12.05.2016
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður.
Upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir í síma 4522800 eða 8624950.
Umsóknarfrestur er til 27. maí n.k.
Skólastjóri.
11.05.2016
Á fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 var tekin fyrir gjaldskrá vegna fjallskila í Sveitarfélaginu Skagaströnd og var svohljóðandi samþykkt:
Sveitarstjórn ákveður árlega við samþykkt gjaldskrár sveitarfélagsins hvaða einingaverð skuli gilda um fjallskilakostnað fyrir yfirstandandi ár. Fyrir árið 2016 er einingaverð 400 kr. Við álagningu reiknast hvert hross jafngilt 5 vetrarfóðruðum kindum.
Fjallskilaskyldur er hver fjáreigandi í sveitarfélaginu og hver sem á stóðhross. Skal forðagæsluskýrsla næstliðins vetrar lögð til grundvallar við skilgreiningu þess búfjár sem fjallskilagjöld eru lögð á. Hver sá sem vill koma leiðréttingu á framfæri vegna nýtingar á afrétt skal hafa gert það fyrir 10. september ár hvert. Fyrir þau hross sem eru fjallskilaskyld en nýta ekki afrétt skal greiða hálf fjallskilagjöld. Þeir sem nýta afrétt fyrir búpening sem ekki telst fjallskilaskyldur ss. tamda hesta skulu tilkynna um það fyrir 10. september ár hvert. Sama gildir um þá sem fá heimild til að nýta afréttinn en eiga ekki lögheimili í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri
09.05.2016
Fundur um ferðaþjónustu verður haldinn á Borginni miðvikudaginn 11. maí næstkomandi kl. 17:15.
Dagskrá :
Fulltrúar Hólanes ehf kynna áform um byggingu hótels á Skagaströnd
Formaður Ferðamálafélags A- Hún segir frá starfsemi félagsins og metur stöðu ferðamála í nágrenni Skagastrandar.
Markaðsfulltrúi SSNV mun fjalla um markaðssetningu í ferðaþjónustu
Fyrirspurnir og umræður
Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu eða standa í slíkum rekstri eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki ekki meira en 60 mínútur.
Atvinnumálanefnd Skagastrandar
09.05.2016
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 11. maí 2016
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2015 (seinni umræða)
a. Endurskoðunarskýrsla
b. Bréf skoðunarmanna
c. Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2015
2. Staða og horfur í rekstri jan- apríl 2016
3. Gjaldskrá – fjallskilagjöld
4. Umsögn um rekstrarleyfi
5. Lokaskýrsla starfshóps um umhverfismál
6. Bréf:
a. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016
b. Tölvubréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2016
c. Hreyfiviku UMFÍ, dags. í apríl 2016
d. Ámundakinnar, 26. apríl 2016
7. Fundargerðir:
a. Stjórnar SSNV, 5.04.2016
b. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 28.04.2016
c. Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 29.04.2016
d. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.04.2016
8. Önnur mál
Sveitarstjóri
06.05.2016
Málningarvinna
Jón Örn Stefánsson vinstra megin og Hildur Inga Rúnarsdóttir hægra megin vinna við að mála í smíðastofunni í Höfðaskóla í vinnuviku.
Eftir málun var svo smíðað einhvers konar leiktæki úr timbrinu.
Að sjálfsögðu eru þau klædd viðeigandi hlífðarfötum - svörtum ruslapokum.
Í dag er Jón Örn sjómaður og fiskeldisfræðingur en
Hildur Inga er prestur í Þingeyrarprestakalli við Dýrafjörð.
Myndin var tekin einhverntíma kringum 1985.
04.05.2016
Kvíði barna
-Örnámskeið fyrir fagfólk og aðstandendur grunnskólabarna með kvíðaeinkenni-
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um:
Eðli kvíða
Helstu einkenni kvíða
Helstu kvíðaraskanir hjá börnum
Hvernig hamlandi kvíði verður til og hvernig hann viðhelst
Hvað foreldrar geta gert til að koma í veg fyrir þróun kvíða
Hvað foreldrar geta gert til að minnka kvíða
Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 12. maí og hefst kl. 17. Námskeiðið er um tveir og hálfur tími með hressingu.
Námskeiðið verður haldið í Blönduskóla.
Námskeiðsgjald er 2000 krónur.
Tilkynnið þátttöku í tölvupósti til audurh@felahun.is eða fraedslustjori@felahun.is
Leiðbeinandi er Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur.
Ester hefur starfað sem sálfræðingur á Þroska– og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og kennt þar á fjölda námskeiða fyrir foreldra og börn, meðal annars námskeiðið Uppeldi sem virkar, námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, Snillinganámskeið fyrir börn með ADHD, námskeið fyrir ungar mæður og á námskeiðinu Klókir krakkar sem ætlað er börnum með kvíða og foreldrum þeirra.
29.04.2016
Síldarlöndun og síldarsöltun í Skagastrandarhöfn.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún er sennilega frá árunum 1935 - 1937. Á þessum tíma var síldinni landað á höndum í tágakörfum eins og sést á myndinni og var það hinn mesti þrældómur fyrir sjómennina.
Síldin var svo söltuð undir berum himni hvernig sem viðraði. Hreinlætisaðstaðan var einn tvöfaldur kamar sem var í raun bara lítill skúr með milligerði og setbekk með tveimur götum. Kamrinum var komið þannig fyrir að afurðirnar duttu beint í sjóinn í höfninni.
Fólkið á myndinni er óþekkt.
28.04.2016
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til 12. maí n.k.
Umsóknir um störf fyrir námsmenn í framhaldsskólum skulu hafa borist fyrir 30. maí. Fjöldi starfa er takmarkaður og verður unnið úr umsóknum og ráðningartíma stillt upp samkvæmt því. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí - júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
27.04.2016
Nemendur í leiklistardeild Höfðaskóla hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að uppsetningu þessa vinsæla söngleiks undir stjórn kennara síns, Ástrósar Elísdóttur.
Nemendurnir, sem m.a. leika, syngja og dansa, eru í 8., 9. og 10. bekk.
Þessi sami söngleikur nýtur um þessar mundir mikilla vinsælda sunnan heiða, en hér er notast við sama handrit og þar, í glænýrri og frábærri þýðingu Þórarins Eldjárn.
Frumsýning verður í Fellsborg á Skagaströnd næstkomandi föstudag, 29. apríl 2016.
Sýningatímar:
Frumsýning: föstudag 29. apríl kl. 19:00
2. sýning: sunnudag 1. maí kl. 19:00
3. sýning: miðvikudag 4. maí kl. 19:00
...
Miðaverð:
Leikskóla- og grunnskólanemar: 1000 kr.
Fullorðnir: 2000 kr.
Leikarar:
Anita Ósk Ragnarsdóttir
Benóný Bergmann
Birgitta Rut Bjarnadóttir
Daði Snær Stefánsson
Dagur Freyr Róbertsson
Freydís Ósk Kristjánsdóttir
Georg Þór Kristjánsson
Guðný Eva Björnsdóttir
Hallbjörg Jónsdóttir
Haraldur Bjarki Guðjónsson
Harpa Hlín Ólafsdóttir
Jóhann Almar Reynisson
Jóna Margrét Sigurðardóttir
Kristmundur Elías Baldvinsson
Laufey Lind Ingibergsdóttir
Lilja Dögg Hjaltadóttir
Rebekka Heiða Róbertsdóttir
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir
Sunna Björg Steingrímsdóttir
Valgerður Guðný Ingvarsdóttir
Victoría Sif Hólmgeirsdóttir
Viktor Már Einarsson