19.07.2013
Fimmtudaginn 18. júlí 2013 voru opnuð tilboð í verkið “Skagaströnd – Lenging Miðgarðs, harðviðarbryggja”.
Þrjú tilboð bárust í verkið:
1. Guðmundur Guðlaugsson kr. 35.802.000,-
2. Knekti ehf kr. 47.275.900,-
3. Ísar ehf kr. 45.871.000,-
Kostnaðaráætlun kr. 35.152.760,-
Spurt var um athugasemdir fyrir og eftir opnun en engar gerðar.
10.07.2013
Fimmtudagskvöldið 11. júlí 2013 verða gróðursettar
trjáplöntur í skógræktarreitinn ofan við
tjaldsvæðið á Skagaströnd.
Mæting kl. 20:00; allir velkomnir ,
Skógræktarfélag Skagastrandar
04.07.2013
Lionsfélagar í veislu
Lionklúbbur Skagastrandar var lagður niður fyrir allmörgum árum eftir að hafa starfað með myndarbrag í mörg ár. Var hann þá eini Lionklúbbur landsins sem lagður var niður.
Klúbburinn var síðan endurreistur fyrir nokkrum árum með nýjum félögum, enda margir félagar úr eldri klúbbnum látnir. Þessi mynd er af einhverri samkomu hjá eldri Lionklúbbi Skagastrandar. Sennilega var myndin tekin á heimili Valdimars Núma Valdimarssonar, sem líklega var formaður á þeim tíma, því konan hans og dóttir eru með á myndinni en eins og vitað er þá eru Lionklúbbar karlaklúbbar.
Tilefni veislunnar var gestakoma því á myndinni eru tveir ókunnir gestir að öllum líkindum hátt settir menn innan Lionhreyfingarinnar á Íslandi. Aðrir á myndinni eru félagar í Lionklúbbnum.
Frá vinstri: Páll Jónsson (d. 19.7.1979) skólastjóri frá Breiðabliki. Þorfinnur Bjarnason (d. 16.11.2005) oddviti Höfðahrepps og starfaði sem framkvæmdastjóri hreppsins. Ingvar Jónsson (d. 29.7.1978) hreppstjóri Höfðahrepps frá Brúarlandi (bjó í Norður Skála). Séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996) sóknarprestur á Skagaströnd sem hann þjónaði í 40 ár. Ókunnur gestur. Margét Valdimarsdóttir (dóttir V. Núma). Valdimar Númi Guðmundsson (d. 14.3. 1972) flutningabílstjóri með áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Skagastrandar í mörg ár. Ókunnur gestur. Unnur Ingvarsdóttir eiginkona V. Núma. Jón Pálsson kennari, sem seinna fór í fótspor föður síns og gerðist skólastjóri Höfðaskóla. Ástmar Ingvarsson (d. 10.10.1977) bifreiðastjóri og umboðsmaður fyrir Shell olíufélagið lengi. Þá starfaði hann líka sem ómenntaður rakari og klippti fólk. Björgvin Jónsson (d. ?) framkvæmdastjóri og eigandi saumastofunnar Violu, sem var til húsa á efstu hæðinni í gamla kaupfélaginu. Sveinn S. Ingólfsson kennari og seinna oddviti Höfðahrepps og fyrsti framkvæmdastjóri Skagstrendings hf til fjölda ára. Lengst til hægri er svo Páll Þorfinnsson (d. 1.9.1993) rafvirki .
01.07.2013
Hafnarsjóður sveitarfélagsins Skagastrandar óskar eftir tilboðum í lengingu Miðgarðs, harðviðarbryggju.
Helstu magntölur:
Jarðvinna, gröftur, fylling og grjótvörn
Steypa landvegg bryggju um 41 m.
Rekstur brygjustaura, 28 stk.
Byggja harðviðarbryggju um 320 m²
Lagnir fyrir vatn og rafmagn
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. desember 2013.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands, Vesturvör 2 í Kópavogi og hjá sveitarfélaginu Skagaströnd, Túnbraut 1-3 á Skagaströnd frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2013, gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 18. júlí 2013 kl. 11.00.
28.06.2013
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir
breyttan opnunartíma vegna sumarfría.
Í júlí verður skrifstofa sveitarfélagsins opin
frá 10:00-14:00 alla virka daga
Sveitarstjóri
27.06.2013
Marska setur heimsmet
Á heimilissýningu 1986 í Laugardalshöll settu starfsmenn Marska
á Skagaströnd heimsmet. Þeir bökuðu stærstu sjávarréttapizzu í
heimi og var metið staðfest af Örnólfi Thorlacius fulltrúa Heimsmetabókar
Guinnes á Íslandi. Pizzan var um 10 fermetrar og eftir að hún
hafði verið bökuð smökkuðu á henni um 6.800 manns.
Steindór R. Haraldsson, sem var framleiðslustjóri Marska,
áætlar að hægt hefði verið að gefa 20.000 manns að smakka því
skammtarnir sem gefnir voru tóku um þriðjung af bökunni allri.
Á þessarri mynd sér í bakið á Ragnari frá Ragnarsbakaríi en hann
bjó til botninn í pizzuna og forbakaði hann.
Steindór fylgist með aðstoðarmönnum sínum úr kokkalandsliðinu
dreifa álegginu jafnt yfir botninn.
Rækja og skelfiskur voru uppistaðan í álegginu ásamt sósu og
fleiru sem Steindór útbjó.
Eftir því sem best er vitað er þetta eina heimsmetið sem
Skagstrendingar eiga.
27.06.2013
Nýjung í Djásnum og dúlleríi – Skiptibókamarkaður
Þú getur komið með gamla bók að heiman og valið þér „nýja“ í staðinn hjá okkur.
Einnig eru notaðar bækur og tímarit til sölu á vægu verði.
Verið velkomin í Djásn og dúllerí þar er alltaf heitt á könnunni og gott að sitja í gömlu grænu stólunum og glugga í bók.
Alla daga i sumar verður opið frá 14:00- 18:00
26.06.2013
Sunnudaginn 30. júní kl 13.00 opna ég myndlistasýninguna Mín Sýn í Kaffi Bjarmanesi á Skagaströnd.
Sýningin er 14 olíumálverk, en hluti þeirra eru samspil myndverks, ljóðs og tónlistar.
Sýningargestir fá mp3 spilara ( 4 spilarar) þar sem hægt er að hlusta á flutning ljóða/laga.
Mynd – ljóð – lag:
· Borgin Lag : Katie Melua. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.
· Ljósið Lag : Rúnar Þór. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.
· Farinn Lag : Emeli Sande. Texti : Herdís Þ. Jakobsdóttir.
· Dagar Lag : GCD. Texti: Herdís Þ. Jakobsdóttir
· Spegilinn Lag : Bubbi Morthens. Texti Herdís Þ. Jakobsdóttir.
Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir sáu um allan tónlistaflutning og upptökur. Herdís Þ. Jakobsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir syngja ljóðin/lögin.
Sýningin er styrkt af minningarsjóðinum um hjónin frá Garði og Vindhæli.
Ég býð ykkur öll velkomin á sýninguna sem stendur til 31. júlí nk.
Herdís Þ. Jakobsdóttir.
26.06.2013
Vegna veituframkvæmda má búast við truflunum um skemmri tíma á rekstri vatnsveitunnar og að vatnslaust geti orðið um stund þegar þannig stendur á. Ef fyrirséð er að loka þurfi fyrir vatn um lengri tíma verður það auglýst sérstaklega. Íbúar eru beðnir um að taka truflunum á vatnsveitu af þolinmæði.
26.06.2013
Aðalfundur Skógræktarfélags Skagastrandar
verður haldinn fimmtudaginn 27. júní 2013, kl. 20:00 í FélagsheimilinFellsborg, rauða sal.
#
Venjuleg aðalfundarstörf
Óskar Þór Ársælsson, skrúðgarðyrkjufræðingur,
flytur stutt erindi um almenna umhirðu garða.
#
Ath . Félagaskrá Skógræktarfélagsins er komin til ára sinna og þarfnast uppfærslu.
Þeir sem gjarnan vilja skrá sig í félagið en komast ekki á fundinn eru beðnir að senda póst á netfangið: kristinb@simnet.is eða pannug@simnet.is
Félagsgjald fyrir 2013 hefur verið
ákveðið 1000 kr.
Allir velkomnir,
stjórnin.