Viðhorf til ferðaþjónustu

Á fundi atvinnumálanefndar 18. desember sl. kynnti Kristín B. Leifsdóttir verkefni sem hún vann við háskólann í Bifröst. Í verkefninu var leitað svara við spurningunni „Hver eru viðhorf Skagstrendinga til ferðaþjónustu og til frekari uppbyggingar hennar“? Verkefni Kristínar er aðgengilegt hér á heimasíðunni.

Jólatrésskemmtun 26. desember 2014

Árleg jólatrésskemmtun Lionsklúbbsins Skagastrandar verður haldin í Fellsborg föstudaginn 26. desember (annan í jólum). Skemmtunin hefst kl. 15:00. Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum. Enginn aðgangseyrir. Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar

Blóðsykursmælingar á Þorláksmessu

Lionsklúbbur Skagastrandar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Mælingar á blóðsykri er tiltölulega einföld mæling sem gefur til kynna hvort fólk sé með sykursýki eða ekki. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu. Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar

Mynd vikunnar

Landsbankahlaup 1987 Í mörg ár stóð Landsbankinn fyrir víðavangshlaupum á Skagaströnd. Hlaupin voru miðuð við yngstu aldursflokkana og komu keppendur víða að úr héraðinu. Á þessari mynd frá því í maí 1987 sjást keppendur í einum aldursflokki á ráslínu. Frá vinstri á myndinni: Kristín Þórðardóttir, Gestur Arnarson og óþekkt barn framan við þau. Á ráslínunni eru tveir óþekktir keppendur, Hólmfríður Anna Ólafsdóttir (Día Anna), Soffía Lárusdóttir, Guðný Finnsdóttir (Gýgja), óþekktur, Anna Dröfn Guðjónsdóttir, óþekktur, Jón Heiðar Jónsson, Atli Þórsson, Friðrik Gunnlaugsson og óþekktur. Ræsirinn, sem snýr baki í myndavélina, er Lárus Ægir Guðmundsson. Ef þú þekkir óþekktu börnin vinsamlega sendu okkur þá athugasemd á netfangið: olibenna@hi.is

Jólasveinapóstur

Samningar hafa náðst við þá jólasveinabræður og eru þeir væntanlegir til byggða á Þorláksmessu til að bera út pakka og bréf. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu þessara pilta geta hitt umboðsmenn/jólaálfa þeirra í Höfðaskóla föstudaginn 19. desember frá kl.18-20. Bréf 50 kr. Pakki 500 kr. (erum ekki með posa á staðnum) Fyrir hönd jólasveinanna, Foreldrafélag Höfðaskóla

Skólatónleikum frestað vegna veðurs

Nemendatónleikum Tónlistarskóla A-Hún sem vera áttu í Hólaneskirkju kl 17 í dag þriðjudaginn 16. desember er frestað vegna veðurs.

Jólatónleikar í Hólaneskirkju 17. desember

Jólatónleikar Kirkjukór Hólaneskirkju heldur jólatónleika í kirkjunni miðvikudaginn 17. desember kl 20:30. Komið og eigið með okkur hugljúfa og notalega kvöldstund og öðlist hinn sanna jólaanda. Aðgangseyrir 1000 kr. sem rennur í ferðasjóð kórsins. Ekki posi á staðnum Tónlistarstjóri: Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Hljómsveit: Guðbjartur Vilhjálmsson Guðmundur Egill Erlendsson Jón Ólafur Sigurjónsson Laufey Lind Ingibergsdóttir Skarphéðinn Einarsson Valgerður Guðný Ingvarsdóttir Einsöngvarar: Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Hafþór Gylfason Halldór Gunnar Ólafsson Helga Dögg Jónsdóttir Helga Gunnarsdóttir Herdís Þórunn Jakobsdóttir Jenný Lind Sigurjónsdóttir Jón Ólafur Sigurjónsson María Ösp Ómarsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Sigrún Rakel Tryggvadóttir Hljóðblöndun: Ævar Baldvinsson Styrktaraðilar: Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar

Mynd vikunnar

Skagaströnd. Þessi mynd er líklega tekin um 1980. Hálfa húsið lengst til vinstri eru Sólheimar eldri. Gula húsið sömu megin við götuna er Bjarmaland þar sem lengi HrólfurJónsson (d.1.8.1989) og Sigríður Guðlaugsdóttir (d. 25.3. 1996) með dóttur sinni, Áslaugu. Gula húsið með brúna þakinu er Steinholt þar sem bjuggu Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001) og Sigríður (d. 5.7.1962) með fjórum börnum sínum. Skálholt er næsta hús við Steinholt, sömu megin götunnar. Þar bjó eitt sinn Jói norski, Jóhann Baldvinsson (d. 9.4.1990) ásamt konu sinni Core Sofie Poulsen (d. 1987) og börnum. Þá kemur Þórshamar þar sem ýmsir hafa búið en fyrst Kristján Sigurðsson (d. 3.11.1966) verslunarmaður og Unnur Björnsdóttir (d. ?) með sínum börnum á efri hæðinni en Baldur Árnason (d. 14.11.2009) og kona hans Esther Olsen (d. 17.4.2003) á neðri hæðinni með sínum börnum. Í hvarfi við Þórshamar er Þórsmörk en litli kofinn með rauða þakinu á miðri mynd eru fjárhús og hlaða sem tilheyrðu Þórsmörk. Í Þórsmörk bjuggu Sigurður Guðmonsson (d. 5.8.1980) og Hallbjörg Jónsdóttir (d. 22.12.1987) með börnum sínum. Héðinshöfði er næstur í göturöðinni. Þar bjuggu lengst af Ástmar Ingvarsson (d. 10.10.1977) bifreiðastjóri og Sigurjónsdóttir (d. 15.12.1990) og börn þeirra í norðurendanum en í suðurendanum voru lengi Kristinn Jóhannsson (d. 9.11.2002) og Guðný Finnsdóttir kona hans með börnum sínum fjórum. Næst okkur á myndinni með grænu þaki er Höfðaberg. Þar hafa ýmsir búið sér heimili, m.a. Júlíus Árnason (d. ?) með konu sinni Steinunni ?? (d. ?). Næst við Höfðaberg kemur Höfðakot með viðbyggðum fjárhúsum og hlöðu. Þar áttu heima Steingrímur Jónsson (d. 15.1.1992)og Halldóra (d 23.12.1987) ásamt bróður Halldóru, Guðmundi Péturssyni (d. 30.6.1987). Steingrímur og Halldóra eignuðust mörg börn og ólu líka upp tvö barnabörn sín. Stórholt ber yfir Höfðakot en í Stórholti var þríbýli. Á helmingi efri hæðarinnar bjuggu Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996) og Anna H. Aspar (d. 1.9.1999) með fjórum börnum sínum. Á neðri hæðinni sunnanverðri bjuggu lengi Gunnar Helgason (d. 19.10.2007) og Elísabet Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991) með þremur börnum sínum. Í norðurenda hússins, uppi og niðri, bjuggu Gunnar Albertsson og Hrefna Björnsdóttir með sonum sínum ásamt móður Hrefnu, Steinunni Jónsdóttur (d. 6.4.1982). Græna húsið hægra megin við Stórholt hét Kárastaðir og þar bjuggu lengi bræðurnir, Sigurbjörn Kristjánsson (d. 10.9.1989) og Kári Kristjánsson (d. 11.12.1990) ásamt ráðskonu þeirra, Jónínu Valdimarsdóttur. Rauða langa húsið með græna þakinu voru vinnubúðir sem voru notaðar fyrir menn sem voru að vinna við endurbætur á síldarveksmiðjunni. Búðirnar voru fluttar hingað frá Kröfluvirkjun þar sem þær höfðu þá lokið hlutverki sínu. Örlög þessa húss urðu þau að það brann til kaldra kola eina nóttina og menn sem þar voru inni sluppu naumlega út.

Sorphreinsun frestað til föstudags

Vegna færðar er sorphreinsun sem vera átti í dag fimmtudag er frestað til morguns. Fólk er beiðið að moka snjó frá sorpílátum svo hreinsunin geti gengið greiðlega. Sorpílát sem eru ekki aðgengileg vegna snjóa verða ekki losuð. Rétt er að minna á að allur frágangur sorpíláta er á ábyrgð notenda og þeir þurfa að tryggja að þau fjúki ekki eða skemmist í óveðrum. Sveitarstjóri