13.09.2005
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í Hreppsnefnd Höfðahrepps miðvikudaginn 14. september 2005 á skrifstofu hreppsins kl 800.
Dagskrá:
1. Rekstraryfirlit sveitarsjóðs og stofnana, janúar-ágúst 2005
2. Sameining sveitarfélaga
a) Kynningarrit um sameiningu
b) Fundargerðir samstarfsnefndar
3. Bréf:
a) Fjárlaganefndar Alþingis, dags. 5. sept. 2005.
b) Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls
c) Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2005.
d) Impru nýsköpunarmiðstöðvar, dags. 25. ágúst 2005.
4. Fundargerðir:
a) Hafnarnefndar, 5. september 2005.
b) Húsnæðisnefndar,7. september 2005.
c) Skólanefndar, 29. ágúst 2005.
d) Byggingarnefndar, 12. sept. 2005.
e) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 25. ágúst 2005.
f) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 17. mars 2005.
g) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10. júní 2005.
h) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1. júlí 2005.
5. Önnur mál.
Sveitarstjóri
11.09.2005
Malbikun á höfninni hófust á laugardag og gengur ágætlega. Byrjað var á að leggja yfir gámasvæði á Miðgarði og upp að hafnarvoginni. Síðan var lagt á götuna upp með Hafnarlóð 6, mjölskemmunni. Einnig verður lagt á götu upp að leikskólanum og á plönin við Samkaup og söluskálann, þá verður lagt á stuttan kafla á Oddagötu. Auk þess verða teknir fyrir nokkrir kaflar sem gert verður við. Að undanförnu hefur verið unnið að undirabúningi malbikunar og gengið frá götum og plönum. Hefur þetta leitt til þess að aðgengi og umferð hefur truflast talsvert. Fólk hefur tekið þessum truflunum af hinu mesta jafnaðargeði og fær vonandi umbun þolinmæði sinnar þegar malbik verður komið á umrædd svæði. Reiknað er með að malbikun ljúki endanlega á mánudag.
Klæðning verður lögð á Vallarbraut og meðfram Bogabaut, Bankastræti og hluta Ránarbrautar.
10.09.2005
Nýr sparkvöllur var vígður á skólalóðinni á Skagaströnd fimmtudaginn 8. september. Eyjólfur Sverrisson fótboltakappi mætti sem fulltrúi KSÍ og hann ásamt Adolf H. Berndsen oddvita klipptu á borða sem táknrænt merki um að völlurinn væri formlega tekin í notkun. Við þetta tækifæri afhenti Eyjólfur bæði skólanum og ungmennafélaginu Fram fótbolta að gjöf til notkunar á sparkvellinum. Eftir formlegar athafnir var vígsluleikur þar sem Calle Jakobsen íþróttakennari stjórnaði yngstu nemendum skólans í líflegum sparkvallarleik. Fjöldi bæjarbúa kom og tók þátt í og fylgdist með vígslunni og einnig voru fulltrúar styrktaraðila viðstaddir en átakið er styrkt af KSÍ, Kb-Banka, VÍS og Eimskip. Hreppsnefnd Höfðahrepps bauð öllum viðstöddum upp á grillaðar pylsur og sáu hreppsnefndarmenn um grillun og afgreiðslu þeirra. Vígslan fór fram í blíðskaparveðri sem var skemmtileg tilbreyting frá ríkjandi köldum, votum og vindasömum síðsumardögum.
Grunneining sparkvallarins er gerfigras sem fyllt er með svokölluðum gúmmísandi og gefur undirlaginu mýkt. Utan um völlinn er timburveggur 120 sm hár nema til endana þar sem veggir eru hafðir hærri við mörkin. Undir vellinum er síðan snjóbræðslukerfi sem ætlað er að tryggja notkun hans allt árið. KSÍ og styrktaraðilar lögðu til gerfigrasið og útlagningu þess en sveitarfélagið stendur straum af öðrum kostnaði. Umsjón með byggingu vallarins var á höndum Ágústs Þórs Bragasonar umhverfisstjóra sveitarfélagsins og sáu starfsmenn sveitarfélagsins um hluta verksins en um byggingu undirstöðu og tréverks sá Trésmiðja Helga Gunnarssonar.
Kostnaður við byggingu vallarins liggur ekki endanlega fyrir en reiknað er með að hann verði á bilinu 8-10 milljónir króna.
07.09.2005
Þróunardeild R&A(Royal and Ancient Golf Club of St.Andrews) ákvað nú í sumar að senda til Íslands tvær flatarslátturvélar og tvær brautarslátturvélar til að styðja við uppbyggingarstarf á íslenskum golfvöllum.
Stjórn Golfsambands Íslands ákvað að auglýsa eftir þörf klúbbanna á vélum sem þessum. Sérstaklega var horft til minni klúbba sem hafa fáa félaga til að standa undir rekstri þeirra, en hafa náð að byggja upp góða velli.
Stjórn Golfsambands Íslands hefur nú ákveðið að úthluta Golfklúbb Skagastrandar flatarslátturvél og brautarslátturvél. Þessi stuðningur er mikils virði og góð viðurkenning á starfi Golfklúbbsins.
07.09.2005
Skafti Fanndal sest helst á hverjum morgni út á bekk á Hnappstaðatúni og fær sér eina pípu. Hann segir að þetta sé orðin siður hjá sér og honum líði vel þarna hjá rósunum. Reyndar segist hann helst kalla svæðið Vigdísarvelli því það hafi verið byggt upp þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti kom í heimsókn 1988. Þegar okkur bar að brostu fjallarósirnar við Skafta þarna í morgunsólinni.
26.08.2005
Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir eftir umsóknum um styrki til að stunda grunnskólakennara- eða leikskólakennaranám. Um er að ræða tvo styrki að upphæð 250 þús. hvorn á ári til einstaklinga sem stunda fullt staðnám í HÍ, KHÍ eða HA. Styrkirnir verða veittir með því skilyrði að viðkomandi einstaklingar starfi að loknu námi, jafn mörg ár og styrktímanum nemur við grunnskólann eða leikskólann á Skagaströnd.
Umsóknarfrestur er til 12. september n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 4522707
Sveitarstjóri Höfðahrepps
26.08.2005
Nýr löndunarkrani hefur verið settur upp á Skagastrandarhöfn. Kranin sem er frá Framtak hf. er af gerðinni HMC 66 og er lyftigeta hans 1000 kg x 7 metrar. Upphaflega átti að setja kranan upp í júní-júlí en uppsetning tafðist vegna viðgerða á stálþilskantinum sem hann stendur á. Þegar tekið var gat í bryggjuna til að leggja raflagnir kom í ljós að gat var á stálþilinu og hafði skolað undan þekjunni á 25 fm svæði. Þurfti því að fá kafara með sérstakan útbúnað til að gera við stálþilið utan frá og steypa síðan styrkingar innan við þilið.
Kranin er nú loksins kominn upp og er honum ætlað að svara eftirspurn við löndun þar sem mikið hefur verið af handfæra og línubátum í sumar eins og undanfarin ár.
19.08.2005
Fréttatilkynning frá Landsbankanum
18. ágúst 2005
Rebekka Maren Þórarinsdóttir var einn af fyrstu viðskiptavinum Landsbankans á Skagaströnd til að fá í hendur greiðslukort með persónulegu útliti, svokallað Mitt kort. Rebekka notaði mynd af sér á kortið sitt sem hún fékk afhent í útibúi Landsbankans á dögunum. Það er því ljóst að verslunarmenn mega eiga von á fjölbreyttum og skemmtilegum greiðslukortum því alls hafa um tvö þúsund viðskiptavinir Landsbankans um land allt hannað sín eigin greiðslukort og eru þau óðum að komast í umferð.
Æ fleiri nýta sér þann möguleika að setja eigin myndir á kort sín, til dæmis af börnum, maka, áhugamálum og gæludýrum. Einnig má velja úr sérstöku myndasafni bankans, þar sem meðal annars er að finna merki félaga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu.
Allir viðskiptavinir Landsbankans geta fengið Mitt kort, bæði debet og kredit, án endurgjalds fyrst um sinn. Hönnun og umsókn kortanna fer fram á netinu (www.landsbanki.is) og er afgreiðslutíminn aðeins örfáir dagar.
15.08.2005
Björgunarskipið Húnabjörg á Skagaströnd sótti togarann Hegranes til Eskifjarðar og dró hann til Sauðárkróks en vél togarans bilaði þegar hann var á veiðum út af Austfjörðum. Hegranes SK er ísfisktogari í eigu Fisk Seafood og hefur aðallega veitt fyrir fiskvinnsluna á Sauðárkróki.
Björgunarskipið Húnabjörg reyndist mjög vel í túrnum sem tók rúma tvo sólarhringa og er lengsti leiðangur þess hingað til. Komu skipin til hafnar á Sauðárkróki um kl 20 í gærkvöldi. Skipstjóri á Húnabjörgu var Guðmundur Henry Stefánsson.
12.08.2005
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í Hreppsnefnd Höfðahrepps mánudaginn 15. ágúst 2005 á skrifstofu hreppsins kl 1700.
Dagskrá:
1. Hafnarreglugerð fyrir Skagastrandarhöfn
2. Sparkvöllur
3. Skipulagsmál:
a) Deiliskipulag fyrir Hólaberg
b) Svæðisskipulag Norðurlandsskóga
4. Bréf:
a) Finnboga Guðmundssonar, dags. 8. ágúst 2005.
b) Sjávarútvegsráðuneytisins, dags. 5. ágúst 2005.
c) Pjaxa, bókaútgáfu, dags. í ágúst 2005.
d) Sjálfsbjargar, dags. 8. júlí 2005.
e) Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Bl.ósi, dags. 28. júlí 2005
5. Fundargerðir:
a) Húsnæðisnefndar, 10. ágúst 2005.
b) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 3. ágúst 2005.
6. Önnur mál.
Sveitarstjóri