25.06.2013
Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi var haldið á Háagerðisvelli, Skagaströnd, laugardaginn 22. júní sl. Mótið er fyrsti hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Alls tóku 35 keppendur þátt í mótinu. Veður var með ágætum og allar aðstæður til spilamennsku góðar. Úrslit urðu sem hér segir:
Kvennaflokkur án forgjafar
1. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 90 högg
2. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 91 högg
3. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 95 högg
Karlaflokkur án forgjafar
1. Brynjar Bjarkason GÓS 77 högg
2. Oddur Valsson GSS 79 högg
3. Arnar Geir Hjartarson GSS 82 högg
Punktakeppni með forgjöf
1. Hafþór Smári Gylfason GSK 37 punktar
2. Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson GÓS 35 punktar
3. Einar Ágúst Gíslason GSS 34 punktar
24.06.2013
Vegna veituframkvæmda verður lokað fyrir vatn í hluta Skagastrandar þriðjudaginn 25. júní nk. kl 10.00 og fram eftir degi. Götur sem lokað verður fyrir eru: Túnbraut, Sunnuvegur, Suðurvegur, Sólarvegur, Vallarbraut, Fjörubraut og hluta Oddagötu. Einnig hús sunnan Fellsbrautar.
Sveitarstjóri
21.06.2013
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir umsóknum um að leigja og reka Kaffi-og menningarhúsið Bjarmanes á Skagaströnd fyrir heilsárs starfsemi.
Húsið er laust til afnota í byrjun september og í því er búnaður til reksturs kaffihúss. Með umsókn fylgi hugmyndir um nýtingu, rekstur og menningarlegt hlutverk hússins.
Bjarmanes er fallegt steinhús, byggt 1913 en var allt endurbyggt 2004,og hefur þann einstaka anda sem einkennir mörg gömul hús. Það stendur miðsvæðis með góðu útsýni yfir höfnina og Húnaflóann.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar
fyrir 15. júlí 2013. Umsóknum má einnig skila rafrænt á netfangið magnus@skagastrond.is
Fyrir hönd sveitarstjórnar,
21. júní 2013.
Sveitarstjóri
20.06.2013
Kalli, Lilli og Ásmundur
Þessir duglegu menn unnu allir hjá Síldarverksmiðju
Ríkisins á Skagaströnd.
Karl Þórólfur Berndsen (f. 12.10.1933 - d. 12.2.1995), sem er
lengst til vinstri, var vélvirki og vann lengi á verkstæðinu
hjá verksmiðjunni.
Sama gerði Þórarinn Hafsteinn Björnsson – Lilli Björns
(f. 29.6.1926 - d. 24.5.1985) - sem er á miðri myndinni.
Ásmundur Magnússon (f. 4.8.1918 - d. 2.2.1996), lengst til hægri,
var vélstjóri og var svo verksmiðjustjóri á árunum 1946 - 1965.
Þá flutti hann sig um set og gerðist verksmiðjustjóri á
Reyðarfirði í mörg ár.
Kalli og Lilli stofnuðu saman Vélaverkstæði Karls og Þórarins
1964 og unnu saman í því fyrirtæki til 1978 er Lilli seldi Kalla sinn hlut
og flutti til Akureyrar vegna heilsubrests.
Karl hélt starfseminni áfram, undir nafninu Vélaverkstæði Karls Berndsen,
til dauðadags.
Karl var alltaf mikill íþróttaáhugamaður og seinustu árin stundaði
hann golf af ástríðu. Má segja um hann að Hágerðisvöllur væri líklega
ekki það sem hann er í dag ef ekki hefði notið gríðalegrar
sjálfboðavinnu Kalla við völlinn.
Lilli Björns var dverghagur maður sem gat lagfært jafnt
vörubíla og minnstu armbandsúr.
Saman mynduðu þessir þrír menn öflugt teimi sem hafði áhrif til
góðs í samfélaginu.
20.06.2013
Hulda Birna Baldursdóttir, golfkennari, verður með golfkennslu á Skagaströnd dagana 25.–28. júní nk. Kennt verður í eftirtöldum hópum þessa 4 daga:
A: 8-12 ára – kennslan verður á íþróttavellinum, kl. 13.00-15.30, í samvinnu við Umf. Fram. Þátttaka ókeypis.
B: 13-16 ára – kennslan verður á golfvellinum, kl. 16.00-17.00. Verð 2.000 kr.
C: Nýliðar – hóptímar – miðvikudag 26. júní og föstudag 28. júní, kl. 19.00-20.00. Verð 3.000.- kr.
D: Einkakennsla – eftir samkomulagi við golfkennarann. Verð 3.000 kr. fyrir 30 mín.
Skráning hjá Ingibergi menning@ssnv.is / 892 3080 eða Gunnu Páls pannug@simnet.is / 895 6772 í síðasta lagi föstudaginn 21. júní nk.
Golfklúbbur Skagastrandar
20.06.2013
Minningarmót um Karl Berndsen
Háagerðisvöllur - SKAGASTRÖND laugardaginn 22. júní 2013
Keppt verður í karla- og kvennaflokki án forgjafar og punktakeppni með forgjöf, einn flokkur.
Nándarverðlaun á par 3 brautum og fyrir annað högg næst holu á braut 4.
Keppnisgjald kr. 3.000.- Unglingar 14 ára og yngri kr. 1.500.-
Mótið er hluti af Norðvesturþrennunni.
Skráning á golf.is og í síma 892 5089 eða 892 3080 fyrir kl. 19:00, föstudaginn 21. júní.
Golfklúbbur Skagastrandar
18.06.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 20. júní 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Málefni sveitarfélaga í A-Hún
a. Fundargerð, 30. maí 2013
b. Tillaga að framkvæmd hagkvæmniathugunar
2. Grunnskóli - leikskóli
3. Ljósmyndasafn Skagastrandar
4. Bréf:
a. Listskreytingarsjóðs dags. 31. maí 2013
b. Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 4. júní 2013
c. Eyðibýli á Íslandi, dags. 15. febrúar 2013
d. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. maí 2013
e. Styrktarsjóður EBÍ, dags. 11. júní 2013
5. Fundargerðir:
a. Byggingarnefndar, 30. maí 2013
b. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 24.05.2013
c. Stjórnar SSNV, 24.05.2013
d. Byggðasamlags um málefni fatlaðra, 24.05.20113
e. Stjórnar SSKS, 17.05.2013
f. Stjórnar Markaðsstofu Norðurlands ses, 18.04.2031
g. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.05.2013
6. Niðurstöður íbúaþings 30.04.2013
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
14.06.2013
Nú er að ganga í garð fjórða sumarið sem Djásn og dúllerí verða með sölu á handverki og hönnun í kjallara gamla Kaupfélagsins á Einbúastíg. Eins og áður verður opið alla daga vikunnar frá kl. 14-18
Djásn og dúllerí minnir á Facebook-síðuna sína og síma S: 8668102
13.06.2013
Stígandi Hu 9
Stígandi Hu 9 á stími í land með góðan afla á línu. Bjarni Helgason skipstjóri
og eigandi í brúnni.
Ásmundur Bjarni Helgason fæddist 30. nóvember 1903 að Eyri í Norður
Ísafjarðarsýslu og dó 30. desember 1983. Hann var sjómaður allt sitt líf
og lengst af skipstjóri.
Hann flutti til Skagastrandar 1947 og gerði Stíganda, sem var 22 tonn að stærð,
út þaðan í 30 ár. Eftir að hann seldi Stíganda gerði hann svo út á grásleppu á lítilli trillu.
Margir sjómenn á Skagaströnd byrjuðu sína sjómennsku sem hásetar hjá Bjarna.
Hann þótti afburða sjómaður og vílaði ekki fyrir sér að leggja einn í langferðir
á Stíganda sínum. Þannig fór hann einn á honum frá Skagaströnd til
Vestmannaeyja í febrúarmánuði (1960?) til að róa þar á vetrarvertíð.
Kom hann við á Ísafirði og Reykjavík til að sofa. Bjarni var giftur Lilju Ásmundsdóttur
(d. 2.4.1990) og gerðu þau sér heimili að Eyri (Holti) á Skagaströnd.
Saman áttu þau fimm börn: Maríu, Helga, Skúla, Kjartan og Birnu.
María og Helgi eru nú látin.
Margar sögur eru sagðar af Bjarna á Stíganda en sennilega lýsir honum best það sem
einn af hásetunum hans sagði um hann: " Bjarni er alltaf bestur þegar veðrið er verst".
(Heimild: Skipstjórnarmenn 1. bindi eftir Þorstein Jónsson)
13.06.2013
Dagana 9. til 22. júní dvelur Sean Lawing á Skagaströnd með fjölskyldu sinni og vinnur að rannsóknum sínum á bókasafni Halldórs Bjarnasonar hjá Rannsóknasetrinu. Sean er doktorsnemi við Íslenskudeild Háskóla Íslands og í ritgerð sinni: "Disfigurement in Old Norse-Icelandic Law and Literature", fjallar hann um ofbeldislýsingar í Íslenskum miðaldasögum og samsvarandi framsetningu þeirra í íslenskum og norskum lögum frá sama tíma. Rannsóknarefnið sem hann vinnur að nú um stundir kallar hann: "Plotting against their Lives: fjörráð and álótsráð in Sturlunga saga". Meðfram doktorsnámi sínu starfar Sean Lawing nú sem fyrirlesari í sögu og ritun við Bryn Athyn College, PA USA.