20.12.2013
Jólaálfar Foreldrafélags Höfðaskóla munu áfram taka við pökkum og kortum til jólasveinanna í dag á neðstu hæð Túnbraut 1-3 á Skagaströnd. Opið frá kl. 9 - 15:00.
Það kostar 500 kr. fyrir pakkann og 50 kr. fyrir kortið.
Kær kveðja Sigurlaug Lára, Jensína, Kolbrun Osk, Ása Ósk og Gígja Heiðrún
19.12.2013
Með þessari fallegu jólamynd úr ljósmyndakeppni 2010,
eftir Árna Geir Ingvarsson, vill Ljósmyndasafn Skagastrandar óska öllum gleðilegra og friðsælla jóla.
Sérstakar þakkir fá allir þeir sem lánað hafa safninu myndir og/eða hjálpað okkur með því að senda inn upplýsingar eða leiðréttingar vegna mynda á vefnum.
Slíkar sendingar eru okkur ómetanlegar.
Gleðileg jól.
19.12.2013
Samningar hafa náðst við þá jólasveinabræður og eru þeir væntanlegir til byggða á Aðfangadag til að bera út pakka og bréf.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu þessara pilta geta hitt
umboðsmenn/jólaálfa þeirra á Vinnumálastofnun á 2. hæð að Túnbraut 1-3, fimmtudaginn 19. desember frá kl.18-20.
Bréf 50 kr.
Pakki 500 kr.
(erum ekki með posa á staðnum)
Fyrir hönd jólasveinanna,
Foreldrafélag Höfðaskóla
19.12.2013
Kæru nemendur og forráðamenn!
Vegna slæms veðurútlits eftir hádegi þá munum við
fresta Litlu jólunum þar til í fyrramálið
20. desember.
Skipulagið á morgun verður á þennan hátt:
Mæting í skólann kl. 9:00
Kirkjuferð kl. 9:00 –10:00
Gengið í kringum jólatré kl. 10:00 – 10:50
Stofujól og grautur kl. 10:50 – 12:00
Skólastjóri
17.12.2013
Stuðningsfulltrúa vantar í 20% starfshlutfall á unglingastig Höfðaskóla
Vinnutími:
mánudagar kl.10:00 – 14:20
þriðjudagar kl. 12:00 – 14:20
miðvikudagar kl. 12:00 – 14:20
Umsækjendur þurfa að hafa gaman af að vinna með börnum, vera þolinmóðir, ákveðnir og sjálfstæðir í starfi.
Umsóknir berist á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar eða á netfangið hofdaskoli@skagastrond.is
fyrir föstudaginn 3. janúar 2014. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins eða heimasíðu þess.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri,
í síma 452 2800 eða gsm 8490370.
Skólastjóri
17.12.2013
Ákveðið hefur verið að takmarka hraða ökutækja á Skagaströnd við 35 km.
Í Lögbirtingablaðinu birtist svohljóðandi auglýsing þann 22. nóvember 2013:
Auglýsing um umferð - Skagaströnd
Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og fenginni tillögu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar, er með hliðsjón af 4. mgr. 37. gr. umferðarlaga, staðfest að hámarkshraði ökutækja innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins skuli framvegis vera 35 km/klst.
Auglýsing þessi tekur þegar gildi. Með auglýsingu þessri er numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð á Skagaströnd sem kunna að brjóta í bága við auglýsingu þessa.
Lögreglustjórinn á Blönduósi
20. nóvember 2013
Bjarni Stefánsson
17.12.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 19. desember 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2014 (seinni umræða)
2. Þriggja ára áætlun 2015-2017 (seinni umræða)
3. Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks
4. Skýrsla KPMG um hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga í A-Hún
5. Bréf:
a. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013
b. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 15. nóvember 2013
c. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 24. október 2013
d. Farskólans, dags. 15. október 2013
e. Landsbyggðin lifi, dags. 2. október 2013
f. USAH, dags. 30. september 2013
g. Stígamóta, dags. 20. október 2013
h. Skíðadeildar Tindastóls, dags. 21. nóvember 2013
i. Egils Bjarka Gunnarssonar, dags. 23. september 2013
j. Menningarfélagsins Spákonuarfs, dags. 13. desember 2013
6. Fundargerðir:
a. Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 13.12.2013
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
12.12.2013
Fjallaferð 1992.
Árið 1992 fóru þessir 14 og 15 ára krakkar í þriggja daga
gönguferð með leikfimikennaranum sínum. Ferðin hófst við Blöndulón
og gengu krkkarnir að Hveravöllum fyrsta daginn og gistu þar.
Annan daginn gengu þau upp að rótum Langjökuls og gistu í skála
sem þar er.
Síðasta daginn gengu þau svo niður í Vatnsdal. Báru þau með
sér nesti fyrir ferðina og svefnpoka en vegalengdin sem þau gengu
var um 100 kílómetrar.
Margir höfðu vantrú á að krakkarnir mundu endast ferðina, því þau
þurftu að ganga 25 - 30 km á dag, en ferðin gekk upp og var góð
lífsreynsla fyrir krakkana.
Þessi mynd var tekin fyrir utan Höfðaskóla áður en lagt var af stað
í bíl upp á Kjalveg.
Frá vinstri: Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Jón Ólafur Sigurjónsson,
Þóra Ágústsdóttir, Gunnþór Óskar Sæþórsson, Jón Örn Stefánsson,
Magnús Helgason, Þorlákur Guðjónsson, Guðrún Björg Elísdóttir,
Viktor Pétursson, Ólína Laufey Sveinsdóttir,
Carl Erik Jakopsen kennari og leiðangursstjóri og
Árni Max Haraldsson.
11.12.2013
Spákonuhofið á Skagaströnd er opið á miðvikudagskvöldum til jóla frá klukkan 20:00- 22:00. Ýmislegt skemmtilegt til jólagjafa í litlu sölubúðinni t.d. úrval af prjónavörum, margskonar armbömd, hálsfestar, myndakerti og margt margt fleira, handverk úr heimabyggð, kaffi og kökur í boði.
Gjafabréf í Spákonuhofið er skemmtileg og spennandi gjöf , upphæð að eigin vali.
Undanfarnar vikur hefur verið mikið um draugagang í Spákonuhofinu, eða réttara sagt þar hafa verið haldin tvö draugasögukvöld, annað fyrir fullorna og hitt fyrir yngri kynslóðina. Var mæting alveg feyki góð og mættu rúmlega 60 manns á þessa viðburði sem þóttu nokkuð skelfilegir en umfram allt skemmtilegir.
Verið velkomin,
Dagný og Sigrún
>
10.12.2013
Jólabókakvöld í Bjarmanesi
miðvikudaginn 11. des., kl. 20.00
Heimamenn lesa upp úr eftirtöldum bókum:
María Ösp Ómarsdóttir; Alla mína stelpuspilatíð
Ingibjörg Kristinsdóttir; Andköf
Trostan Agnarsson; Í norðanvindi og vestanblæ
Magnús B. Jónsson; Guðni - léttur í lund
Magnús Örn Stefánsson; Útkall - lífróður
Valdimar Jón Björnsson; Árleysi alda
Bryndís Valbjarnardóttir; Sæmd
Guðrún Pálsdóttir; Við Jóhanna
Einnig taka Guðmundur og Jonni nokkur létt jólalög.
Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
Bjarmanes verður með kakó, nýja kaffidrykki og smákökur til sölu.
Jólakveðja, Gleðibankinn