04.03.2015
Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. Valnefnd, skipuð fulltrúum Byggðastofnunar, Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands ásamt einum menningarfulltrúa á starfssvæði Byggðastofnunar; tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina.
Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi:
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (2005)
LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (2006)
Strandagaldur á Hólmavík (2007)
Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður (2008)
Landnámssetur Íslands (2009)
Bræðslan á Borgarfirði eystra (2010)
Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
Safnasafnið á Svalbarðsströnd (2012)
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi (2013)
Áhöfnin á Húna (2014)
Listi yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár hefur verið birtur.
Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósarlistinn 2015 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Þann 18. mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósarlistinn 2015
* Braggast á Sólstöðum
* Ferskir vindar
* Frystiklefinn
* Listasafn Árnesinga
* Listasafnið á Akureyri
* Nes Listamiðstöð
* Orgelsmiðjan á Stokkseyri
* Verksmiðjan á Hjalteyri
* Þjóðlagasetrið á Siglufirði
Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.
02.03.2015
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 31. mars 2015.
Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.
Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp og þar má einnig fá/finna umsóknareyðublöð.
Reglur um styrkina má finna hér.
Umsókn um styrk má finna hér.
Aksturstyrkur vegna dreifnáms
Jafnframt er auglýstur frestur til 1. maí 2015 til að sækja um sérstakan stuðning vegna dreifnáms fyrir vorönn 2015.
Sveitarstjórn samþykkti Reglur um stuðning vegna dreifnáms veturinn 2014-2015 á fundi 12. september 2014 og vísast til þeirra á heimasíðu sveitarfélagsins.
Reglur um dreifnámsstyrki
Umsókn um styrk vegna dreifnáms
Sveitarstjóri
02.03.2015
Á fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 voru samþykktar reglur um frístundakort ásamt umsóknareyðublaði. Frístundakortið sem hefur verið í boði frá 2006 byggir á því að foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Tilgangur frístundakorta er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í hvers konar íþrótta- og æskulýðsstarfi og að jafna möguleika foreldra til að börnum sé það mögulegt.
Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður.
Þegar greitt hefur verið fyrir það námskeið eða starf sem grunnskólabarn vill eða hefur tekið þátt í, er farið með kvittunina á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem sótt er um frístundakort. Fjárhæð sem nemur verðgildi frístundakorts verður síðan endurgreidd vegna viðurkennds frístundastarfs.
Reglur um frístundakort
Umsóknareyðublað
27.02.2015
Hótel Dagsbrún.
Fyrstu árin eftir að stjórnsýsluhúsið var byggt var
Hótel Dagsbrún rekið á miðhæðinni.
Fyrstu rekstraraðilar hótelsins voru hjónin Sveinn Ingi Grímsson
og Líney Jósefsdóttir. Þau eru hér fremst á myndinni til hægri en
síðan koma tvær starfsstúlkur, Þórhalla Þórhallsdóttir og óþekkt kona.
Myndin var tekin í veitingasal hótelsins en það var í eigu
Skagstrendings hf á þessum tíma. Eftir að þau hjón Sveinn Ingi
og Líney hættu rekstri hótelsins hafa nokkrir aðilar spreytt sig á
að reka það en allir hætt þannig að í nokkur ár hefur engin starfsemi
farið þar fram.
Hótelið er nú í eigu Fisk Seafood á Sauðárkróki. Ef þú veist hvað
konan lengst til vinstri heitir vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.
26.02.2015
Aðalfundur Rauða krossins á Skagaströnd verður haldinn
miðvikudaginn 11. mars kl. 20:30 í húsnæði deildarinnar að Vallarbraut 4.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til þess að sjá sem flesta
Rauði krossinn á Skagaströnd
23.02.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 25. febrúar 2014 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Fjármál sveitarfélagsins
Reglur um frístundakort
Snjómokstur á Skagastrandarhöfn
Fjárhagslegt uppgjör vegna málefna fatlaðra
Bréf:
Til forstjóra Vegagerðarinnar, dags. 30. janúar 2015
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags 30. janúar 2015
Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 12. febrúar 2015
Hildar Ingólfsdóttur, dags. 12. febrúar 2015
Aabenraa Kommune, 18. desember 2014
Johanna Alatalo fh. Lohja, dags. 4. febrúar 2015
Dúa Landmark, dags. 27. janúar 2015
Verkís, fh. Sv.fél. Skagafjarðar, dags. 28. janúar 2015
Óbyggðanefndar, dags. 26. janúar 2015
Ungmennaráðs UMFÍ, dags. 3. febrúar 2015
Fundargerðir:
Stjórnar Róta bs. 9.01.2015
Stjórnar SSNV, 21.01.2015
Stjórnar SSNV, 17.02.2015
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 05.01.2015
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf. 30.01.2015
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 13.02.2015
Skólanefnd FNV, dags. 11.02.2015
Önnur mál
Sveitarstjóri
21.02.2015
Kjölur stéttarfélag vill gjarnan bjóða félagsmönnum
sínum á eftirtalin námskeið þeim að kostnaðarlausu.
Matjurtagarðurinn þinn.
Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært um sáningu, ræktun, umönnun í
ræktun matjurta, jarðveg og áburðargjöf. Sýndar eru mismunandi gerðir
ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Saga matjurtaræktar á Íslandi reifuð, skýrt
frá uppruna tegundanna sem teknar eru til umfjöllunar, eðliseinkennum um 40
tegunda og yrkja ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt
matjurta. Farið er yfir sjúkdóma og lýst nokkrum aðferðum við geymslu og
matreiðslu.
Leiðbeinandi Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur
Lengd: 3 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 18.apríl 17 – 20.
Blönduós 18.apríl 13 – 16.
Hvammstangi 18.apríl 9 – 12.
Siðfræði og samskipti.
Hvernig er hægt að nota siðfræðikenningar til að takast á við verkefni daglegs
lífs? Hvaða verkfærum býr siðfræðin yfir til þess að takast á við vandamál?
Hvernig er hægt að nota hana markvisst til að meta gildi og verðmæti. Arnrún
fjallar einnig um siðfræði og samskipti. Framkoma skiptir öllu í mannlegum
samskiptum.Hvernig getur siðfræðin hjálpað til? Fyrirlestur, umræður og
verkefnavinna.
Leiðbeinandi Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi í
hagnýtri siðfræði.
Lengd: 4 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 11.mars 17 – 21.
Blönduós 12.mars 17 – 21.
Hvammstangi 17.mars 18 – 22.
Spjaldtölva (iPad) fyrir byrjendur.
Hagnýtt námskeið fyrir byrjendur. Farið yfir grundvallaratriðin í iPad eða
spjaldtölvum og helstu forrit sem fylgja tækinu. Kennt á „App store“ og hvernig
á að finna og ná í hentug forrit. Farið í helstu stillingar.
Leiðbeinandi Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og sérfræðingur.
Lengd 3 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 23.febrúar 17 – 20.
Blönduós 9.mars 17 – 21.
Hvammstangi 23.mars 18 – 22.
20.02.2015
Breytingar í sambandi við leghálskrabbameinsleit.
Að undanförnu hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir átaki til þess að hvetja konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur farið minnkandi undanfarin ár og er nú víða undir 50 %. Sérstaklega hefur þátttakan dregist saman á landsbyggðinni.
Sú breyting hefur orðið á að nú framkvæma ljósmæður leghálssýnatökuna og er það nú þegar byrjað á Leitarstöð Krabbameisfélagsins og á heilsugæslustöðvum víðast hvar um landið. Það er því hægt að panta tíma á heilsugæslustöðinni hvenær sem er, þegar boðsbréf hefur borist. Þessi háttur er hafður á í mörgum nágrannalöndum okkar og þar er þátttakan mun meiri.
Leghálskrabbameinsleit skilar góðum árangri svo framarlega sem konur mæta. Dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hefur lækkað um 90 % síðan skipulögð leit hófst.
Allar konur á aldrinum 23-65 ára sem hafa einhvern tíman lifað kynlífi ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða.
Regluleg leghálskrabbameinsleit hefur álíka heilsuverndandi áhrif og bólusetning barna.
Ef þú hefur fengið boðsbréf frá Leitarstöðinni, getur þú pantað tíma fyrir leghálsskoðun hjá ljósmóðurinni á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi í
síma 4554100.
Með því að mæta í leghálssýnatöku á þriggja ára fresti, getur þú nánast komið í veg fyrir að þú fáir leghálskrabbamein.
Áfram verður komið með brjóstamyndatöku annað hvert ár og reiknað er með að hluti kvenna mæti í sýnatökuna í tengslum við hana.
Heilsugæslan
20.02.2015
Hafís 1965.
15. apríl 1965 birtist heilsíðugrein í Morgunblaðinu með
nokkrum myndum.
Myndirnar og greinin voru eftir Þórð Jónsson(d. 25.12.2010)
fréttaritara blaðsins á Skagaströnd á þessum tíma, sem farið
hafði í netaróður með Vísi Hu 10 frá Skagaströnd.
Þetta vor var hafís á Húnaflóa sem gerði útgerð mjög erfiða.
Myndin er skönnuð úr Morgunblaðinu og gæðin eru eftir því.
Á þessari mynd eru karlarnir um borð að reyna að stjaka ísnum
frá svo þeir komist á miðin.
Það var mikilvægt að komast í netin því bæði fiskaðist vel og
svo var líka mikil hætta á að ísinn sliti baujurnar af
netatrossunum eða hreinlega tæki þær með sér þannig að þær
fyndust aldrei aftur.
19.02.2015
Straumlaust verður í ca. 10 mínútur í nótt, aðfararnótt 20. febrúar á Skagaströnd, í nágrenni rafstöðvar og nokkrum húsum við Ægisgrund og Strandgötu. Gert er ráð fyrir að þetta verði milli kl. 12 og 1
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma
528 9690
Steingrímur Jónsson