
3. Skólamál
a. 2. fundur nefndar um skólamál
b. Bréf Námsmatsstofnunar
c. Fundargerð fræðslunefndar 1. júlí 2013, liður 2. – d. Aldursmörk í dvöl
4. Skipulags- og umferðamál:
a. Óveruleg breyting á Aðalskipulagi
b. Umferðamál
5. Hitaveita
6. Bréf:
a. Velferðarráðuneytisins, dags. 25. september 2013
b. Fiskistofu, dags. 13. september 2013
c. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. september 2013
d. Sveitarstjóra, dags. 17. september 2013
7. Fundargerðir:
a. Skólanefndar FNV, 27.09.2013
b. Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 24.09.2013
c. Stjórn Félags og skólaþjónustu, 15.10.2013
d. Menningarráðs Norðurlands vestra, 24.09.2013
e. Stjórnar SSNV, 8. maí 2013
f. Stjórnar SSNV, 27.08.2013
g. Stjórnar SSNV, 16.09.2013
h. Stjórnar Byggðasamlags um málefni fatlaðra, 27.08.2013
i. Aðalfundar Norðurár bs. 6.09.2013
j. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 3.09.2013
k. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 13.09.2013
l. Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 2.07.2013
8. Önnur mál
Sveitarstjóri
14.10.2013
Tónleikar verða haldnir í Hólaneskirkju föstudagskvöldið 18. október
2013 og hefjast þeir klukkan 20:30.
Tónleikarnir bera nafnið Laxnes og ljúflingslög og eru flytjendur
listafólkið Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, Íris Dögg Gísladóttir,
fiðluleikari, Gunnhildur Davíðsdóttir söngkona og Særún
Harðardóttir sópransöngkona.
Fyrri hluti tónleikanna er helgaður nóbelskáldinu Halldóri Laxnes.
Arnhildur og Særún flytja lög við texta skáldsins úr bókinni
Heimsljós og tengja ljóðin við bókina með upplestri milli laga.
Í síðari hluta tónleikanna verða flutt létt og leikandi lög sem allir
þekkja.
Tónleikarnir eru í boði
Minningarsjóðsins
um hjónin frá Garði og Vindhæli
10.10.2013
Hressir félagar
Þessir prúðbúnu og hressu félagar frá
Skagaströnd staupa sig á Íslensku brennivíni
undir húsvegg.
Frá vinstri: Hallgrímur Kristmundsson (d. 9.10.1998), Guðmundur Jóhannesson og Snorri Gíslason (d. 29.5.1994).
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún
var tekin að húsabaki á Blönduósi,
bak við Snorrahús. Til vinstri er Pétursborg og
stóra húsið er gamla Samkomuhúsið með
sparisjóð A-Hún á neðri hæðinni.
09.10.2013
Til íbúa á Skagaströnd:
Á næstu vikum mun RARIK hefja uppsetningu sölumæla fyrir nýja hitaveitu á Skagaströnd.
Jafnframt því mun RARIK skipta út raforkumælum og er þetta gert til að nýta samskiptabúnað mælanna til gagnasöfnunar og í leiðinni að taka upp mánaðarlegan rafrænan álestur. Því munu leggjast af árlegar heimsóknir álesara á vegum RARIK.
Ástæða þess að mælaskiptin fara fram samtímis er sú að nýr raforkumælir er notaður sem endurvarpi fyrir merki frá hitaveitumælinum.
Með tilkomu nýrra orkumæla verða sendir út mánaðarlegir raunreikningar bæði fyrir heitt vatn og rafmagn í stað núverandi áætlunarreikninga og uppgjörsreiknings einu sinni á ári.
Nokkuð er um það á Skagaströnd að notaðir eru tveir raforkumælar, einn fyrir hita og annar fyrir almenna notkun. Þær mælingar sameinast nú í nýjum mæli.
Til þess að koma í veg fyrir að viðskiptavinir verði af niðurgreiðslum og lægra VSK þrepi við einmælingu, verður orkumælingu skipt þannig að 85% telst hiti en 15% almenn notkun og verður sú skipting í gildi þar til upphitun með hitaveitu hefst í viðkomandi húsi. Skiptingin er ákveðin af Orkustofnun.
Á næstunni munu starfsmenn RARIK hafa samband við viðskiptavini með það fyrir augum að finna hentugan tíma fyrir mælaskipti.
Bestu kveðjur
RARIK