13.04.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í
sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 15. apríl 2015
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Bjarmanes
Gjaldskrá sorphirðu
Samgönguáætlun 2015-2018
Landsþing Sambands ísl. sveitafélaga /dagskrá.
Bréf:
Ráðgjafafyrirtækisins Ráðrík ehf, dags. 24. mars 2015
Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, dags. í apríl 2015
Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2015
Sóknarnefndar Hólaneskirkju, dags. 28. mars 2015
Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni, 25. mars 2015
Fundargerðir:
Tómstunda og menningarmálanefndar, 31.03.2015
Stjórnar Róta bs. 24.02.2015
Upplýsinga og kynningarfundur Róta bs, 11.02.2015
Stjórnar Róta bs. 31.03.2015
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf., 27.03.2015
Ársreikningur 2014 (fyrri umræða)
Önnur mál
Sveitarstjóri
10.04.2015
Þökulagning 1990
Þessi fríski hópur vann að þökulagningu í ágústlok 1990
í hallanum sunnan við Stóra Berg, sem sést í baksýn, en það
stóð sunnan við Fellsbraut nálægt kirkjunni.
Á myndinni eru frá vinstri: Þóra Ásgeirsdóttir, Rakel Jónsdóttir,
Magnús Helgason, Milan Djurica, Kristín Þórðardóttir,
Bryndís Ingimarsdóttir (aftast), Ragnar Friðrik Gunnlaugsson,
Þröstur Árnason, Jóhannes Indriðason, Jósef Stefánsson
og Hjörtur Jónas Guðmundsson
08.04.2015
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til 9. maí n.k.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí –júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
07.04.2015
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður. Meðal kennslugreina eru handmennt, myndlist, stuðningskennsla og almenn kennsla.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl n.k.
Nánari upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir skólastjóri í síma 452 2800
01.04.2015
Atvinnumálanefnd Skagastrandar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnuþróunarsjóði Skagastrandar.
Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 30. apríl 2015 og skal skila umsóknum á sérstöku umsóknarformi sem er aðgengilegt á heimasíðunni www.skagastrond.is
Um Atvinnuþróunarsjóð:
Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í Sveitarfélaginu Skagaströnd. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu, sem og að laða að verkefni og athafnafólk.
Styrkir sem veittir eru úr sjóðnum eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir. Ekki eru veittir rekstrarstyrkir, styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða til að greiða skuldir.
Umsóknir
Sótt er um á þar til gerðu umsóknarformi sem er aðgengilegt á á vefsíðunni http://www.skagastrond.is
Umsóknir sem berast eftir lok skilafrests eða uppfylla ekki kröfur um umbeðnar upplýsingar koma ekki til greina við úthlutun.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félög og/eða fyrirtæki.
Umsókn skal miðast við að framkvæmd hugmyndar eða meginumsvif vegna verkefnisins verði á Skagaströnd. Við mat umsókna verður gerð lágmarkskrafa um samfélagsleg áhrif verkefnis.
Í umsókn skal gera skýra grein fyrir verkefninu, markmiðum þess og væntum árangri.
Umsækjendur skulu gera skýra grein fyrir tímaáætlun og áætluðum heildarkostnaði við verkefnið.
Úthlutun styrkja
Til úthlutunar í maí 2015 verða allt að 1 milljón króna.
Veittir eru styrkir til að standa straum af allt að 50% af heildarkostnaði við viðkomandi verkefni.
Upphæð styrkja getur verið frá 100.000 kr. til 1.000.000 kr.
Nánari lýsing á forsendum úthlutunar er í fylgiblaði með umsóknarformi.
Skagaströnd, 1. apríl 2015
Sveitarstjóri
01.04.2015
Spákonufellsbærinn og kirkjan.
-
Þessar byggingar stóðu þar sem kirkjugarðurinn
sóknarinnar er í dag. Samkvæmt Byggðin undir Borginni var
alkirkja á Spákonufelli a.m.k. allt frá 1318 því frá þeim tíma er
til máldagi kirkjunnar. Kirkjan á myndinni var fyrsta timburkirkjan,
sem þarna stóð, en hún var byggð 1852. Fram að því höfðu
kirkjurnar verið byggðar úr torfi og grjóti. Þessi var notuð þar til
ný kirkja var svo vígð á Skagaströnd 17. júní 1928 og enn ný
kirkja þar í október 1991.
(Heimildir: Byggðin undir Borginni bls 34 - 37 og Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 - 2012 bls 26 - 28
eftir Lárus Ægi Guðmundsson).
30.03.2015
Fundur verður haldinn í Fellsborg þriðjudaginn 31. mars næstkomandi kl. 17:00. Á fundinum verður farið yfir möguleika er varða styrkveitingar til atvinnu og menningarmála á vegum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Einnig verður kynning á Atvinnuþróunarsjóði Skagastrandar.
Allir sem hafa áhuga á atvinnu- og menningarmálum eru hvattir til að mæta.
Atvinnumálanefnd Skagastrandar
30.03.2015
Aðalfundur Krabbameinsfélags Austur -Húnavatnssýslu verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 18:00 á Hótel Blönduósi.
Viljum við minna á aðalfundinn en á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf en jafnframt fyrirlesur sem Arndís Halla Jóhannesdóttir flytur. Arndís er öflug ung kona, markþjálfi og þroskaþjálfi og nefnir hún fyrirlesturinn: Mikill hlátur og smá grátur og veltur hún fyrir sé hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á í vinnu eða einkalífi.
Starfsemi Krabbameinsfélagsins beinist að fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein, fjölskyldum og vinum þeirra. Styrkur þess felst hins vegar í fjölda félagsmanna og þann velvilja héraðsbúa að taka þátt í fjáröflunarstarfssemi á vegum félagsins er sölufólk gengur í hús. Þannig styðjum við samborgara okkar og félagið þakkar þann mikla stuðning til fjölda ára. Meðal verkefna síðari ára, hefur félagið greitt leigu fyrir íbúðir til þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð í Reykjavík og aðstandenda. Eins höfum við stutt við fjölskyldur, gefið búnað og tæki til Heilbrigðisstofnunar og tæki til Sæborgar á Skagaströnd. Nýlega lögðum við fram fjárhæð er rennur í upphæð til að kaupa nýtt ómskoðunartæki á sjúkrahúsi Akureyrar og sem notað yrði til nánari skoðunar í hefðbundinni hópleit á brjóstum kvenna.
Minnum á minningarkort Krabbameinsfélagsins en sími sölufólks er í Glugganum og eru þau einnig seld í Lyfju á Blönduósi og www.krabb.is
Allir eru velkomnir á aðalfundinn og boðið verður uppá súpuveitingar á fundinum.
Stjórnin
27.03.2015
Minnt er á að þeir sem hyggjast sækja um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna ofnakaupa þurfa að sækja um og leggja fram gögn fyrir 1. maí 2015.
Einstaklingar sem eru eigendur íbúðarhúsa og þurfa að endurnýja ofna í húsum sínum geta fengið kostnaðarþátttöku sem nemur allt að 75% af kostnaði við ofnakaup í hús sitt, sbr. þó 3. tl. Kostnaðarþátttakan nær til ofnakaupa og/eða efnis í pípukerfi í gólfhitabúnað eingöngu en ekki til stýribúnaðar, ofnloka eða lagnakerfis að ofnum.
Til að eiga rétt á framangreindri kostnaðarþátttöku þarf viðkomandi að leggja fram reikning sem sýnir að umræddur búnaður hafi verið keyptur og sé að fullu greiddur. Starfsmaður sveitarfélagsins skal hafa fullan aðgang að viðkomandi fasteign í því skyni að sannreyna að ofnarnir hafi verið keyptir til notkunar þar.
Hámark kostnaðarþátttöku til eigenda hverrar íbúðar vegna 1. og 2. tl. er 250 þús. kr. Skilgreining íbúðar er að hún sé skráð sem sérstakt fasteignanúmer og/eða sé sannanlega íbúð í skilningi byggingarreglugerðar.
Kostnaðarþátttaka þessi gildir frá 1. maí 2008 til 1. maí 2015 og skulu húseigendur hafa skilað inn umræddum reikningum og óskað eftir greiðslu fyrir þann tíma til að eiga rétt á greiðslum skv. 1. og 2. tl.
Ákvæði um kostnaðarþátttöku getur átt við þær eignir sem standa utan þess svæðis sem hitaveita býðst á Skagaströnd og gildir þá um kaup á ofnum fyrir vatnshitunarkerfi og hönnun á því kerfi. Litið er svo á að þar með sé stutt við undirbúning að mögulegri hitveituvæðingu umræddra húseigna.
Sveitarstjóri
27.03.2015
Heyskapur
-
Heyskapur upp á gamla mátann.
Myndin er líklega tekin í Laxárdal við heimili
Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) en fjölskylda hans bjó
í dalnum á nokkrum bæum áður en þau fluttu að Ægissíðu á
Skagaströnd.
Konan lengst til vinstri er Klemensína Klemensdóttir (d.12.6.1966)
móðir Guðmundar. Ungi maðurinn sem bindur bagga er Pálmi
(d. 23.3.1994), Ingvi (d. 31.12.1991), eða Rósberg (d. 9.1.1983)
en þeir voru bræður Guðmundar.
Guðmundur sjálfur heldur í hestinn og faðir hans Guðni Sveinsson
(d. 15.11.1971) hleður fúlgu úr heyinu í baksýn.
Ef þú þekkir hver þeirra bræðra bindur baggann vinsamlega
sendu okkur þá athugasemd.