24.09.2018
Dagana 25. – 26. september 2018 heimsækir biskup Íslands allar kirkjur prestakallsins. Í sveitakirkjunum verður helgistund með hugleiðingu sem frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur og í Hólaneskirkju mun hún prédika við messu. Verið öll velkomin.
Þriðjudagur 25. sept.
Kl. 11.30 BERGSSTAÐAKIRKJA
Kl. 12.30 BÓLSTAÐARHLÍÐAKIRKJA
Kl. 15.00 HOLTASTAÐAKIRKJA
kl. 20.30 HÓLANESKIRKJA
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, Sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Sr. Magnús Magnússon og sr. Þorvaldur Víðisson lesa ritningarlestra. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, kór Hólaneskirkju syngur. Meðhjálpari, Steindór R. Haraldsson.
Miðvikudagur 26. sept.
kl. 10.30 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA
kl. 10.45 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA – Biskup Íslands vígir sögutorg í Höskuldsstaðakirkjugarði.
kl. 12.00 HOFSKIRKJA
kl. 14.30 Sæborg, dvalarheimili á Skagaströnd.
Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur
21.09.2018
Spákonufellsrétt 1962
Réttað í Spákonufellsrétt haustið 1962. Þá var algengt að fólk á
Skagaströnd ætti nokkrar kindur og fjársafnið var töluvert stórt þegar
allt var talið saman. Í dag (2018) eru sárafáar kindur í staðnum en svæðið
sem Sveitarfélagið Skagaströnd þarf að smala er þó jafn stórt og áður.
Áður var oft gaman í Spákonufellsrétt þar sem kvenfélagið seldi réttarkaffi
í réttarskúrnum og menn staupuðu sig og voru léttir í lund.
Á þessari mynd er Jón Pálsson skólastjóri til hægri. Drengurinn í úlpunni
er Jóhannes Pálsson (f. 1951 - d. 23.11.1986) og
Ragnheiður Sigurjónsdóttir úr Sunnuhlíð aftan við hann.
Aðrir eru óþekktir.
19.09.2018
Árleg inflúensubólusetning haustið 2018
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi
Þriðjudaginn 25/9 kl: 13:00-15:00
Miðvikudaginn 26/9 kl: 10:00-12:00
Þriðjudaginn 2/10 kl: 10:00-12:00
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd
Fimmtudaginn 27/9 kl: 9:00-11:00
Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald.
14.09.2018
Landburður af fiski vorið 1969
Landburður af fiski var hjá Arnari HU 1 hafísvorið 1969.
Gripið var til þess ráðs að koma í land með aflann óslægðan og landa
honum þannig á bryggjuna þar sem slægingagengi tók við
og slægði fiskinn sem síðan var fluttur upp í frystihús.
Arnar hélt aftur á móti strax aftur á miðin.
Slægingarmennirnir á myndinni eru óþekktir en Arnar HU 1 er í baksýn á
leið út úr höfninni aftur. Einnig sjást nokkrir ísjakar á reki.
Myndin var tekin löngu fyrir alla kvótasetningu á fiski á Íslandsmiðum.
13.09.2018
Skagaströnd 13.09.18
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ráðið Alexöndru Jóhannesdóttur lögfræðing sem sveitarstjóra. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær miðvikudaginn 12. september með öllum greiddum atkvæðum.
Alexandra lauk grunnprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 en meistaraprófi innan sömu greinar og frá sama skóla árið 2016.
Alexandra hefur frá námi starfað m.a. sem lögfræðingur á Fisksistofu ásamt því að hafa yfirumsjón með samningaferlum og sinnt verkefnastjórnun hjá Listahátíð í Reykjavík. Í dag sinnir Alexandra störfum fyrir IP eignarhaldi og er framkvæmdastjóri tveggja félaga undir þeirri samsteypu ásamt því að sitja í stjórnum sjö mismunandi fyrirtækja.
Í störfum sínum hefur Alexandra því komið að fyrirtækjarekstri, sinnt almennum lögfræðistörfum m.a. á sviði ráðgjafar, samningagerðar og gerð viðskiptaáætlana. Jafnframt hefur Alexandra sinnt tengslum við samstarfsaðila og viðskiptavini víðsvegar um heiminn.
Alexandra hefur unnið að ýmsum félagsstörfum og starfaði lengi sem sjálfboðaliði fyrir Rauða Krossinn. Einnig sinnti hún kennslu og umönnun barna og ungmenna hjá Osaberima Educational Center í Ghana í Vestur Afríku árið 2008.
Gert er ráð fyrir að hún hefji störf fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd í desember.
Nánari upplýsingar gefur Halldór Gunnar Ólafsson Oddviti í síma 896-7977
12.09.2018
Foreldrar eða forsjáraðilar námsmanna yngri en 18 ára, sem leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili, eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi vegna barna sinna samkvæmt reglum um sérstakar húsnæðisbætur sem sveitarstjórn hefur samþykkt.
Sækja þarf um á skrifstofu Sveitarfélagsins fyrir 20. sept. 2018
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna nemenda skal vera óháðurtekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Húsnæðisstuðningur vegna nemenda getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 45.000 kr./mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.
Reglurnar í heild má finna á heimasíðunni undir "Samþykktir"
11.09.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 12. september 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Staða framkvæmda
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018
Ráðning sveitarstjóra
Ársreikningur Hólaness ehf
Sameining sveitarfélaga
Tilnefning í starfshóp SSNV
Bréf
Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2018
Náttúruhamfaratrygginga, dags. 21. ágúst 2018
Hestamannafélagsins Snarfara, dags. 21. ágúst 2018
Fundargerðir
Hafnar og skipulagsnefndar, 29.08.2018
Atvinnumálanefndar, 21.08.2018
Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 25.06.2018
Stjórnar SSNV, 4.08.2018
Aukaársþings SSNV, 22.08.2018
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 27.08.2018
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.06.2018
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.08.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri
08.09.2018
Starf sveitarstjóra var auglýst öðru sinni í byrjun síðasta mánaðar en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst síðastliðinn. Þegar staðan var auglýst í fyrra skiptið sóttu sjö um en eftir seinni auglýsinguna bættust níu umsækjendur við. Þeir eru:
Alexandra Jóhannesdóttir
Arnar Kristinsson
Gerður Ólína Steinþórsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Heimir Eyvindsson
Kristinn Óðinsson
Jón Sigurðsson
Snorri S. Vidal
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Umsækjendur sem sótt höfðu áður um stöðuna og ekki dregið umsókn til baka eru:
Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur H. Herbertsson
Ingimar Oddsson
Kristín Á. Blöndal
Linda B. Hávarðardóttir
Ragnar Jónsson
Sigurbrandur Jakobsson
Ráðið verður í stöðuna fljótlega.