10.10.2016
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 12. október 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
1. Kjörskrá vegna Alþingiskosning
2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2017
3. Félagslegar íbúðir
a. Gjaldskrá leigu
b. Umsóknir
c. Sala íbúða
4. Umsókn um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla
5. Erind Norðurár bs um ábyrgð
6. Tilnefning í Gróður- og náttúruverndarnefnd
7. Bréf:
a. Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 6. október 2016
b. SSNV, dags. 30. september 2016
c. Dimension of Sound, dags. 22. ágúst 2016
d. Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, dags. 6. september 2016
e. Framkvæmdastjóra EBÍ, dags. 27. september 2016
f. Sambands íslenskra sveitafélaga, dags. 26. ágúst 2016
g. Félags stjórnenda leikskóla, dags. 24. ágúst 2016
h. Steins Rögnvaldssonar, dags. 5. október 2016
i. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. september 2016
8. Fundargerðir:
a. Samráðshóps um málefni fatlaðra, 23.06.2016
b. Þjónusturáðs um málefni fatlaðra, 7.09.2016
c. Þjónusturáðs um málefni fatlaðra, 6.10.2016
d. Stjórnar Byggðasamlags Tónlistarskóla A-Hún, 27.09.2016
e. Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún,
f. Stjórnar Norðurár bs., 8.09.2016
g. Stjórnar SSNV, 6.09.2016
h. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 19.09.2016
i. Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 2.09.2016
9. Önnur mál
Sveitarstjóri
07.10.2016
Hress hópur
Þessar hressu konur sáu um mat og kaffi
á Bridgemóti Skagastrandar í Fellsborg einhverntíma á
níunda áratugnum.
Slík Bridgemót þar sem fólk kom víða að til að keppa í Bridge voru
haldin á Skagaströnd í nokkur ár meðan starfsemi
Bridgeklúbbs Skagastrandar stóð með hvað mestum blóma.
Á myndinni frá vinstri:
Guðrún Pálsdóttir, Helga Guðmundsdóttir,
Guðmundur Sigurðssonson sem var keppnisstjóri,
Bjarney Valdimarsdóttir, Bára Þorvaldsdóttir og Elín Njálsdóttir.
30.09.2016
Löndun.
Hallbjörn Björnsson (Halli Boss) landar fiski úr
Sigurði Hu -18 við "Litlu bryggju".
Á bryggjunni er Guðmundur J. Björnsson bróðir Hallbjörns og
býr sig undir að tína fiskinn upp á kerruna sem sér í hornið á
til vinstri.
Faðir Hallbjörns, Björn Sigurðsson (d. 5.10.1999) frá Jaðri,
smíðaði Sigurð Hu -18 árið 1966 og reri á honum til fiskjar
endrum og sinnum. Aðallega var báturinn þó gerður út á grásleppu
af Sigurði Björnssyni bróður Hallbjörns og Guðmundar.
Sigurður Hu-18 er enn til og er í öruggri vörslu Sigurðar Björnssonar.
Reyndar var skipt um nafn á bátnum því Sigurðar nafnið var í
einkaeigu og var hann því nefndur Sigurður Jónsson eftir það.
Báturinn aftan við Sigurð hét Ósk Hu og var í eigu
Stefáns Stefánssonar (d. 2.1.1988).
Aftast sér svo í Víking St-12 sem var í eigu Péturs Ástvaldssonar
á Hólmavík. Pétur fórst ásamt öðrum manni með
Víkingi í mars 1971.
"Litla bryggjan" er nú löngu horfin en hún var um það bil þar sem
nú er suð-austur hornið á Miðgarði (Arnarsbryggjunni).
"Litla bryggjan" lækkaði fram til endans til að auðveldara væri að
landa fiski við hana eftir stærð bátsins sem landað var úr.
Maðurinn fremst á bryggjunni er óþekktur.
29.09.2016
Starfsmaður óskast til að annast heimilsjálp hjá eldri borgurum og öryrkjum á Skagaströnd.
Um er að ræða hlutastarf sem getur tekið breytingum eftir fjölda þjónustuþega.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar í síma 455 2700
Sveitarstjóri
28.09.2016
Komdu í kaffi og hitta september listamennina okkar
Miðvikudagur 28th kl 16.00 - 18.30
23.09.2016
Baldvin og Magnús
-
Bræðurnir Baldvin Hjaltason til vinstri og
Magnús Hjaltason (d. 16.6.2014) frá Skeggjastöðum
á leið að smala heimahagana haustið 1959.
Myndin var tekin á hlaðinu á gamla
bænum á Bakka.
19.09.2016
Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd bar sigur úr býtum í myndakeppni Ungmennafélags Íslands á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður Helga fékk afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma frá versluninni Epli í síðustu viku. Hún tók sigurmyndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni. Myndin endurspeglar þá vináttu sem einkennir mótið, að mati dómnefndar.
Sagt er frá þessu á vef UMFÍ. Á meðfylgjandi mynd er Ástríður með Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ og framkvæmdastjóra landsmóta UMFÍ.
Frétt af www.huni.is
15.09.2016
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi auglýsir
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi
Mánudaginn 19/9 kl: 13:00-15:00
Þriðjudaginn 20/9 kl: 11:00-13:00
Föstudaginn 23/9 kl: 10:00-12:00
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd
Fimmtudaginn 22/9 kl: 9:00-11:00
Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald.
Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.
14.09.2016
Skógræktarfélag Skagastrandar stendur fyrir gróðursetningu trjáplantna mánudaginn 19.sept. næstkomandi.
Í sumar hefur Skógræktarfélagið gróðursett um 2000 plöntur, en enn er talsvert eftir sem þyrfti að komast í jörð.
Eins og alltaf er öllum velkomið að vera með,
mæting er kl.17:00 við áhaldahúsið.
Skógræktarfélag Skagastrandar
14.09.2016
Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar.
Allir velkomnir!