24.01.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 26. janúar 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Þriggja ára áætlun
2. Sorphirðing og eyðing .
a) Minnisblað um sorpeyðingu.
b) Breytingar á samningi um sorphirðu
3. Tillaga að samþykkt um umgengni og þrifnað
4. Byggðakvóti, tillaga að skilyrðum fyrir úthlutun
5. Reglur um stuðning við nemendur í framhaldsnámi
6. Bréf:
a) Lánasjóðs sveitarfélag, dags. 15. desember 2010
b) Varasjóðs húsnæðismála, dags. 21. desember 2010
c) Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 30. desember 2010.
d) Velferðarráðuneytisins, dags. 3. janúar 2011
7. Fundargerðir:
a) Fræðslunefndar, 19.01.2011
b) Stjórnar SSNV, 11.01.2011
c) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 11.01.2011
8. Önnur mál
Sveitarstjóri
21.01.2011
Vegna ítrekaðra áskorana hefur verið ákveðið að framlengja skil í könnun um aukna þjónustu Símans. Svarseðlar þurfa nú að hafa borist á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. janúar.
Hafi svarseðlar glatast er hægt að fá þá á skrifstofunni.
Þeir sem eiga eftir að skila svörum sínum eru eindregið hvattir til að gera það.
21.01.2011
Í dag verður urðunarstaðurinn Stekkjarvík tekin í notkun en þar verður tekið við sorpi til urðunar af Norðurlandi vestra og af Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta eru því mikil tímamót fyrr íbúa á þessum landsvæðum.
Byggðasamlagið Norðurá stendur að verkefninu en það er í eigu sex sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Fyrirtækið hefur gert samning um sorpförgun við Flokkun Eyjafjörður ehf. en hann er ein af forsendum fyrir uppbyggingu í Stekkjarvík.
Stekkjarvík er skammt norðan við Blönduós, í landi Sölvabakka. Þar hófst vinna við skipulag og umhverfismat árið 2009 og hefur síðan verið unnið að undirbúningi.
Staðhættir
Helstu jarðfræðilegu kostir Stekkjarvíkur fyrir urðunarstað af þessari stærðargráðu eru að þykkur malarbunki liggur þar á hörðu leirlagi og þétt basaltklöpp undir. Við þessar aðstæður er hægt að tryggja söfnun á sigvatni þar sem leirlagið nýtist í botnþéttingu. Vatnsauðlindum er ekki ógnað því svæðið er tiltölulega þurrt og grunnvatn rennur í átt til sjávar en ekki í aðra og viðkvæmari viðtaka.
Sjónræn áhrif eru takmörkuð því urðun fer fram neðan núverandi landyfirborðs og en auðvitað er uppgröfturinn sjáanlegur. Hljóðmengun er í lágmarki og engar fornleifar innan svæðisins. Hvorki sjaldgæfar plöntur né dýr á válista verða fyrir áhrifum.
Magntölur
Lóð urðunarsvæðisins er 30 ha en fyrsti áfangi urðunarhólfs er 2,7 ha. Samtals verða um 6 ha teknir undir urðunarhólf í fjórum áföngum. Hólfið er 20 m djúpt og útgrafið jarðefni í 1. áfanga er 390.000 m3. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi endist í allt að sex ár en næstu áfangar hlutfallslega betur þar sem miðja hólfsins, sem verður fyllt upp í lokin, er hluti af fyrsta áfanga.
Þjónustuhús er um 65 m2 og þjónustuplan við það 1.200 m2. Bílvog er 18,3 m og miðast við allt að 100 tonn.
Mengunarvarnir
Urðunarhólfið uppfyllir að öllu leyti umhverfis- og mengunarvarnarkröfur. Það er klætt innan með sérstökum þéttidúk úr leirefni sem varnar því að sigvatn fari út í grunnvatn. Í botninum er lagna- kerfi þar sem 600 m af götuðum lögnum veita öllu vatni inn í hreinsistöð sem er með sand- og olíuskilju og fellitönkum. Sýni verða tekin reglulega til að fylgjast með og skrá efnainnihald.
Kostnaður
Heildarkostnaður við verkið er orðinn tæpar 360 milljónir króna með vsk. Þar af er kostnaður við gerð urðunarhólfsins um 230 milljónir og bygging og frágangur húss og vogar um 37 milljónir. Kostnaður við forkannanir, umhverfismat, hönnun, rannsóknir, eftirlit og leyfisgjöld er um 70 milljónir og vélar og búnaður eru um 14,5 milljónir.
Verkefnið hefur verið fjármagnað með lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga sem verður endurgreitt á 13 árum.
Áætlaður rekstur
Vinnu við mannvirki urðunarstaðarins er lokið og rekstur hafinn. Gert er ráð fyrir að sorpmóttaka verði opin alla virka daga. Ekki er ætlast til að einstaklingar komi með sorp til urðunar heldur nýti sér næstu móttöku- eða flokkunarstöðvar sorps. Viðskiptavinir Norðurár bs. verða því fyrst og fremst rekstraraðilar móttökustöðvanna og aðrir stærri úrgangslosendur.
Umhverfisávinningur
Með opnun urðunarstaðar í Stekkjarvík verður fjórum urðunarstöðum á Norðurlandi lokað en það eru Draugagil við Blönduós, Neðri-Harra- staðir við Skagaströnd, Skarðsmóar við Sauðárkrók og Glerárdalur við Akureyri.
Akstursfjarlægðir aukast en frá Stekkjarvík eru 6 km til Blönduóss, 17 km til Skagastrandar 40 km til Sauðárkróks og 155 km til Akureyrar. Á móti koma ýmsir kostir sem auka bæði hagkvæmni og umhverfis- ávinning. Norðurá bs. mun áfram stuðla að aukinni flokkun úrgangs, endurvinnslu og bættri meðhöndlun hans.
21.01.2011
Síðasti skiladagur könnunar um aukna þjónustu Símans er í dag. Nemendur úr tíunda bekk Höfðaskóla gengu í hús í gærkvöldi og miðvikudagskvöldið og söfnuðu saman miðum. Ekki náðist í alla og þeir sem enn eiga eftir að skila geta gert það á skrifstofu sveitarfélagsins fram til klukkan 16 í dag.
Fólk er hvatt til að taka þátt í könnuninni enda verða niðurstöðurnar notaðar til að knýja á um að Skagstrendingar fái notið sömu þjónustu og flestum öðrum landsmönnum stendur til boða.
Miðað er við að hvert heimili skili einum seðli.
21.01.2011
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 70/2007 og reglum nr. 60/2008.
Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2011 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er fjalla um mannréttindafræðslu og lýðræðislega þátttöku ungmenna í samfélaginu svo og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:
Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
Nýjungar og þróunarverkefni.
Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hvorki er heimilt að styrkja árvissa né fasta viðburði í félagsstarfi svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði né ferðir hópa.
Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr Æskulýðssjóði að fengnum tillögum stjórnar Æskulýðssjóðs.
Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember og er umsóknarfrestur auglýstur hverju sinni.
Í umsókn til Æskulýðssjóðs skulu koma fram upplýsingar um:
nafn æskulýðsfélags eða æskulýðssamtaka
nafn og heimilisfang umsækjanda
heiti, lýsing og markmið verkefnis, ásamt kostnaðar- og tímaáætlun
áætlaðan fjölda þátttakenda
samstarfsaðila eftir því sem við á
kennitölu og númer bankareiknings þess er styrkurinn á að leggjast inn á ef viðkomandi hefur fengið úthlutað styrk.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins á vefslóðinni https://umsokn.stjr.is/.
Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.is.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2011.
20.01.2011
Markaðsskrifstofa ferðamála hefur boðað til ráðstefnu til að ræða ímynd Norðurlands. Hún verður haldin þann 28. febrúar og stendur frá kl. 9 til 16:30. Allir eru velkomnir.
Megintilgangur og markmið ráðstefnunnar er ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta.
Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um möguleika á beinu millilandaflugi inn á Norðurland utan háannar og áhrif þess á atvinnulífið, ferðaþjónustuna og samfélagið.
Nýjar áherslur í markaðssetningu svæðisins
Beint millilandaflug til Akureyrar
Markaðssetning utan háannar
Markaðssetning í Bretlandi
Reynslan frá Lapplandi
Erum við tilbúin?
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja, fulltrúar frá sveitarfélögunum, bæjar- og sveitarstjórar á Norðurlandi, fulltrúar Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Iðnaðar- og ferðamálaráðuneyti, Ferðamálaráð, Samtök Ferðaþjónustunnar, flugfélögin, rannsóknarstofnanir, háskólafólk, fulltrúar frá atvinnulífinu, verslunarfólk, bændur, matvælaframleiðendur, og allir þeir sem áhuga hafa á málefninu og vilja leggja sitt að mörkum til eflingar íslenskri ferðaþjónustu.
Þátttökugjald er 3.000 kr. Innifalið: morgunkaffi - hádegisverður- síðdegiskaffi.
Samstarfsfyrirtæki MFN og háskólanemar greiða hálft þáttökugjald.
Skráning á ráðstefnuna er hjá Maríu Axfjörð á skrifstofu MFN: maria@nordurland.is
20.01.2011
Vinnumálastofnun og Velferðarráðuneyti hafa auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsókna. Skilyrði er að verkefnið eða hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum:
Sé í eigu konu og stjórnað af konu
Feli í sér nýnæmi eða nýsköpun
Feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
Hugmyndin sé vel útfærð
Veittir eru styrkir til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar.
Ennfremur geta konur, sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og ætla að stofna fyrirtæki eða hafa stofnað það, sótt um styrk.
Heildarfjárhæð styrkja nema 30 milljónum króna og er hámarksstyrkur til eins verkefnis tvær milljónir króna. Ekki eru veittir lægri styrkir en 300 þúsund krónur.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk. og á að sækja um styrk á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
17.01.2011
Íbúar á Skagaströnd hafa fengið senda heim til sín skoðanakönnun sem sveitarfélagið stendur fyrir. Ástæðan fyrir henni er að ADSL stöð Símans á Skagaströnd ræður ekki við nægan gagnaflutning svo hægt sé að bjóða upp á aðgang að Sjónvarpi Símans og hraðara Internet.
Fulltrúar sveitarstjórnar hafa rætt við forstjóra Símans og óskað eftir breytingum. Niðurstaðan var sú að kanna hversu margir bæjarbúar myndu nýta sér aukna þjónustu.
Ástæða þykir að kanna áhuga bæjarbúa fyrir aukinni þjónustu áður en rætt verður frekar við forráðamenn Símans.
Bæjarbúar eru nú hvattir til að taka þátt í könnuninni og segja hug sinn, hvort þeir myndu nýta sér þá þjónustu sem lýst er í skoðanakönnuninni og á heimasíðu Símans eða ekki.
Nemendur í 10. bekk Höfðaskóla munu ganga í hús miðvikudaginn 19. og fimmudaginn 20. janúar og safna saman seðlunum.
Einnig er hægt að skila seðlum á skrifstofu sveitarfélagsins til kl. 16. föstudaginn 21. janúar næst komandi.
Sýni niðurstöður könnunarinnar mikinn áhuga verða þær notaðar til að knýja á um að Skagstrendingar fái notið sömu þjónustu og flestir aðrir landsmenn.
Miðað er við að hvert heimili eða fjölskylda skili aðeins einum seðli.
17.01.2011
Meðalfjarlægð tungls og jarðar er 384.403 km og skiptir litlu hvort staðið er við fjöruborð á Skagaströnd eða efst á Spákonufelli, sem þó er 639 m hærra. Engu mætti ætla að sá sem hefði á laugardaginn verið á þessum slóðum væri í seilingarfjarlægð frá tunglinu. Það er nú í fjórða kvartil. Gott er að tvísmella á myndina, hún nýtur sín ekki nema í góðri stærð.
Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u.þ.b. einum mánuði og á hverri klukkustund færist það miðað við fastastjörnunar, um 0,5° á himinhvelfingunni, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn sýndarþvermáli þess. Tunglmyrkvi verður þegar tunglið fer inn í alskugga jarðar, þ.a jörðin skyggir á sólu frá tunglinu séð.
Sólin skín ávallt á helming tunglsins (nema í tunglmyrkvum) og þess vegna sjáum við aðeins þann hluta tunglsins. Þegar talað er um fullt tungl þýðir það að sólin skín akkúrat á þann helming tunglsins sem við sjáum frá jörðinni. Þegar sólin skín á hina hliðina er talað um nýtt tungl.
Fyrsta kvartil er þegar tunglið er að vaxa, en er ekki orðið hálft. Á öðru kvartili er það einnig vaxandi, en þá er það meira en hálft. Ef tunglið er á þriðja kvartili þýðir það að það er byrjað að minnka, en komið niður í að verða hálft tungl og loks þegar tunglið er á fjórða kvartili er það orðið minna, en helmingurinn sem lýsir og minnkar.
Sjá nánar á vefsíðunni http://is.wikipedia.org./wiki/Tunglið.
17.01.2011
Ertu með góða ferðasögu, smásögu, fróðleik, kveðskap …….? Við viljum minna á að almennt efni í næstu Húnavöku þarf að berast til ritnefndar sem fyrst og eigi síðar en 10. febrúar. Fréttir og fréttatengt efni um liðið ár komi fyrir 15. febrúar.
Ritnefnd Húnavökurits
Einar Kolbeinsson, ek@emax.is
Ingibergur Guðmundsson, ig@simnet.is
Jóhann Guðmundsson, holtsvinadal@emax.is
Magnús B. Jónsson, magnus@skagastrond.is
Páll Ingþór Kristinsson, pallingthor@simnet.is
Unnar Agnarsson, unnara@visir.is