06.05.2011
Meðalhiti á Skagaströnd í apríl var 3,7 gráður. Hýjast var að meðaltali þann 9. apríl en þá fór hitinn upp í 7,9 gráður.
Síðustu dagar mánaðarins voru hlýir en þá fór hitinn yfir 7 gráður. Sé meðaltalinu sleppt var hlýjast milli kl. 16 og 19 þann 28. apríl en þá var hitinn frá 10 til nærri 12 gráður.
Vindgangur var nokkur í apríl, þó var meðalvindstyrkur mánaðarins aðeins 7,8 metrar á sekúndu (m/s).
Nokkrum sinnum hvesst hressilega. Hvassast var 10. apríl er rokið fór í 26 m/s en þann dag var skratti hvasst á Skagaströnd og var mælingin langtímum saman yfir 20 m/s.
Eftir því sem leið á mánuðinn lygndi og endaði mánuðurinn eins og hann byrjaði í koppalogni.
Ráðandi vindátt í apríl var suður og suðvestur en það sést greinilega á vindrósinni sem hér fylgir með.
Að öðru leyti hefur veðrið í vetur verið sem hér segir:
Vindur, m/s
Nóvember 6,0
Desember 7,1
Janúar 9,0
Febrúar 6,7
Mars 8,2
Apríl 7,8
Hiti
Nóvember 0,5
Desember 0,5
Janúar 0,4
Febrúar 1,4
Mars -1,6
Apríl 3,7
Vindáttir
Nóvember Austlægar og norðlægar
Desember Frekar suðlægar
Janúar Norðlægar
Febrúar Suður og austlægar
Mars Suðvestlægar
Apríl Suður og suðvestlæg
06.05.2011
Morð, spilling og hrun fjármálakerfisins á Íslandi eru umfjöllunarefni breska blaðamannsins Quentins Bates í nýrri glæpasögu sem gefin hefur verið út í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Þetta er fyrsta bók rithöfundarins sem nefndur hefur verið tengdasonur Skagastrandar.
Viðtal við Quentin Bates birtist í síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar, 2. tbl. 2011.
Greinin er hér meðfylgjandi með leyfi ritstjóra Frjálsrar verslunar: http://www.skagastrond.is/krimmi.pdf
06.05.2011
Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 5. maí 20011.
Viðfangsefni námskeiðsins var að kynna hvernig nýta má hugmyndafræði PMT(foreldrafærni) og SMT (skólafærni) til að bæta samskipti og líðan á heimilum og í skólastarfi. Fyrirlesari var: Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur.
SMT (skólafærni) er vinnulag sem hefur það markmið að efla starfsfólk skólanna til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti.
PMT(foreldrafærni) er keffisbundin aðstoð við foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri og byggir á áratuga rannsóknum, sem sýna góðan árangur. Bestur árangur næst ef unnið er með vandann á fyrstu stigum þróunar.
Rannsóknir á árangri meðferðarinnar eru virtar víða um heim og uppfylla öll ströngustu skilyrði hegðunarmælinga. Þær hafa leitt í ljós að í um 70% tilvika dregur PMT verulega úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.
Fræðileg og verkleg framsetning Margrétar féll í góðan jarðveg og þátttakendur lærðu mikið og höfðu gaman af námskeiðinu.
Mynd er af þátttakendum á námskeiðinu.
05.05.2011
Nú er verið að vinna í undirbúningi að yfirlitssýningu á verkum Sveinbjörns Blöndal sem fyrirhugað er að halda á Skagaströnd síðla í júlí og fram yfir miðjan ágúst næst komandi.
Fyrir nokkru var auglýst eftir þeim sem kynnu að vilja lána verk á sýninguna og voru undirtektir mjög góðar.
Mörg verk hafa verið boðin fram og er nú verið að leggja lokahönd á að skrá
þau og mynda og síðan verða valin úr verk til sýningar.
Þeir sem enn hafa ekki gefið sig fram en vildu lána verk eru beðnir að hafa samband við Lárus Ægi Guðmundsson í síma 864 7444
04.05.2011
Yfirlitssýningu á verkum eftir Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli verður haldin helgina 16. til 17. júlí 2011 og verður sýningin í skemmunni á Hvoli. Sýnd verðar málverk úr Húnavatnssýslum.
Þeir sem eiga verk eftir hana úr sýslunum og eru tilbúnir að lána okkur þau þessa helgi hafi samband við Halldóru sími 6605830 eða 4512699 eða við Kristínu sími 4512668 eða 8670582 sem fyrst.
04.05.2011
Vortónleikar Tónlistarskólans verða á Skagaströnd þriðjudaginn 3. maí kl. 17 í Hólaneskirkju. Á Blönduósi verða þeir miðvikudaginn 4. maí kl. 17 í Blönduósskirkju
Allir velkomnir.
Skólaslit verða laugardaginn 21. maí kl: 1500
04.05.2011
Aðeins tvö verkefni frá Skagaströnd hlutu styrki á vegum Menningarráðs Norðurlands vestra, en fyrri úthlutun verkefnastyrkja ráðsins fyrir árið 2011 fór fram í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þriðjudaginn 3. maí.
Menningarfélagið Spákonuarfur fékk 250.000 krónur til að gera refill – ævi Þórdísar spákonu í máli og myndum og Andrea Rose Cheatham Kasper fékk 100.000 krónur fyrir danslist; Peninsula: An exploration of isolation.
Í ár fengu 50 aðilar styrki hjá Menningarráði, samtals að fjárhæð 12,5 milljónir króna. Hæstu styrkirnir að þessu sinni námu einni milljón en þeir lægstu voru 50 þúsund krónur.
Menningarstyrkirnir fara nú lækkandi eins og sjá má af eftirfarandi:
Þann 28. október 2010 var úthlutað 17,5 milljónum króna.
Þann 22. apríl 2010 var úthlutað 15.3 milljónum króna.
Þann 7. október 2009 var úthlutað 18.3 milljónum króna.
Í ár eru þrír þættir sem skera sig úr við úthlutunina en það eru styrkir til menningartengdrar ferðaþjónustu, bókmennta og tónlistar.
Eftirtaldir aðilar fengu styrki:
1.000.000 kr. Byggðasaga Skagafjarðar, Byggðasaga Skagafjarðar 6. bindi (bókaútgáfa)
1.000.000 kr. Laxasetur Íslands, Hönnun og uppsetning sýningar
1.000.000 kr. Útsaumur í sveitinni, Vatnsdæla á refli
750.000 kr. Skotta kvikmyndafjelag ehf. Tvö verkefni: Lífið – á sjó. Þáttaröð nr. 2 og Stuttmynda- og margmiðlunarnámskeið
550.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga, Þrjú verkefni: Hannyrðakonur af Svaðastaðaætt (bókaútgáfa), Miðaldakirkjur 1000-1300 (útgáfa), Framúrskarandi fólk (sýning)
500.000 kr. Selasetur Íslands, Uppsetning sýningar í nýju húsnæði
500.000 kr. Blöndubyggð ehf. Eyvindarstofa á Blönduósi – uppsetning sýningar
500.000 kr. Raggmann ehf. Tónlistarhátíðin Gæran 2011
400.000 kr. Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps, Ábúendatal Bólstaðarhlíðarhrepps 1703-2003 (ritun)
300.000 kr. Hafíssetrið f.h. samstarfshóps safna og setra í Húnavatnssýslum
Söguleg safnahelgi innan verkefnisins, Huggulegt haust 2011
300.000 kr. Undirbúningshópur um gerð kvikmyndar , Gerð kvikmyndar um menningu, sögustaði og náttúru í Húnavatnssýslu
300.000 kr. Dægurlagakeppni á Sauðárkróki, Dægurlagakeppni í Sæluviku 2011
250.000 kr. Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga, Útgáfa ársritsins Húna á 80 ára afmæli USVH
250.000 kr. Menningarfélagið Spákonuarfur, Refill – Ævi Þórdísar spákonu í máli og myndum
250.000 kr. Sögusetur íslenska hestsins, Fjölþætt sýning á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2011
250.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks, Gamanleikritið Svefnlausi brúðguminn (leiksýning)
250.000 kr. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Fornt handverk og nýtt til eflingar atvinnustarfsemi
250.000 kr. Söngskóli Alexöndru. Upptaka og útgáfa á geisladisk, auk útgáfutónleika, með nemendum Söngskólans.
250.000 kr. Þjóðleikur á Norðurlandi. Þjóðleikur á Norðurlandi (leiklistarhátíð ungs fólks)
200.000 kr. Grettistak ses. Víkingaleikir á Grettishátíð 2011 og námskeið fyrir unglinga
200.000 kr. Sönglög á Sæluviku. Sönglög á Sæluviku (tónleikar)
200.000 kr. Barokksmiðja Hólastiftis. Barokkhátíð á Hólum 2011
200.000 kr. Jónsmessunefnd Hofsósi. Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2011
200.000 kr. Blönduósbær. Tvö verkefni: Sönglagakeppni barna og Kvöldvaka á Húnavöku 2011
150.000 kr. Alexandra Chernyshova. Ekki skamma mig, séra Tumi (bl. dagskrá)
150.000 kr. Félag myndlistarfólks í Skagafirði. Litbrigði samfélags (myndlistarsýning)
150.000 kr. Tónlistarskóli Skagafjarðar. Einu sinni var – tónleikar með lögum af vísnaplötu Gunnars Þórðarsonar
100.000 kr. Stefanía Hjördís Leifsdóttir. Það er líf í Hrútadal. Málþing til heiðurs Guðrúnu frá Lundi o.fl.
100.000 kr. Sigríður Hjaltadóttir. Með huga og hamri Jakobs H Líndals - málþing
100.000 kr. Sveitarfélagið Skagafjörður og Aura – menningarstjórnun og ráðgjöf. Skapandi smiðjur í rit- og tónlist fyrir börn í sveitum Skagafjarðar
100.000 kr. Gunnar Rögnvaldsson. Sögur úr sveitinni (bl. dagskrá)
100.000 kr. Gísli Þór Ólafsson. Næturgárun (geisladiskur)
100.000 kr. Benedikt Sigurðsson - Lafleur. Virkjum andann (bl. dagskrá)
100.000 kr. Ríkíní, félag um forna tónlist. Þriðja þing Ríkíní á Hólum í Hjaltadal 2011
100.000 kr. Reiðhöllin Svaðastaðir. Sýning gamalla vinnsluaðferða í landbúnaði á Sveitasælu 2011
100.000 kr. Andrea Rose Cheatham Kasper. Peninsula: An exploration of isolation (danslist)
100.000 kr. Multi Musica. Terra Mater - útgáfutónleikar
100.000 kr. Sönghópur Félags eldriborgara í Skagafirði. Söngskemmtun á degi aldraðra
100.000 kr. Karlakórinn Lóuþrælar. Vortónleikar 2011
100.000 kr. Karlakórinn Heimir. Tónleikar í Sæluviku 2011
100.000 kr. Samkórinn Björk og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Söngur um sumarmál (tónleikar)
100.000 kr. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls. Með hækkandi sól (bl. dagskrá)
100.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Sumarsýning 2011
100.000 kr. Töfrakonur / Magic women ehf. Ævintýri tvíburanna e. Birgittu H. Halldórsdóttur (bókaútgáfa)
100.000 kr. Pétur Jónsson. Þjóðsagan um Hvítserk (bókaútgáfa)
100.000 kr. Á Sturlungaslóð. Litabók fyrir börn um Sturlungatímann í Skagafirði (bókaútgáfa)
100.000 kr. Margrét Jóhannsdóttir. Bókin um kindurnar okkar (bókaútgáfa)
100.000 kr. Landnám Ingimundar gamla. Tvö verkefni: Myndlistarsýning Ingólfs Björgvinssonar og Tónleikar Báru Grímsdóttur á Þingeyrum sumarið 2011
50.000 kr. Maddömurnar Sauðárkróki. Sumarsýning 2011
50.000 kr. Ólafur Þ. Hallgrímsson. Vorvaka í Húnaveri til minningar um Guðmund Halldórsson rithöfund frá Bergsstöðum
03.05.2011
Föstudaginn 29. apríl fór fram stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í fjórtán ár.
Í fyrsta sæti var Sævar Óli Valdimarsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Guðrún Anna Halldórsdóttir, Höfðaskóla og í þriðja sæti var Haukur Marian Suska, Húnvallaskóla. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku 131 nemandi frá Norðurlandi vestra og Fjallabyggð þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslitakeppnina.
Af þeim voru 5 frá Áskóla, 2 frá Varmahlíðarskóla, 5 frá Höfðaskóla, 2 frá Húnavallaskóla og 1 frá Grunnskóla Húnaþings vestra.
Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni.
Fréttin er af heimasíðu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
28.04.2011
Virki þekkingarsetur býður til málþings á Gauksmýri í dag, 28. apríl 2011 kl. 13 til 17.
Dagskrá málþingsins er á þessa leið:
13:00 - 13:10 Setning Sigurbjörg Jóhannesdóttir, formaður Byggðarráðs
Húnaþings vestra
13:10 - 13:25 Stella J. A. Leví og Sæunn V. Sigvaldadóttir, Sæluostur
úr sveitinni
13:25 - 13:55 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólinn á Hólum: Ferðaþjónusta sem
bragð er að - straumar og stefnur í matarferðaþjónustu
13:55 - 14:25 Dominique Plédel. Jónsson, Slow Food: góður, hreinn og
sanngjarn matur
14:25 – 14:55 Guðmundur J. Guðmundsson, Beint frá Býli: Staða og
framtíð í sölu Beint frá býli
14:55 - 15:25 Þóra Valsdóttir, Matís: Vöruþróun og smáframleiðsla matvæla
Kaffihlé í 20 mínútur
15:45 – 16:00 Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð: Skagfirska
Matarkistan og ég.
16:00 - 16:15 Gudrun Kloes og Kristín Jóhannesdóttir, Fjöruhlaðborð og
Sviðamessa
16:15 - 16:30 Svava Lilja Magnúsdóttir, Brauð og Kökugerðin: Smábakarí
á landsbyggðinni
16:30 - 16:45 Guðmundur Helgason, Matarvirki og Kjöthornið:
Matvælavinnsla - þekking í héraði
16:45– 17:00 Pálína Fanney Skúladóttir, Spes Sveitamarkaður
Grillhlaðborð
Eftir málþingið ætlar Sveitasetrið Gauksmýri að taka forskot á sæluna og
bjóða upp á grillhlaðborð eins og það hefur verið meðundanfarin sumur
- við miklar vinsældir.
Hlaðborðið hefst kl. 18:00. Verð á mann kr. 4000,-
27.04.2011
Fatamarkaður verður haldin sunnudaginn 1. maí í húsi Rauða krossins á Skagaströnd að Vallarbraut 4.
Opið verður frá kl: 14:00 - 17:00. Einnig verða seldar vöfflur og Kaffi/djús.
Pokatilboð, fullur poki af fötum kostar 2000 kr.
Allir hvattir til að mæta og gera kjarakaup í góðum, notuðum fötum, og um leið styrkja Rauða krossinn.