03.04.2014
Jóhanna Hemmert.
-----
Jóhanna Hemmert kaupmannsfrú á Skagaströnd
var fyrsta konan sem kosin var í hreppsnefnd
Vindhælishrepps hins forna árið 1910.
Um þennan merka atburð má finna eftirfarandi klausu í
tímaritinu Norðurland 29. tölublaði (16. 7.1910)
10. árgangi úr grein sem sem ber fyrirsögnina
"Bréf frá Skagaströnd":
"....... Nýmæli eru það, að konur séu kosnar í hreppsnefnd.
Á hreppaskilum Vindhælinga nú í vor, var kona kosin í
hreppsnefnd. Kona þessi er frú Jóhanna Hemmert á Skagaströnd.
Einnig var hún kosin í fræðslunefnd. Það er sómi fyrir hreppsbúa
að hafa riðið á vaðið með að kjósa konu í þessar nefndir og ættu
sem flestir hreppar að gera hið sama.
Einnig á frú J. Hemmert þakkir skilið fyrir að gefa kost á sér til
þessara starfa. Vonandi að árlega fjölgi konum í hreppsnefndum
víðsvegar um landið og eigi verði langt að bíða þess, að konur
fái fult jafnrétti við karlmenn.
Ritað í júní 1910. Skagstrendingur ".
Þess má geta í þessu sambandi að konur og vinnuhjú, 40 ára og
eldri, á Íslandi fengu ekki almennan kosningarétt fyrr en árið
1915. Á árinu 1882 fengu ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem
stóðu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar, kosningarétt til að kjósa til
hrepps- og sýslunefnda, bæjarstjórna og á safnaðarfundum ef
þær voru orðnar 25 ára gamlar.
Þó þessar konur mættu kjósa máttu þær ekki bjóða sig fram
nema að uppfylltum ströngum skilyrðum um eignir, aldur og
sjálfstæði.
Lögunum var svo breytt 1920 þannig að þá fengu konur og
vinnuhjú full pólitísk réttindi við 25 ára aldur.
31.03.2014
Kæru foreldrar barna í
Leikskólanum Barnabóli og Höfðaskóla!
Ákveðið var að hafa samband við forsvarsmenn Hjallastefnunnar og fá fulltrúa til að koma norður til okkar og segja okkur frá stefnunni og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum. Við viljum bjóða ykkur velkomin á fræðslufund Í DAG (mánudag) kl. 18 í Fellsborg. Með okkur verða Margrét Pála sjálf, Alfa leikskólastjóri og Lína aðstoðarleikstjóri á leikskólanum Hólmasól, Ingunn Eir og Sigrún Björg sem eru fulltrúar foreldra. Við biðjum ykkur að afsaka þennan stutta fyrirvara en við stukkum á tækifærið að hafa Margréti Pálu líka með okkur, áður en hún fer erlendis í frí.
Kær kveðja stjórn foreldrafélags grunn og leikskóla
28.03.2014
H 351
Adolf J. Berndsen, lengst til hægri, stendur hér við Dodge
vörubíl sinn númer H 351. Maðurinn við hlið hans er óþekktur
og hefur líklega verið gröfustjóri á gröfunni á myndinni.
Adolf átti nokkuð marga vörubíla - H 351 - gegnum tíðina og
vann sem vörubifreiðastjóri.
Á þessari mynd er hann greinilega í malarflutningum e.t.v. í
vegavinnu. Á þessum tíma var vinsælt hjá krökkum að fá að "sitja í"
hjá bílstjórunum við vinnu sína. Sú er raunin á þessari mynd því
Adolf er með þrjá unga farþega með sér í vinnunni.
Það skal tekið fram að þessi mynd var tekin fyrir þann tíma að
nokkrum var farið að detta í hug öryggisbelti í bílum.
Myndin var sennilega tekin á sjöunda áratugnum í
krúsinni/malarnáminu fyrir ofan Spákonufellsrétt.
Senda upplýsingar um myndina
23.03.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 25. mars 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
Samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins
Framkvæmdir
Fellsborg
Lýsing í skóla
Hitaveitutengingar
Fræðslumál:
Samstarf við Hjallastefnu
Bréf skólastjóra dags. 19.03.2014
Erindi Nes listamiðstöðvar dags. 19.03.2014
Atvinnumál
Hugmyndasamkeppni um sprotafyrirtæki
Dimension of sound ehf
Bréf
UMFÍ, um Landmót UMFÍ 50+ dags. 28. febrúar 2014
UMFÍ um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, dags. 28. febrúar 2014
Náttúrustofu Norðurlands vestra, dags. 27. febrúar 2014
Fundargerðir:
Félags og skólaþjónustu A-Hún, 24.02.2014
Stjórnar Norðurár bs, 26.02.2014
Stjórnar SSNV, 14.10.2013
Stjórnar SSNV, 17.10.2013
Stjórnar SSNV, 21.10.2013
Stjórnar SSNV, 6.11.2013
Stjórnar SSNV, 21.11.2013
Stjórnar SSNV, 5.12.2013
Stjórnar SSNV, 16.12.2013
Stjórnar SSNV, 13.01.2014
Stjórnar SSNV, 23.01.2014
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.02.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 31.01.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 28.02.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
20.03.2014
Bankastræti
Gömul mynd af Bankastræti.
Myndin var sennilega tekin upp úr 1940 en óvíst er með hvenær.
Næst okkur á myndinni er búið að taka grunn að Höfðaborg
(Bankastræti 9). Þar fyrir aftan sést grind að Flankastöðum
(Bankastræti 7) og er þetta a.m.k. annað húsið sem byggt var á
þessum reit undir Flankastaðanafninu.
Þetta er þó ekki húsið sem stendur þarna í dag, það var byggt
miklu síðar.
Lágreista húsið sem ber yfir grindina að Flankastöðum var Kárastaðir
(Bankastræti 5). Seinna var byggð önnur hæð ofan á Kárastaði og
enn síðar var það rifið.
Enn aftar eða fjær okkur á myndinni standa Draumaland og
Dvergasteinn sem bæði eru horfin. Stórholt (Bankastræti 3) er ekki
komið en það var byggt 1950 - 51.
Lengst til hægri á myndinni er Þórshamar við Skagaveg og síðan
Skálholt sem einnig stendur við Skagaveg. Húsið sem stendur vinstra
megin við Skálholt, dálítið nær Höfðanum, er Höfðakot.
Önnur hús á myndinni eru fjós, hlöður eða hest- eða fjárhús sem
tilheyrðu þeim sem bjuggu við Bankastræti. Þó er húsið, sem stendur
vinstra megin við grindina að Flankastöðum, sennilega eldra
Flankastaðahús sem svo var aflagt með tilkomu hins nýja.
Takið eftir að ekki er búið að gera götuna, Bankastræti, eins og við
þekkjum í dag.
Takið líka eftir fólkinu sem er í heyskap á blettinum neðan við
Tjaldklaufina næst okkur á myndinni.
20.03.2014
Troskvöld Lionsklúbbs Skagastrandar verður 29. mars 2014 í Fellsborg.
Húsið opnar með fordrykk kl 20:00 og um kl. 20:30 hefst borðhald.
Boðið verður uppá fjöldan allan af sjávarréttum að hætti
Gunnars Reynissonar bryta á Arnari HU-1.
Undir borðhaldi verður sitthvað um að vera m.a. opin mælendaskrá.
Ræðumaður kvöldsins.
Miðaverð kr 4000, sama og undanfarin ár, bar á staðnum.
Þátttaka tilkynnist til Hjalta V. Reynissonar s: 4522645/8599645
Í síðasta lagi á þriðjudagskvöld 25.mars.
20.03.2014
Félagsstarfið fellur niður í dag vegna veðurs.
Kveðja
Obba og Ásthildur
20.03.2014
Bókasafnið er lokað í dag vegna veðurs.
Kveðja
Sigþrúður bókavörður
20.03.2014
Skólahald í Höfðaskóla og leikskólanum Barnabóli fellur niður vegna óveðurs í dag, fimmtudaginn 20. mars. Staðan verður tekin í hádeginu og metið hvort leikskólinn verði opnaður.
13.03.2014
Hvalskurður
Þessi mynd var tekin sumarið 1983 af hvalskurði á bryggjunni í
Skagastrandarhöfn.
Á þessum árum voru tímabundið gerðir út hrefnuveiðibátar
frá Skagaströnd af aðkomumönnum sem áttu hrefnukvóta.
Þeir drógu síðan hvalskrokkana til hafnar þar sem þeir voru
dregnir á land með vörubíl eða gröfu. Síðan var hvalurinn skorinn
á bryggjunni og kjöti og spiki komið fyrir í körum sem síðan voru
flutt burt til kaupenda.
Beinin, bægslin og annað sem ekki nýttist var síðan tekið með
um borð og því fleygt í hafið á Húnaflóa fjarri landi.