Stofnfundur Nes-listamiðstöðvar

Stofnfundur Nes listamiðstöðvar ehf verður haldinn í Bjarmanesi á Skagaströnd fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 17.00 Verkefni fundarins er að samþykkja stofnsamning og samþykktir fyrir félagið og kjósa stjórn og endurskoðanda. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að taka þátt í stofnun Nes – listamiðstöðvar með hlutafjárframlagi eru velkomnir á fundinn. Sveitarstjórn Skagastrandar

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 4. mars 2008 á skrifstofu hreppsins kl 800. Dagskrá: 1. Nes listamiðstöð efh. 2. Aukaársþing SSNV. 3. Tillaga að endurnýjun samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Skagaströnd. 4. Tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðagjald. 5. Bréf: a) H-59 ehf, dags. 14. febrúar 2008. b) KSNV, dags. 26. febrúar 2008. c) Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. febrúar 2008. d) Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dags. 25. febrúar 2008. e) Valdimars Guðmannssonar, dags. 11. febrúar 2008. 6. Fundargerðir a) Vinnufundar vegna aðalskipulags sveitarfélagsins, 20.02.2008. b) Stjórnar SSNV, 12.02.2008. c) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22.02.2008. 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Hvítir kastalar

Þótt fremur snjólétt hafi verið að undanförnu hafa þó komið stöku skaflar og einnig hlaðist upp ruðningar með götum. Í einum slíkum skafli á horni Sólarvegar og Bogabrautar hefur hópur barna komið sér upp snjókastala. Bæði stór og smá leika þau sér saman og gefa sér vart tíma til að koma heim til að fá sér eitthvað í svanginn. Sum hafa reyndar dregið björg í bú og komið með drykki, kex, snakk og lummur svo eitthvað sé nefnt. Yndislegt líf í hvítum köstulum. Myndir: Signý Richter

Skemmtileg frétt

Filuren leikhúsið í Musikhuset í Aarhus hefur frumsýnt barnaleikritið Valhal 22 stuen t.v. Þar er í einu aðalhlutverkinu Skagstrendingurinn Laufey Sunna Guðlaugsdóttir. Leikritið er skemmtileg blanda af norrænu og grísku goðafræðinni auk nútímans með sitt einelti og kynþáttahatur. Þess má einnig geta að Laufey Sunna situr í borgastjórn Aarhusborgar fyrir hönd ungs fólks.

Auglýst eftir umsóknum í menningarstyrki

Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á sviði menningarmála vegna ársins 2008 (fyrri úthlutun). Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa tvær úthlutanir á árinu 2008, með umsóknarfrestum til og með 15. mars og 15. september. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur 2008, menningarsamninginn og stefnumótun í menningarmálum á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Skilyrði er að viðkomandi sýni fram á mótframlag. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Nýsköpun á sviði lista, menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu. · Efling atvinnustarfsemi, þekkingar og fræðslu á sviði menningar og lista. · Þátttaka eldri borgara í listsköpun og menningarviðburðum. · Skapandi starf fyrir börn og unglinga. · Aukin þátttaka ungra listamanna frá Norðurlandi vestra í menningarstarfi. · Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Með umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Bjarmanesi, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 15. mars 2008. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is. Menningarráð Norðurlands vestra.

Húnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu

Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd. Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna. Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun: Stofa Höllu og Eyvindar Viðskiptahugmynd Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla- Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu. Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn Viðskiptahugmynd Sigríðar Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. Úr hreiðri í sæng Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. Rjúpnarækt ehf. Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd Hjá Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. Spákonuarfur Viðskiptahugmynd Dagnýjar Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu. Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdfHúnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd. Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna. Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun: Stofa Höllu og Eyvindar Viðskiptahugmynd Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla- Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu. Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn Viðskiptahugmynd Sigríðar Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. Úr hreiðri í sæng Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. Rjúpnarækt ehf. Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd Hjá Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. Spákonuarfur Viðskiptahugmynd Dagnýjar Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu. Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdf Heimild: www.huni.is

Næsti fundur hreppsnefndar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 13. febrúar 2008 á skrifstofu hreppsins kl 800. Dagskrá: Tillögur til NV-nefndar Bréf: a) SSNV, dags. 10. janúar 2008. b) Ritstjóra Feykis, dags. 25. janúar 2008. c) Framkvæmdastjóra SSNV, dags. 28. janúar 2008. d) Kjalar, stéttarfélags, dags. 14. janúar 2008. e) Ungmennafélags Íslands, dags. 15. janúar 2008. f) Menntamálaráðuneytis, dags. 23. janúar 2008. g) Norðurlandsskóga, dags. 23. janúar 2008. h) Smábátafélagsins Skalla, dags. 18. janúar 2008. i) Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dags. 18. janúar 2008. j) Óbyggðanefndar, dags. 2. janúar 2008. Fundargerðir a) Skipulags- og byggingarnefndar, 11.02.2008 b) Stjórnar Félagsþjónustu A-Hún, 20.12.2008. c) Menningarráðs Nl. vestra, 24.01.2008. d) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 29.01.2008. e) Samráðshóps um verkefni héraðsnefndar, 29.10.2008. f) Samráðshóps um verkefni héraðsnefndar, 29.11.2008. g) Héraðsnefndar A-Hún, 3.10.2008. h) Héraðsnefndar A-Hún, 20.12.2008. i) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18.01.2008. j) Stjórnar SSNV, 8.01.2008. Önnur mál Sveitarstjóri

BioPol ehf. á Skagaströnd og Selasetur Íslands á Hvammstanga skrifa undir samstarfssamning

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Selaseturs Íslands og BioPol ehf Sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd um rannsóknir á sviði sjávarlíffræði, og sjávarlíftækni með sérstakri áherslu m.t.t. líffræði og lifnaðarhátta sela. Selasetur Íslands og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd hafa ákveðið að leggja saman krafta sína hvað varðar rannsóknir er snúa að líffræði og lifnaðarháttum sela. Samstarfssamningur því til staðfestingar var undirritaður fimmtudaginn 7. febrúar. Meginmarkmið samningsins er að efla með rannsóknasamstarfi, þekkingu á sviði sjávarlíftækni og sjávarlíffræði með sérstakri áherslu á líffræði og lifnaðarhætti sela við strendur Íslands. Sérstaklega er í því ljósi horft til rannsókna á strandsvæðum við Húnaflóa. Að undanförnu hafa BioPol ehf og Selasetur á Hvammstanga unnið að því að kanna möguleika fyrirtækjanna til samstarfs á sviði rannsókna. Markmið fyrirtækjanna er að skilgreina og fjármagna sameiginlega ný rannsóknaverkefni er snúa að líffræði og lifnaðarháttum sela. Í þessu sambandi verður horft til rannsóknasjóða bæði innanlands og erlendis. BioPol ehf. var stofnað í júlí 2007 og er markmiðið að stunda rannsóknir á lífríki sjávar, m.a. í Húnaflóa, rannsóknum í líftækni, nýsköpun og markaðssetningu á afurðum líftækni úr sjávarlífverum og fræðsla á þessum sviðum. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hefur að markmiðið að draga saman og varðveita vitneskju um seli og önnur sjávarspendýr, veita fræðslu um seli og nánasta umhverfi hans og standa fyrir margvíslegum rannsóknum og fræðastarfi. Samstarfssamningurinn var undirritaður í Selasetrinu á Hvammstanga þann 7. febrúar síðastliðinn. Samninginn undirrituðu fyrir hönd Selaseturs, Pétur Jónsson framkvæmdastjóri, en fyrir BioPol ehf. Halldór G. Ólafsson framkvæmdastjóri. Frekari upplýsingar gefa: Halldór Ólafsson framkvæmdstjóri BioPol ehf S. 452-2977, 896-7977 Pétur Jónsson Framkvæmdastjóri Selaseturs S: 451-2345, 898-5233

Nýr matslisti Gerd Strand

Nýr matslisti Gerd Strand til að meta færni sjö ára skólanemenda er nú komin út á vegum fræðsluskrifstofu Austur Húnavatnssýslu. Hefur verið unnið að gerð listans í þrjú ár af sérkennurum í húnvetnskum skólum ásamt fræðslustjóra A-Hún. Listinn er byggður upp af safni spurninga úr helstu færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á nám og líðan nemenda í grunnskólum. Það eru sérkennararnir Gréta Björnsdóttir, Guðbjörg I. Guðmundsdóttir og Helga Ó. Aradóttir sem unnið hafa listann ásamt þeim Sigríði B. Aadnegard leik- og grunnskólakennara og Guðjóni Ólafssyni sérkennslufræðingi og fræðslustjóra sem stýrði verkinu. Að sögn höfundanna er hér komið tæki sem stuðlar að enn faglegri og markvissari vinnubrögðum í grunnskólum. Matslistinn veitir foreldrum og kennurum mikilvægar upplýsingar um stöðu nemandans í ákveðnum færni – og getuþáttum. Þær upplýsingar auðvelda síðan fagfólki skólanna að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda á réttum forsendum. Matslistinn byggir á níu spurningaflokkum sem allir hafa mikla þýðingu í sambandi við nám og skólagöngu sjö ára barna. Spurningaflokkarnir varða: málþroska, eftirtekt/einbeitingu, fljótfærni/hvatvísi, virkni, samskipti, fín-og grófhreyfingar, sértæka erfiðleika, tilfinningar og líðan og almennan skilning og þekkingu. Allt eru þetta flokkar sem mikilvægt er fyrir kennara og foreldra að hafa sem réttasta mynd af til að nám og líðan viðkomandi nemanda verði sem best. Þróunarsjóður grunnskóla veitti tvisvar styrki til að matslistinn gæti orðið að veruleika auk þess sem húnvetnsku skólarnir veittu liðsinni sitt með vinnuframlagi kennara sinna. Listinn hefur verið þaulprófaður og hefur hann staðist allar prófanir og því má fullyrða að hann mæli rétt og vel það sem honum er ætlað og gefi því áreiðanlegar upplýsingar. Einnig hafa sérfræðingar eins og sálfræðingar, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi og aðrir á hinum ýmsu sviðum lagt höfundunum lið. Þessi nýji matslisti Gerd Strand hefur verið kynntur á nokkrum stöðum fyrir fagfólki og er það samdóma álit þess fólks að hér sé um að ræða kærkomið hjálpartæki fyrir grunnskólana. Þannig hefur þegar verið ákveðið að taka listann í notkun í grunnskólum Hafnafjarðar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar strax og hann kæmi út í endanlegri útgáfu. Matslista Gerd Strand fyrir sjö ára nemendur í grunnskóla geta áhugasamir nálgast hjá skrifstofu Héraðsnefndar A-Hún á Blönduósi.

Norðvestlendingur ársins 2007

Börnin á Skagaströnd Feykir í samstarfi við Húnahornið og Skagafjörð.com stóð á dögunum fyrir kosningum um það hvaða einstaklingur eða hópur væri að þeirra mati Norðvestlendingur ársins 2007. Þegar búið var að taka saman tölvupóstkosningu og netkosningu á miðlunum báðum stóðu börnin á Skagaströnd uppi sem sigurvegarar. Í öðru sæti varð Þórarinn Eymundsson hestamaður í Skagafirði og þriðji varð Björn Þór Kristjánsson, ferðaþjónustuaðili í Austur Húnavatnssýslu. Feyki var boðið í félagsheimilið á Skagaströnd síðast liðinn föstudag en þar var sveitarstjórinn að afhenda nemendum 6. bekkjar greiðslu fyrir vinaarmbönd sem börnin höfðu hnýtt handa bæjarbúum. Launin, 25 þúsund krónur, gengu til Rauða kross Íslands og munu verða nýtt í barnahjálp. Því næst hélt skólastjórinn yfir þeim tölu og sagði börnunum litla sögu frá því er hún þar sem hún var stödd í kennslustund í fjarnámi sínu á Akureyri, fékk fréttirnar af því að börnin hennar á Skagaströnd hefðu verið tilnefnd sem Norðvestlendingar ársins. Sagði Hildur að bara það að vera útnefndur væri mikill heiður fyrir þau og hún væri svo sannarlega stolt af þeim. Þakið ætlaði síðan af húsinu er börnunum var tilkynnt að þau hefðu með þeirra orðalagi “rústað” keppninni og væru Norðvestlendingar ársins 2007. Flottir krakkar Hildur Ingólfsdóttir, skólastjóri Höfðaskóla var að vonum stolt af sínum börnum og sagði að það hefði komið sér þægilega á óvart að einhver annar en heimamenn hefði tekið eftir afrekum krakkanna. –Þau eru mjög dugleg þessi hópur og samhent. Það er líka gaman að segja frá því að þegar það er eitthvað sem þeim mislíkar hér í skólanum eru þau dugleg að safna undirskriftum til þess að fá því breytt. Við reynum þá að hlusta á þau og koma til móts við þau og þannig höfum við náð að vinna vel saman. Eins lögðu krakkarnir sem tóku þátt í Reyklaus í fyrra, mikið á sig og var verkefni þeirra stórglæsilegt og engin heppni að þau unnu þá keppni heldur var það verð skuldað, segir stoltur skólastjóri. Í sama streng tekur sveitarstjórinn sem segir að börnin séu dugleg að koma til sín og ræða málin og benda á hvað þeim þyki að betur mætti fara. Það er ekki af ástæðulausu sem börnin á Skagaströnd voru tilnefnd sem Norðvestlendingar ársins enda komust þau ósjaldan í fréttirnar síðasta árið fyrir afrek sín. Afrek sem verðskuldað veittu þeim titilinn Norðvestlendingur ársins. Afrekaskráin Fyrsta afrek þeirra sem til er tekið, var þegar hópur úr skólanum tók þátt í Skólahreysti sem er keppni milli grunnskóla landsins og fer þannig fram að 4 keppendur koma frá hverjum skóla og etja kappi í 5 greinum sem tengjast þoli, styrk og snerpu. Hér má sjá hluta úr frétt frá því snemma á árinu – Í undankeppninni s.l. fimmtudag tóku alls 9 skólar víðsvegar að frá Norðurlandi þátt. Keppnin var æsispennandi allan tímann, ekki bara inni á vellinum heldur líka í áhorfendastúkunni og létu nemendur Höfðaskóla ekki sitt eftir liggja þar, frekar en í keppninni sjálfri. Keppendur Höfðaskóla þau Ingimar Vignisson, Patrik Snær Bjarnason, Silfá Sjöfn Árnadóttir og Sólrún Ágústa stóðu sig mjög vel og hafnaði liðið í 3. sæti, á eftir Borgarhólsskóla frá Húsavík sem varð í 2. sæti og Grunnskóla Siglufjarðar sem sigraði þessa umferð. Glæsilegur árangur hjá keppendum Höfðaskóla og eiga þau og þjálfari þeirra, Helena Bjarndís Bjarnadóttir íþróttakennari hrós skilið. Liðið lagði mikið á sig og æfði vel fyrir keppnina, fór m.a. í æfingaferð í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem finna má útihreystibraut sem hentaði vel til æfinga fyrir Skólahreystina. Annað afrek krakkanna var þegar þau tóku þátt í keppninni Reyklaus sem er Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. – 8. bekkja. Að launum hlutu þau Danmerkurferð fyrir bekkinn. Sýnum brot úr gamalli frétt. -Til að eiga möguleika á að vinna til fyrstu verðlauna þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Nánari útfærsla var ekki tilgreind til að þrengja ekki hugmyndir að verkefnum. Í ár, eins og áður, bárust mjög mörg vel unnin verkefni og var þriggja manna dómnefnd vandi á höndum að velja sigurvegara. Alls bárust 90 lokaverkefni og voru mörg frábærlega unnin, bæði hvað varðar hugmyndir og útfærslu. Verkefni 8. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd var mjög viðamikið og er greinilegtað bæði var lagður mikill metnaður og heilmikið starf í alla þætti þess. Gaman er að er geta þess að Höfðaskóli hefur áður hlotið fyrstu verðlaun í þessari samkeppni, en það var fyrir 6 árum síðan. Eitthvað þótti krökkunum á Skagaströnd lítið til sundlaugar staðarins koma og tóku nokkrir krakkar sig til og söfnuðu undirskriftum þar sem óskað var eftir því að byggð yrði ný sundlaug í bænum. Gengu þau á milli húsa, kynntu sinn málstað og söfnuðu undirskriftum sem síðan voru afhentar sveitarstjórn. Sem í framhaldinu samþykkt að athuga kostnað við að byggja nýja sundlaug. Á haustdögum komu nemendur í 6. bekk Höfðaskóla til fundar við sveitarstjórann. Erindi krakkanna var það að þau ætluðu að hnýta vinaarmbönd handa öllum bæjarbúum. Báðu þau sveitarstjóra um að kaupa af sér armböndin en ágóðinn átti að renna til Rauða kross Íslands. Síðast en ekki síst björguðu þau horaða jólatrénu. Forsaga þess máls var að þegar kveikt var á jólatré bæjarbúa í miðbænum kom í ljós að tréð sem keypt hafði verið þetta árið þótti ákaflega rýrt. Létu bæjarbúar óánægju sína í ljós og var ákveðið að skipta því út fyrir fallegra tré. Ekki fannst börnunum þetta vera í anda jólanna og stóðu fyrir undirskriftasöfnun trénu til bjargar auk þess að standa vörð um tréð. Það varð því úr að nýja “flotta” tréð fór upp í miðbænum en hið rýra var sett upp við kirkjuna. Heimild: Feykir Myndir:ÁGI