Ærslabelgur kominn á Skagaströnd

Á Skagaströnd hefur verið settur niður svokallaður „Ærslabelgur“ sem er uppblásið leiktæki um 100 fermetrar að flatarmáli. Ærslabelgurinn var settur niður á Hólanesi rétt við gamla húsið Árnes og í nágrenni við Kaffi Bjarmanes og veitingahúsið Borgina. Ærslabelgurinn er blásin upp kl 10 á morgnanna og loft tekið af kl 22 á kvöldin. Belgurinn verður blásinn upp fram á haust en verður svo hafður í dvala þar til vorar á ný. Hann er öllum opinn og ekki farið fram á annað en að „hopparar“ séu ekki í skóm og gangi snyrtilega um svæðið. Það er Sveitarfélagið Skagaströnd sem lét setja belginn upp og annast rekstur hans. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Frystihúsið. Á myndinni er frystihús Kaupfélagsins sem seinna varð Hólanes hf. Myndin er tekin áður en miklar breytingar voru gerðar á húsinu og ekki var búið að fylla upp í víkina fyrir neðan sundlaugina, sem er lengst til hægri á myndinni. Í mörg ár rak Kaupfélagið sláturhús á neðri hæð hússins á hverju hausti. Þá voru líka frystigeymslur fyrir almenning uppi í millibyggingunni milli aðal frystihússins til vinstri og vélahússins til hægri. Stigin sem sést liggja upp á þak skúrsins fyrir miðri mynd var notaður til að komast í frystihólfin sem voru innan við dyrnar á risinu á millibyggingunni. Ekki er vitað hvenær Guðmundur Guðnason tók þessa mynd en ef grannt er skoðað má sá hafíshrafl á sjónum.

Truflun á vatni í dag

Truflun verður á vatni á bogabrautinni í dag eftir hádegi.

Mynd vikunnar

Systkin. Systkin, börn Guðmundar Jóhannessonar og Soffíu S. Lárusdóttur. Frá vinstri: Karl Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir og Ingibergur Guðmundsson. Karl og Ingibergur eru tvíburar eins og sjá má. Myndin er tekin um 1960. Þessir krakkar eru yngstu þrjú börn Guðmundar og Soffíu en auk þeirra áttu þau tvo eldri syni og eina eldri dóttur.

Skrifstofa sveitarfélagsins

Opnunartími skrifstofunnar frá 1. júlí 2016 er kl 10.00 – 15.00 virka daga. Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 11. – 23. júlí 2016. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi 25. júlí. Sveitarstjóri

Opið hús í Nes listamiðstöð

Þriðjudaginn 28. júní 2016 Kl.17:00-19:00

Mynd vikunnar

Heiðursmenn á sjómannadegi. Hér eru heiðursmennirnir Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001), Snorri Gíslason (d. 29.5.1994) og Jóhann F. Pétursson (d. 13.1.1999) á sjómannadegi á Skagaströnd. Allir settu þessir menn sterkan svip á bæinn meðan þeir lifðu, hver á sinn hátt. Lúðvík bjó í Steinholti með konu sinni Sigríði Frímannsdóttur og fjórum börnum, Snorri í Höfðatúni með sinni konu, Jóhönnu Jónasdóttur, og syni en Jóhann bjó á Lækjarbakka og hans kona var Sigríður Ásgeirsdóttir og saman áttu þau fjögur börn. Myndina tók Jón Jónsson.

F o r s e t a k o s n i n g a r 2016

Kosning til embættis forseta Íslands verður í íþróttahúsinu á Skagaströnd laugardaginn 25. júní 2016. Kjörstaður er opinn frá kl. 10 – 22. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 22. júní 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016 2. Grunnskóli a. Rýmisathugun fyrir Höfðaskóla b. Sjálfsmatsskýrsla skólans vor 2016 c. Skýrsla skólastjóra um starfið d. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 26. maí 2016 e. Svarbréf skólastjóra dags. 15. júní 2016 3. Framkvæmdir og fjárfestingar 2016 a. Sundlaug – heitur pottur b. Aðrar framkvæmdir 2016 4. Bókhaldskerfi sveitarfélagsins 5. Bréf: a. Eignarhaldsfélags BÍ, dags. 8. júní 2016 b. Hrafnhildar Sigurðardóttur, dags. 16. júní 2016 c. Varasjóðs húsnæðismála, dags. 13. júní 2016 d. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júní 2016 e. Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 17. maí 2016 f. Thorp, dags. í maí 2016 g. Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 12. maí 2016 6. Fundargerðir: a. Stjórnar Norðurár bs, 7.03.2016 b. Stjórnar Norðurár bs. 25.04.2016 c. Stjórnar Norðurár bs. 19.05.2016 d. Stjórnar Norðurár bs. 26.05.2016 e. Aðalfundar Norðurár bs, 19.05.2016 f. Aðalfundar Farskólans, 11.05.2016 g. Vorfundar Farskólans, 11.05.2016 h. Stjórnar SSNV, 10.05.2016 i. Stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 17.05.2016 j. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 17.05.2016 k. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.04.2016 l. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 26.04.2016 m. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 6.05.2016 n. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 17.05.2016 o. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 7.06.2016 7. Önnur mál Sveitarstjóri