28.12.2018
Sveitarfélagið Skagaströnd óskum íbúum sínum og landsmönnum öllum, farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
28.12.2018
Rafmagnsnotendur á Skagaströnd og Skaga að vestanverðu að Hrauni
Á morgun laugardag 29.12.2018 frá kl 07:30 til kl 15:00 verða varaaflsvélar keyrðar til rafmagnsframleiðslu á Skagaströnd og á Skaga að vestanverðu að Hrauni.
Ekki er reiknað með rafmagnstruflunum vegna þessa.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
27.12.2018
Skrifstofa sveitarfélagsins Skagastrandar verður lokuð föstudaginn 28. desember 2018.
Áramótakveðjur
Starfsfólk
21.12.2018
Gleðileg Jól
Jólin eru tími samveru og fjölskyldunnar. Kirkjugarðurinn er einn af
þessum stöðum sem við heimsækjum fyrir eða um jólin til að minnast
þeirra sem áður nutu jólanna með okkur og gerðu þau yndisleg.
Við treystum því að þau séu hjá okkur um jólin og njóti þeirra með
okkur þó þau séu horfin yfir á annað tilverustig.
Ljósmyndasafnið óskar öllum Skagstrendingum og öðrum velunnurum
gleðilegra jóla og hamingjuríks komandi árs.
17.12.2018
Um þessar mundir er verið að setja upp nýtt orgel í Hólaneskirkju.
Orgelið er smíðað í Þýskalandi og er af gerðinni AHLBORN ORGANUM III.
Það er innflytjandi orgelsins Sverrir Guðmundsson organisti og rafeindavirki sem annast það verk.
Orgelið verður vígt við messu á aðfangadagskvöld kl. 23:00
17.12.2018
Hólaneskirkja 24. desember
Aðfangadagur jóla
Miðnæturmessa kl. 23.00
Í hátíðarmessunni verður nýtt orgel vígt.Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar og sungnir verða jólasálmar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Hofskirkja 25. desember - Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00
Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar og sungnir verða jólasálmar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Bólstaðarhlíðarkirkja 27. desember - Þriðji dagur jóla
Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00
Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju syngur jólasálma við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Nemendur í Tónlistarskóla A-Hún. leika á hljóðfæri. Dögun Einarsdóttir á klarinett og Hugrún Lilja Pétursdóttir á orgel.
Jólaball verður í Húnaveri strax eftir messu.
Hólaneskirkja 31. desember gamlársdagur kl. 14.00
Hátíðarstund um áramót með samsöng fyrir allar kynslóðir.
Guð að gefi þér gleðiríka jólahátíð og blessunarríkt nýtt ár.
Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur. Fésbók: Skagastrandarprestakall.
17.12.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 18. desember 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 17.00.
Dagskrá:
Álagningastuðlar útsvars og fasteignagjalda 2019
Fjárhagsáætlun 2019 (seinni umræða)
Félags- og skólaþjónusta A-Hún
Fundargerð stjórnar
Fjárhagsáætlun 2019
Kjarasamningsumboð
Bréf
Sambands Austur Húnvetnskra kvenna, 16. nóvember 2018
Stofnunar Árna Magnússonar, dags. 27. nóvember 2018
Fundargerðir
Stjórnar SSNV, 4.12.2018
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 30.11.2018
Sveitarstjóraskipti
Önnur mál
Sveitarstjóri
14.12.2018
Stefanía í ofninum
Í stressinu í jólaundirbúningnum getur verið gott að kunna að slaka á
en til þess eru margar aðferðir.
Á myndinni er Stefanía Hrund Stefánsdóttir í Leikskólanum Barnabóli 19. desember 2008.
Á henni hefur hún skriðið inn í bakaraofninn á eldavélinni til að slaka á - eða ef til vill var
leikurinn upp úr sögunni um Hans og Grétu?
10.12.2018
Sýning í kvöld í Fellsborg kl. 20:00
Miðaverð er 1500 kr, miðar seldir við innganginn.
Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði í síðasta sinn ásamt því verður leynigestur með Einari.
Beint eftir sýningarnar er gestum boðið uppá myndatöku með Einari og hægt er að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfradót.
Hér er hægt að sjá myndbrot frá sýningu með Einari Mikael
https://www.youtube.com/watch?v=EZoOaK6S_ik