Mynd vikunnar.

Hvaladráp fyrir 100 árum. Veturinn 1918 var einn hinn kaldasti sem kom á síðustu öld. Hafís þakti Húnaflóa þannig að ekki var hægt að sækja sér björg úr sjónum. Fólk frá Skagaströnd gat gengið á ísnum a.m.k. inn að Laxá í Refasveit án þess að óttast mikið að detta í vök á milli jaka. Í þessu ástandi var það því mikið fagnaðarefni þegar uppgötvaðist að fimm háhyrningar voru fastir í vök fram af Ytri-Ey. Þeir voru fastir þar því þeir gátu hvergi annarsstaðar komið upp til að anda. Hvalirnir voru allir drepnir í vökinni og dregnir upp á ísinn þar sem gert var að þeim og fólk gerði sér mat úr þeim. Fólk kom víða að framan úr sveitum til að fá kjötbita og fleira sem hægt var að nýta úr hvölunum. Beinunum og öðru sem ekki var notað var síðan velt ofan í vökina aftur. Nokkru síðar uppgötvuðust tveir hnúfubakar í annarri vök dálítið bnorðar. Þeir voru einnig drepnir og fólk gerði sér mat úr þeim. Á þessari einstöku mynd er fjöldi manns að vinna við að drepa og gera að öðrum hnúfubaknum úr vökinni. Ein regla var sett á Skagaströnd fyrir þá sem gengu inn að vökinni en hún var sú að menn máttu ekki vera einir á ferð því þrátt fyrir allt gat alltaf komið fyrir að menn færu niður úr ísnum. Það var einmitt það sem kom fyrir mann sem var samferða þeim Steingrími Jónssyni frá Höfðakoti og Ernst Berndsen frá Karlsskála. Nafn mannsins er ekki þekkt en hann datt sem sagt í sjóinn gegnum hema yfir smá vök þegar þeir þremenningarnir voru komnir u.þ.b. hálfa leið frá Skagaströnd inn að Eyjarey. Ernst og Steingrímur drógu manninn upp og fylgdu honum til baka. Stóð það á endum að hann komst heim því þá voru fötin hans orðin svo stokkfreðin að hann var hættur að geta hreyft sig. Þegar heim kom voru fötin dregin af manninum og hann háttaður í rúmið og heitt vatn í flöskum sett undir sængina hjá honum. Ekki varð manninum meint af slysinu og var kominn á hvalskurðinn daginn eftir (skráð eftir munnlegri frásögn Steingíms Jónssonar). Myndin tók Evald Hemmert.

Íbúafundur um aðalskipulag Skagaströnd

Fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl 20.00 verður haldinn opinn íbúafundur í Bjarmanesi vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skagastrandar Á fundinum munu ráðgjafar frá Landmótun kynna verkefnislýsingu skipulagsvinnunnar og fara yfir helstu áherslumál og næstu skref. Eftir kynningu verða almennar umræður og leitað til íbúa um ýmis atriði varðandi framtíðarþróun sveitarfélagsins. Allir sem eru áhugasamir um skipulag og framtíðarsýn sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta. Sveitarstjóri Sveitarstjóri

Rafmagnstruflanir aðfararnótt föstudagsins 09.11.2018

Rafmagnstruflanir verða á Skagaströnd í nótt, aðfararnótt föstudagsins 09.11.2018 frá kl 00:00 til 00:15 og aftur frá 02:00 til kl 02:15 vegna vinnu í aðveitustöð. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og má sjá á www.rarik.is/rof

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi miðvikudaginn 14/11 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Mynd vikunnar

Kvennaskólinn á Ytri-Ey. Kvennaskólinn á Ytri-Ey í Vindhælishreppi (nú Skagabyggð) var rekinn í þessu húsi.Skólinn var fyrsti kvennaskóli Húnvetninga og hóf starfssemi á þessum stað 1883. Skólinn var í þessu húsi til 1901 þegar hann var fluttur í nýbyggt hús á Blönduósi. Á myndinni eru skólastúlkur ásamt kennurum og gestum einhverntíma á þessu tímabili. Skagfirðingar tóku þátt í rekstrinum meðan skólinn var á Ytri-Ey en hættu þátttöku þegar hann var fluttur til Blönduóss. Við þjóðveginn sunnan við Ytri-Ey er minnismerki um þennan merka skóla. Fyrsta skólastýra skólans var sú merka kona Elín Briem sem var þá nýútskrifuð úr húsmæðrakennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún kenndi og stýrði skólanum frá stofnun til 1895 er hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún stofnaði hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Elín kom svo aftur norður og tók við stjórn kvennaskólans er hann flutti 1901 til Blönduóss í tvö ár og svo enn á ný 1910 til 1915. Elín fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorði árið 1921 og var þá önnur af tveim fyrstu konunum sem þann heiður hafa hlotið. Senda upplýsingar um myndina

Forstöðumaður íþróttahúss/sundlaugar

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir starf forstöðumanns íþróttahúss/sundlaugar laust til umsóknar. Starfið er fólgið í umsjón með rekstri og starfsmannahaldi íþróttahúss og sundlaugar. Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa með börnum og unglingum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veitir Gígja í síma: 864 4908. Sveitarstjóri

Rjúpnaveiði er bönnuð innan skógræktargirðingar

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2017 að rjúpnaveiði verði bönnuð innan skógræktargirðingarinnar í Spákonufelli frá og með hausti 2018. Skorað er á rjúpnaskyttur að virða umrætt veiðibann. Sveitarstjóri

Starfsmaður óskast

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða bókara /launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf. Starfssvið: Færsla bókhalds Afstemmingar Launavinnsla Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur: Reynsla af vinnu við bókhald og launavinnslu Góð tölvukunnátta / þekking á Navision bókhaldskerfi Geta til að vinna sjálfstætt Hæfni í mannlegum samskiptum Nákvæm og hröð vinnubrögð Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð með góða þekkingu á bókhaldi og launavinnslu. Það væri kostur en ekki skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi sem viðurkenndur bókari. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is einnig er hægt að sækja um með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veita Magnús eða Kristín í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Hrefna Björnsdóttir verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugardaginn 27. október klukkan 14:00 Hrefna var hæglát og dul sómakona sem hafði yndi af blómum en þeim sinnti hún af natni og yfirvegun. Henni fannst gott að njóta sólarinnar og margir muna hana sitjandi á svölunum að sóla sig á góðum dögum. Hrefna var nægjusöm hvunndagshetja sem helgaði heimilinu krafta sína af væntumþykju og hagsýni meðan hún gat. Nú þegar Hrefna hverfur inn í ljósið er hugur okkar hjá aðstandendum hennar sem kveðja traustan bakhjarl úr lífi sínu.

Opið hús fimmtudaginn 25.okt.

NES OPIÐ HÚS ! Allir velkomnir Swing by the Nes studio tomorrow, for some large scale colourful art works, as well as poetry and video ideas from new and returning Nes artists! THURSDAY 25th // 16.00 - 18.00 We would love to see you!