15.01.2014
Fundagerðarbækur Ungmennafélagsins Fram tímabilið 1926 – 1970 eru einhversstaðar í felum.
Þær voru allar vísar þegar 50 ára saga félagsins var skráð árið 1976. Eftir það virðast þær hafa lagst afar kirfilega til hliðar á einhverjum ótilgreindum stað.
Búið er að leita mikið en þær finnast ekki.
Hér með er auglýst eftir hvort einhver viti hvar þær er að finna og ef svo er að hafa þá samband við Lárus Æ.Guðmunds. í síma 864 7444.
13.01.2014
Stuðningur við tómstundastarf og nám
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um eftirfarandi almennan stuðning við tómstundastarf og nám:
Frístundakort
Samþykkt var að bjóða frístundakort sem nemi allt að 15 þúsund króna styrk fyrir hvert grunnskólabarn sem tekur þátt í íþrótta og æskulýðsstarfi. Ákvörðun gildir um íþrótta- og æskulýðsstarf sem fram fer á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2013.
Frístundakortin ná til starfsemi íþróttafélaga auk hverskonar skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í sex vikur eða lengur og greitt er fyrir með þátttökugjaldi. Þar að auki gildir kortið fyrir aðra tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og listnám. Síðasti greiðsludagur vegna tímabilsins er 15. janúar 2015.
Til að fá endurgreiðslu vegna frístundastarfs þarf að framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins greiðslukvittun sem sýnir fyrir hvaða frístundastarf er greitt og fyrir hvaða barn.
Námsstyrkir
Samþykkt var að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2013-2014 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 28. febrúar 2014.
Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp og þar má einnig fá/finna umsóknareyðublöð.
Sveitarstjóri
10.01.2014
Gjafafatnaður.
Kvenfélagskonur í Einingu hafa komið víða við.
Á þessari mynd eru þrjár þeirra með bunka af ullarnærfatnaði,
sokkum og vettlingum, sem Eining gaf um borð í báta og togara,
sem gerðir voru út frá Skagaströnd.
Fatnaðurinn var hugsaður sem neyðarfatnaður ef eitthvað
kæmi fyrir um borð.
Það að gefa slíkan fatnað um borð í skip frá Skagaströnd fór
ekki hátt enda hafa kvenfélagskonur oftar en ekki
starfað "bak við tjöldin" og ekki barið sér á brjóst vegna ýmissa
líknar- og mannúðarstarfa sem þær hafa sinnt í gegnum árin.
Á myndinni, sem tekin var í Höfðaskóla, eru frá vinstri:
Dómhildur Jónsdóttir (d. 18.10.2012) prestsfrú á Skagaströnd,
María Konráðsdóttir (d. 9.8.2003) úr Sænska húsinu og
Soffía Sigurðardóttir (d. 24.10.2002) frá Sæbóli (áður Njálsstöðum).
Allar voru þessar konur ötular í kvenfélaginu á sinni tíð.
02.01.2014
Þar sem ég hef nú látið af störfum sem umboðsmaður Happdrættis SÍBS, vil ég þakka hinum fjölmörgu viðskiptavinum ánægjulegt samstarf síðan 1998.
Viðskiptavinum er bent á að snúa sér til aðalumboðs í síma 552-2150.
Kær kveðja,
Guðrún Pálsdóttir,
Bogabraut 27
Skagaströnd
02.01.2014
Gleðilegt ár !
Ljósmyndasafnið óskar öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakkar
veitta aðstoð og áhuga á síðasta ári.
02.01.2014
6 vikna Zumba-námskeið í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd J Byrjar 6 janúar 2014
Tímarnir eru á: mánudögum kl: 18:00-19:00
og miðvikudögum kl:18:00-19:00
Verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr
Kennari: Linda Björk Ævarsdóttir alþjóðlegur Zumba kennari.
KOMDU MEÐ OKKUR !
DANSAÐU ÞIG Í FORM
Zumba er sérlega skemmtileg hreyfing sem hentar öllum aldri en þar er blandað saman dansi og fitness við sjóðheita suður-ameríska tónlist. Kenndir eru dansar eins og salsa, merengue, reggateon, cumbia og bollywood ,bhangra og fleira .
Hver tími er sannkallað partý sem bætir bæði andlega og líkamlega líðan.
ZUMBA er það vinsælasta í dag - Hörkubrennsla
Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum
Félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og að sjálfsögðu bæði kynin J
Greiðsla námskeiðsgjalda skal lokið fyrir 5.jan 2014 Skráning á lindabj@simnet.is eða í síma: 4522945 fyrir 3.jan 2014
Dönsum af gleði og krafti á nýju ZUMBAÁRI !
Kveðja Linda Björk
27.12.2013
Sveitarstjórn samþykkti á fundi 19. desember sl. fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans.
Í rekstraryfirliti áætlunar 2014 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 525.479 þús., þar af eru skatttekjur 358.929 þús. og rekstrartekjur 168.329 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 530.934 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 249.994 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9.409 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 52.897 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 84.600 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 41.703 þús. og handbært fé verði í árslok 597.562 þús.
Á fundinum var einnig afgreidd þriggja ára áætlun 2015-2017. Í áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu samstæðu öll áætlunarárin.
24.12.2013
Jólatréskemmtunin sem átti að vera á fimmtudag (annan í jólum) verður frestað fram á laugardag 28. des. og mun skemmtunin hefjast kl. 15:00 þann dag.
Jólakveðja
Lionsklúbbur Skagastrandar
23.12.2013
Hin árlega jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar verður haldin í Fellsborg fimmtudaginn 26. desember
( annan í jólum ).
Skemmtunin hefst kl. 15:00. Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börunum
Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar
22.12.2013
Vegna slæmrar veðurspár verður bókasafnið opið frá 14-16 á Þorláksmessu.
Kveðja Sússý