03.12.2018
Við munum tendra ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni miðvikudaginn 5. desember kl 17.00.
Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar séu sloppnir til byggða og muni líta við.
Sveitastjóri
03.12.2018
Elsti Skagstrendingurinn.
Þessi mynd var tekin 2009 af Jónínu Valdimarsdóttur
sem varð 102 ára 29. nóvember síðast liðinn.
Hún er því elsti Skagstrendingurinn í dag og líklega hefur enginn
annar Skagstrendingur náð svo háum aldri áður. Jónína, eða Nína á
Kárastöðum eins og hún er oft kölluð, hefur búið síðustu 30 árin á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg.
Áður bjó hún á Kárastöðum í áratugi sem ráðskona hjá bræðrunum Kára
og Sigurbirni Kristjánssonum.
Nína eignaðist tvö börn, Svavar Sigurðsson, sem er látinn fyrir nokkrum árum
og Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur sem býr í Tjaldanesi í Dalabyggð.
Nína er sæmilega ern og hefur fótaferð þó heyrn og sjón séu verulega farin
að gefa sig.
Við óskum Jónínu Valdimarsdóttur innilega til hamingju með afmælið.
29.11.2018
Aðventuhátíð verður í Hólaneskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 18.00
Kirkjukór Hólaneskirkju, Sunnudagskóla- og TTT- börnin syngja jóla- og aðventusöngva undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Fermingarbörn flytja hugvekjuþátt og helgileik.
Vera Ósk Valgarðsdóttir skólastjóri flytur jólahugleiðingu og
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir jólasögu.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Gleðilega aðventu,
Sr. Bryndís
28.11.2018
Enn vaxa skemmtilegir og góðir atvinnusprotar á Skagaströnd. Um áramótin opnar Erla Jónsdóttir rekstrarfræðinigur bókhalds- og rekstrarráðgjafastofu í kjallaranum í gamla kaupfélaginu. Starfsmaður þar, með Erlu, verður Sigríður Gestsdóttir sem er menntuð sem viðurkenndur bókari. Þetta nýja fyrirtæki heitir Lausnamið.
Þá hefur Eygló Amelía Valdimarsdóttir snyrtifræðingur unnið hörðum höndum að undanförnu við að standsetja snyrtistofu sem hún ætlar að vera með í húsnæði hárgreiðslustofunnar Vivu í rýminu þar sem áður var ljósabekkur.
Bæði þessi þjónustufyrirtæki eru þörf viðbót við atvinnuflóruna á Skagaströnd og er þeim óskað velgengni á komandi tímum.
Nýverið fékk svo Rannsóknarsetur HÍ loforð fyrir níu milljóna styrk til að vinna að verkefni um að koma bókum sáttanefnda á landinu á tölvutækt form og gera þær aðgengilegar á netinu. Þetta kallar á að ráðinn verði starfsmaður eða menn í verkið sem unnið verður í samvinnu við Héraðsbókasafnið á Sauðárkróki. Allt eru þetta góðir sprotar sem auka breiddina á atvinnulífinu hjá okkur.
28.11.2018
Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún eru á næsta leiti.
Þeir fara fram sem hér segir:
Húnavallaskóli, 5. desember kl.15:30 (ath. breytt tímasetning, áður auglýstir kl.15:00).
Blönduósskirkja, 6. desember kl.17:00.
Hólaneskirkja Skagaströnd, 10. desember kl.17:00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Skólastjóri.
27.11.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 28. nóvember 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2019 (fyrri umræða)
Samningur um ræsingu Húnaþinga
Verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlanir
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, breyting á reglugerð
Skólaakstur
Umsögn um rekstrarleyfi
Bréf
Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 22. nóvember 2018
Fiskistofu, dags. 14. nóvember 2018
Framkvæmdastjóra EBÍ, dags. 18. október 2018
Þjóðskrár Íslands, dags. í okt. 2018
Umhverfisstofnunar, dags. 16. nóvember 2018
Sóknarprests Hólaneskirkju, dags. 12. nóvember 2018
Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 8. nóvember 2018
USAH, dags. 13. nóvember 2018
Stígamóta, 31. október 2018
Fundargerðir
Fræðslunefndar 11.09.2018
Sameiningarnefndar A-Hún, 1.10.2018
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 5.11.2018
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 14.11.2018
Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 20.11.2018
Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans 2019
Þjónusturáðs – þjónustu við fatlað fólk á Nv, 20.11.2018
Rekstraryfirlit jan-sept 2018
Fjárhagsáætlun 2019
Stjórnar SSNV, 6.11.2018
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 24.10.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri
23.11.2018
Hnúfubakur
Í ágúst 1998 komu Ólafur Bernódusson og Guðmundur J. Björnsson í land
á trillu sinni, Benna Ólafs, með hnúbak í eftirdragi.
Hvalinn höfðu þeir fundið dauðann á reki norður með landi. Hnúfubakurinn
var ungkálfur - tarfur - um 10 metra langur. Hvalurinn var dreginn upp í
fjöru til að rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun gætu skoðað hann
og tekið úr honum sýni. Eftir sýnatöku og skoðun margra bæjarbúa var
hvalurinn dreginn aftur út á haf og fargað þar. Á myndinni er Hafró fólkið,
íklætt hlífðarbuxum, að undirbúa sýnatöku. Guðmundur J. Björnsson stendur við
sporðinn í blárri peysu, aðrir eru óþekktir.
Til gamans má geta þess að reður hvalsins var sendur til Reðursafns Íslands
að ósk eiganda safnsins en hann ætlaði að hafa reðurinn þar til sýnis með
öðrum slíkum líffærum af hinum ýmsu spendýrum.
Myndina tók Magnús B. Jónsson.
Senda upplýsingar um myndina
16.11.2018
Árshátíð Höfðaskóla 2008.
Árshátíð Höfðaskóla 2008 var haldin 11. apríl.
Á myndinni eru krakkar úr mörgum bekkjum að syngja.
Krakkarnir eru frá vinstri: Standandi: Rebekka Róbertsdóttir (nær),
Silfá Sjöfn Árnadóttir (fjær), Andrea Björk Kristjánsdóttir, Elín Ósk Björnsdóttir, Ívan Árni Róbertsson, Sæunn Steingrímsdóttir, Guðrún Anna Halldórsdóttir, Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir (fjær), Svandís Hallgrímsdóttir (nær), Guðmann Magnússon, Sveinn Hallgrímsson, Ísak Tryggvason, Páll Halldórsson, Heba Líf Jónsdóttir, Eymundur Lorens Grétarsson, Ísabella Róbertsdóttir, Sunna Steingrímsdóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir og Birkir Gunnarsson. Sitjandi frá vinstri: Bjarndís Annþórsdóttir, Jóna Margrét Sigurðardóttir, Arnrún Guðjónsdóttir, Anita Ósk Ragnarsdóttir, Hallbjörg Jónsdóttir, Viktor Örn Einarsson, Birgitta Bjarnadóttir, Tryggvi Fjölnisson og Kristján Róbertsson.
09.11.2018
Árshátíð Höfðaskóla
verður haldin 16. nóvember n.k. í Fellsborg og hefst kl. 18:00
Fjölbreytt skemmtiatriði í anda áranna 1918-2018
Nemendafélagið Rán með dyggri aðstoð foreldra býður upp á kökuhlaðborð að dagskrá lokinni.
Sandra Ómars heldur uppi diskóstuði fram eftir kvöldi.
Nemendur 1.-6.b. fara heim kl. 22:00.
Aðgangseyrir:
1500 kr fyrir fullorðna, kökuhlaðborð innifalið, annars 1000 kr.
500 kr fyrir börn, kökuhlaðborð innifalið, annars frítt.
Hámark 4000 kr á fjölskyldu (foreldra og börn).
Vonumst til að sjá sem flesta.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.