12.11.2013
Pub Quiz verður föstudaginn
15. nóvember Kl. 22:00.
Spyrlar eru:
Anna María Magnúsdóttir
Jenný Lind Sigurjónsdóttir
Eygló Amelía Valdimarsdóttir og
Eva Dögg Bergþórsdottir
Vonumst til að sjá sem flesta
12.11.2013
Föstudaginn 15. Nóvember.
Stefnum á að sýna landsleik í fótbolta
Ísland – Króatía á breiðtjaldi
Og hefst leikurinn kl. 18:20.
12.11.2013
Ef næg þátttaka fæst ætlum við Sibbi að sameina krafta okkar og halda jólahlaðborð 23. nóvember nk í Kaffi Bjarmanesi.
Verð er 7.500 krónur á mann.
Borðapantanir í síma 867-6701 fyrir fimmtudaginn 14. Nóvember.
Athugið að við tökum aðeins 30 manns í sæti.
Áslaug og Sibbi
11.11.2013
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)
Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
Akureyrarkaupstaður (Grímsey)
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 990/2013 í Stjórnartíðindum
Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík)
Húnaþing vestra (Hvammstangi)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður)
Grýtubakkahreppur (Grenivík)
Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörður)
Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík)
Sveitarfélagið Hornafjörður
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2013.
Fiskistofa, 8. nóvember 2013.
10.11.2013
Fatamarkaðurinn sem átti að vera í Fellsborg í dag verður frestað vegna veðurs.
Nánar auglýst síðar
08.11.2013
S T Ó R T E N Ó R I N N
Kristján Jóhannsson
ásamt Jónasi Þóri, píanóleikara og
Matthíasi Stefánssyni, fiðluleikara
Kristján Jóhannsson, óperusöngvari,
heldur tónleika í
Hólaneskirkju á Skagaströnd
laugardaginn 9. nóvember 2013, kl. 20:30.
Kristján mun flytja margar gullfallegar
íslenskar og erlendar söngperlur.
Söngskráin verður mjög fjölbreytt,
léttir og leikandi tónleikar við allra hæfi.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
Tónleikarnir eru í boði
Minningarsjóðsins
um hjónin frá Garði og Vindhæli
Til baka
07.11.2013
Skagaströnd 1913
Gamalt póstkort frá Skagaströnd.
Á kortið er ritað þann 17. nóvember 1913. Tvílyfta húsið
lengst til vinstri er Verslunarstjórahúsið, sem seinna var kallað
Kaupfélagshúsið. Húsið var byggt um 1906 og stóð skammt
vestan við núverandi Gamla kaupfélagið við Einbúastíg. Stóra
rismikla húsið fyrir miðri mynd var pakkhús. Framundan því að
norðanverðu sést í Assistentahúsið.
Litla húsið vestan í Einbúanum var þvottahús.
Eins og sést var þessi mynd tekin áður en vinna hófst við
núverandi höfn (1934).
Þá var Einbúinn klettadrangur sem stóð fram í sjó í víkinni
sem annars var órofin frá Hólsnefi og inn að Bjargi (nú Breiðabliki).
Þjóðtrúin segir að álfar búi í Einbúanum og því boði það ógæfu fyrir
samfélgið ef hann verður skertur eða skemmdur á einhvern hátt.
Leyfi fékkst þó hjá álfunum til að koma fyrir fánastöng efst á
Einbúanum og þar er enn flaggað á tyllidögum.
Myndina tók Evald Hemmert kaupmaður.
06.11.2013
Morgunþrek mun byrja föstudaginn 8. nóv.2013
(ef næg þáttaka fæst).
Námskeiðið mun standa yfir í 6 vikur (12 tímar) og vera
á þriðjudögum og föstudögum kl.6:15 -7:00.
Vinsamlegast skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 7. nóv á netfangið: bogig@simnet.is eða í síma 8972884
Gjald fyrir námskeiðið er 8000 kr.
Leiðbeinandi verður Sigrún Líndal
Hlakka til að sjá ykkur eldhress í morgunþreki
05.11.2013
Kæru bæjarbúar og nærsveitungar.
Þessa vikuna eru þemadagar í Höfðaskóla með yfirskriftinni Vináttudagar. Á þriðjudegi og miðvikudegi vinna nemendur að ýmsum verkefnum tengdum vináttu og baráttu gegn einelti.
Þann 8.nóvember (á föstudaginn) ætlum við síðan í vináttugöngu um bæinn. Sá dagur er helgaður baráttunni gegn einelti (www.gegneinelti.is).
Það myndi gleðja okkur mikið að sem flestir tækju þátt í göngunni með okkur. Stefnt er að brottför frá Höfðaskóla kl. 10:40 og gengið verður fyrir víkina að höfninni og aftur til baka.
(Ef svo ólíklega vill til að veðurguðirnir verði að stríða okkur, er vara skipulagið þannig að við hittumst í söng og leik í íþróttahúsinu kl. 12:00 á föstudeginum.)
Með fyrirfram þökk.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.
04.11.2013
Ný hitaveita var tekin formlega í notkun á Skagaströnd föstudaginn 1.nóvember þegar Árni Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður RARIK hleypti vatni á dreifikerfið. Tenging húsa við kerfið er hafin.
Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning 30. desember 2011 um lagningu hitaveitu til Skagastrandar og 22.maí s.l. var fyrsta skóflustungan tekin fyrir dreifikerfi hitaveitu RARIK á Skagaströnd. Hitaveitan á Skagaströnd er stækkun Blönduósveitu sem nær yfir veitusvæði á Blönduósi og Skagaströnd, auk hluta af dreifbýlinu milli Blönduóss og Skagastrandar.
Hleypt var á stofnæðina til Skagastrandar fyrir nokkrum dögum. Þá var opnað fyrir til reynslu í dælustöðinni á Skagaströnd og búnaður prófaður. Hitastig vatnsins reyndist 61°C og mun hækka með aukinni notkun. Íbúar á Skagaströnd geta því tengt hús sín við veituna og eru hvattir til að tengjast sem fyrst
Heita vatnið kemur frá Reykjum í Húnavatnshreppi. Boruð var ný vinnsluhola til að mæta auknu álagi og stofnpípa til Blönduóss endurnýjuð, en sú framkvæmd var á dagskrá burtséð frá hitaveitunni á Skagaströnd.
Að undanförnu hefur verið unnið að frágangi á tengigrindum og uppsetningu mæla fyrir hitaveituna á Skagaströnd. Nýjustu tækni er beitt við mælingu og álestrar verða rafrænir og því verða allir reikningar byggðir á raunverulegri notkun, í stað þess að áætla milli álestra eins og algengast var. Sama gjaldskrá mun gilda fyrir allt veitusvæðið.
Samhliða lagningu dreifikerfis hitaveitu um Skagaströnd voru lögð rör fyrir ljósleiðara í öll hús sem tengjast hitaveitunni og má reikna með að ljósleiðaratengingar verði til staðar fyrir þá sem þess óska í byrjun næsta árs.
Heildarkostnaður við verkið var áætlaður um 1.117 m.kr. þar af var kostnaður við borun og virkjun nýrrar holu að Reykjum um 160 m.kr. og endurnýjun stofnpípu frá Reykjum til Blönduóss um 346 m.kr.
RARIK vill þakka íbúum Skagastrandar og Blönduóss fyrir mjög góða samvinnu við uppbyggingu veitunnar og óskar Skagstrendingum til hamingju með heita vatnið.