Hún hefur sagt mér ...

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Kanadíski listamaðurinn Jude Griebel teiknaði fyrra mynd á vegg gamla Hólanesshússins. Krýpur það maður fyrir framan fugl sem eflaust segir honum til syndanna sinna.

Áminning vegna hundahalds

Ágætu Skagstrendingar Undanfarið hefur í vaxandi mæli borið á því að fólk láti hunda sína ganga lausa þvert á mjög skýra reglu í samþykkt um hundahald þar sem segir:  „Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Á almannafæri er hundaeiganda skylt að fjarlægja saur eftir hund/hunda sína á tryggilegan hátt.“ Um síðari hluta þessarar reglu verður því miður einnig að gefa sumum hundaeigendum falleinkunn því víða er hundaskítur á almannafæri.   Er hér með skorað á hundaeigendur að bæta ráð sitt bæði hvað varðar lausagöngu hundanna og óþrif eftir þá. Sérstaklega verður að gera kröfu til að borin sé virðing fyrir leiksvæðum barna í þessum efnum. Eins og oft gerist geta fáir komið óorði á marga með slæmu framferði. Nokkur brögð eru einnig að því að hundar séu óskráðir og er hér með skorað á þá sem það á við að bæta úr og ganga frá skráningu hunda sinna á skrifstofu sveitarfélagsins.  Ástæða er til að benda á að allir hundar sem eru handsamaðir skulu leystir út með greiðslu samkvæmt gjaldskrá.  Í samþykktum um hundahald segir m.a.:   „Hunda sem ganga lausir utanhúss skal handsama og færa til geymslu. Sama gildir um hættulega hunda og óleyfilega hunda.  Kostnaður við töku og geymslu hunda skal að fullu greiddur af eigendum samkvæmt gildandi gjaldskrá.“ Skrá um þá sem hafa leyfi til hundahalds kemur fram undir Stjórnsýsla - Samþykktir á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is. Skagaströnd 18. maí 2011 sveitarstjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 25. maí 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Ársreikningur 2010, síðari umræða. 2. Deiliskipulag Hólaness 3. Verkefni og starfsmannahald sumarið 2011 4. Samningur um skólamáltíðir 5. Grunnskólinn a) Skýrsla skólastjóra um skólastarfið b) Kennslustundafjöldi næsta skólaár 6. Bréf a) Nemenda 7. bekkjar Höfðaskóla b) Aflsins, dags. 4. maí 2011 c) Kántrýbæjar, dags. 12. maí 2011. d) Íbúa Fellsbrautar og í Mýrinni, dags. 4. maí 2011. e) Framkvæmdastjóra SSNV, dags. 26. apríl 2011. f) Sveitarstjóra Húnaþings vestra, dags. 27. apríl 2011. 7. Fundargerðir a) Skipulagsnefndar, 19.05.2011. b) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 2.05.2011. c) Menningarráðs Norðurlands vestra, 14.04.2011. d) Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 5.05.2011. 8. Önnur mál. Sveitarstjóri

Háskólalestin á fullu gasi á Skagaströnd

Klukkan átta í morgun söfnuðust krakkar úr tíunda bekk Höfðaskóla á Skagaströnd og Blönduósskóla saman í kirkjunni á Skagaströnd.Tilefnið var setning Háskóla unga fólksins á Skagaströnd. Háskólalestin er komin og ætlar að kynna starf háskólans fyrir unga fólkinu. Nemendur sækja í dag valin námskeið. Þeim er boðið að kynnast nemendur  stjörnufræði, latínu, fornaldarsögu,  japönsku, nýsköpunar – og frumkvöðlafræðum, íslensku táknmáli, eðlisfræði og fornleifafræði. Á morgun býðst öllum að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar á Skagaströnd sem fer fram víða í bænum. Í félagsheimilinu Fellsborg verður m.a. sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgelið mun óma, gestir kynnast sýntilraunum, teiknirólu, syngjandi skál, japanskri menninguog fornleifafræði, svo eitthvað sé nefnt. Í kaffihúsinu Bjarmanesi verða í boði stutt fræðsluerindi. Þar fræðir Sævar Helgi Bragason gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindið „Endurvinnsla bókmenntaarfsins“, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Þorsteinsdóttir greinir frá leyndardómum fornleifafræðinnar – nota fornleifafræðingar í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín? Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Vísindaveisla á Skagaströnd fyrir alla

Vísindaveisla fyrir alla aldurshópa verður á Skagaströnd dagana 20. og 21. maí næstkomandi þegar Háskólalestin kemur í heimsókn. Ferð Háskólalestarinnar vítt og breitt um landið er þáttur í hátíðarhöldum Háskóla Íslands vegna aldarafmælis skólans.  Föstudaginn 20.maí sækja nemendur í  5. -10. bekk Höfðaskóla og 8. – 10.bekk grunnskóla Blönduóss valin námskeið úr hinum vinsæla Háskóla unga fólksins. Þar kynnast nemendur  stjörnufræði, latínu, fornaldarsögu,  japönsku, nýsköpunar – og frumkvöðlafræðum, íslensku táknmáli, eðlisfræði og fornleifafræði. Laugardaginn 21. maí býðst gestum og gangandi á öllum aldri að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar á Skagaströnd sem fer fram víða á svæðinu.  Í félagsheimilinu Fellsborg verður m.a. sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgelið mun óma, gestir kynnast sýntilraunum, teiknirólu, syngjandi skál, japanskri menninguog fornleifafræði, svo eitthvað sé nefnt. Í kaffihúsinu Bjarmanesi verða í boði stutt fræðsluerindi. Þar fræðir Sævar Helgi Bragason gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindið „Endurvinnsla bókmenntaarfsins“, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Þorsteinsdóttir greinir frá leyndardómum fornleifafræðinnar – nota fornleifafræðingar í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín? Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um Háskólalestina og Háskóla unga fólksins eru á á www.ung.hi.is.

Krakkar á listnámskeiði utan dyra

Nes listamiðstöð bauð í vikunni krökkum á Skagaströnd upp á námskeið í skapandi list. Leiðbeinandi var Kendra Walker, kanadísk listakona, búsett í París. Námskeiðið var utan dyra og valdi hún því stað á planinu við við gömlu rækjuvinnsluna. Það var í því fólgið að teikna það sem krakkarnir vildu sjá úti sjóndeildarhringinn. Þeir fengu krítar í nokkrum litum og hófust svo handa við að teikna. Eins og sjá má á myndunum hafa krakkarnir ansi frjótt ímyndunarafl. Meira að segja þeir sem ekki vildu teikna tóku þátt með því að teikna með hjólunum ... Kendra lét þá lita dekkin og krakkarnir hjóluðu um planið og „skrensuðu“ svo úr urðu einhvers konar afstrakt myndir.  Yfir tuttugu krakkar tóku þátt í námskeiðinu.

Fatamarkaður Rauða krossins

Fatamarkaður verður haldin miðvikudaginn 18. maí í húsi Rauða krossins á Skagaströnd, Vallarbraut 4.  Opið verður frá kl: 18:00 - 20:00. Þetta er sami fatamarkaður og var 1. maí síðast liðinn.  Pokatilboð, fullur poki af fötum á 2000 kr. Skagstrendingar eru hvattir til að líta inn og gera góð kaup.

Lára og Rúnar og hljómsveit með tónleika í Kántríbæ

Þrusutónleikar verða í Kántrýbæ á föstudagskvöldið kl. 21. Þá koma fram feðginin Lára og Rúnar Þórisson ásamt hljómsveit. Vart er þörf á að kynna þessa góðu tónlistarmenn. Lára Rúnarsdóttir er orðin vel þekkt hér á landi. Hún hefur gefið út nokkrar plötur sem hafa allaar hlotið góða dóma og fjöldi laga af þeim hafa skorað hátt á íslenskum vinsældarlistum. Rúnar Þórisson er þekktur tónlistarmaður, t.d. verið gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik. Hann hefur um árabil bæði fengist við rafgítarleik og klassískan gítarleik og leikið á tónleikum hér heima m.a. Iceland Airwaves, Listahátíð, Myrkum Músikdögum, Aldrei fór ég suður og erlendis m.a. á menningarhátíðinni Nordischer Klang.  Aðgangseyrir á tónleikanna er 1.500 kr.

Fjör og fræði á Skagaströnd á laugardaginn

Laugardaginn 21. maí býðst gestum og gangandi á öllum aldri að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar á Skagaströnd . Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. DAGSKRÁIN 21. MAÍ  Vísindaveisla í félagsheimilinu Fellsborg kl 11 – 15 Sprengjugengið sýnir kl 11:30 og 13:30 Eldorgel, sýnitilraunir og syngjandi skál Teikniróla, undraspeglar og snúningshjól Japönsk menning, íslenskt táknmál Stjörnufræði, fornleifafræði Stjörnutjald og stjörnuskoðun í íþróttahúsi Höfðaskóla kl 12 – 15 Fræðsluerindi verða í kaffihúsinu Bjarmanesi kl 12:30 - 14:30. Þar fræðir Sævar Helgi Bragason gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindið „Endurvinnsla bókmenntaarfsins“, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Þorsteinsdóttir greinir frá leyndardómum fornleifafræðinnar – nota fornleifafræðingar í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín? 12:30   Þór Hjaltalín: Ásbirningaríkið 13:00   Soffía Auður Birgisdóttir: Endurvinnsla bókmenntaarfsins 13:30   Þorvarður Árnason: Kórsöngur – allra meina bót? 14:00   Albína Hulda Þorsteinsdóttir: Tannburstar og teskeiðar – Hvað gera fornleifafræðingar? 14:30   Sævar Helgi Bragason: Stjörnufræði – Ferð um himingeiminn! Annað: Opið hús í Nes Listamiðstöd Opið hús í Árnesi Tónleikar í Kántríbæ föstudagskvöldið kl. 21, feðginin Lára og Rúnar. Nánari upplýsingar um Háskólalestina og Háskóla unga fólksins eru á www.ung.hi.is. http://www.ung.hi.is/skagastrond

Vatnslaust á efri hluta Hólabrautar og Bogabrautar

Vegna viðgerða á vatnslögn verður vatnslaust eftir hádegi í dag, 17. maí, í efri hluta Hólabrautar og Bogabrautar („Skeifunni“).