Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013. Sandgerði Seyðisfjörður Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum, sbr. reglugerð nr. 1015/2012 í Stjórnartíðindum. Árneshreppur Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur og Hofsós) Langanesbyggð (Bakkafjörður og Þórshöfn) Samkvæmt ákvörðun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, endurauglýsir Fiskistofa eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir neðanskráð byggðarlög, skv. ofnanskráðum sérreglum. Áður innsendar umsóknir gilda. Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) Sveitarfélagið Skagaströnd Sveitarfélagið Hornafjörður Hér er síða með nánari leiðbeiningum og krækjur í umsóknareyðublaðið og samningseyðublaðið sem nota á. Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2012.

BioPol fékk hvatningarverðlaun SSNV

Fréttatilkynning Hvatningarverðlaun SSNV - atvinnuþróunar árið 2012 til sjávarlíftæknisetursins BioPolá Skagaströnd Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) veitir árlega hvatningarverðlaun til fyrirtækis á starfssvæði samtakanna. Hvatningarverðlaun SSNV – atvinnuþróunar hafa verið veitt frá árinu 1999 og eru þau í senn hvatning til áframhaldandi starfsemi og viðurkenning fyrir góðan árangur. Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra. Að þessu sinni er það sjávarlíftæknisetrið BioPolá Skagaströnd sem hlýtur verðlaunin vegna þess dugnaðar og framsýni sem stjórnendur hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins. Sjávarlíftæknisetrið BioPol Fyrirtækið var stofnað árið 2007 af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að koma á fót þekkingarsetri þar sem rannsóknir á lífríki hafsins og hagnýting staðbundinna auðlinda úr Húnaflóa væru í forgrunni. Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nokkra sérstöðu með rannsóknarverkefnum, m.a á útbreiðslu grásleppu hér við land, hagnýtingu svifþörunga til eldsneytisframleiðslu, kortlagningu og lífríkisrannsóknum á ræktunarstöðum fyrir krækling og nýtingu ígulkera til manneldis, svo eitthvað sé nefnt. Stefna fyrirtækisins er að BioPol muni á næstu árum ná að byggja upp nauðsynlega færni til þessað fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði sjávarlíftækni. Þess er vænst að rannsóknarniðurstöður fyrirtækisins „leiti út á markað“ sem í framhaldinu leiði til stofnunar sprotafyrirtæki sem hefji framleiðslu á vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þá er þess vænst að setrið stuðli að eflingu samkeppnishæfni Íslands varðandi nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi. Árið 2010 tók fyrirtækið í notkun nýja og vel útbúna rannsóknastofu þar sem hægt er að vinna flestar þær rannsóknir sem í gangi eru. Hjá fyrirtækinu starfa nú níumanns, flestir háskólamenntaðir, í margvíslegum sjávarrannsóknum. Verðlaunagripurinn. Hefð er fyrir því að verðlaunagripurinn fyrir hvatningaverðlaunin sé unninn af listamanni á svæðinu. Að þessu sinni er það Erlendur F. Magnússon, listamaður á Blönduósi, sem hannar og smíðar gripinn. Erlendur er lærður húsasmiður en var einnig við nám í Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Hann sinnti kennslu um árabil og var frumkvöðull að skákkennslu í grunnskólum. Frá árinu 1984 hefur Erlendur unnið við fjölbreytt hönnunar-, útskurðar- og sérsmíðaverkefni á eigin verkstæði og við hönnun og byggingu húsa víða um land. Helstu verkefni hans eru: Safnahús, hótel og fl. við Geysi í Haukadal, Fjörukráin í Hafnarfirði, Eden í Hveragerði, Ásgarður við Hvolsvöll og Ingólfsskáli í Ölfusi. Þá hefur hann unnið við endurbætur gamalla húsa og fundið þeim nýtt hlutverk til framtíðar. Hvatningarverðlaun SSNV hafa áður verið veitt eftirtöldum aðilum: Árið 2011 – Hlíðarkaup á Sauðárkróki. Árið 2010 – Ferðaþjónustan á Brekkulæk í Miðfirði Árið 2009 – Léttitækni ehf á Blönduósi. Árið 2008 – Sjávarleður hf á Sauðárkróki. Árið 2007 - Siglufjarðar Seigur – bátasmiðja. Árið 2006 - Forsvar ehf á Hvammstanga. Árið 2004 - Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Árið 2003 - Háskólinn á Hólum. Árið 2002 - Síldarminjasafnið á Siglufirði. Árið 2001 - Hestamiðstöðin Gauksmýri. Árið 2000 - Vesturfarasetrið á Hofsósi. Árið 1999 - Kántrýbær á Skagaströnd. Nánari upplýsingar veitir Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri SSNV í síma 4552510

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún

Verða sem hér segir: Skagaströnd í Hólaneskirkju þriðjudaginn 11. des. kl: 1700. Blönduósi í Blönduóskirkju fimmtudaginn 13. des. kl: 1700. Húnavöllum föstudaginn 14. des. kl: 1500. Allir velkomnir. Skólastjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 5. desember 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Álagningareglur fasteignagjalda 2013 2. Fjárhagsáætlun 2013 – 2016 (seinni umræða) 3. Sóknaráætlun landshluta ( tilnefning tveggja fulltrúa) 4. Félags og skólaþjónustu A-Hún a. Fundargerð 30. október 2012 b. Fjárhagsáætlun 2013 5. Byggðasamlag um menningu og atvinnumál a. Fundargerð 7. nóvember 2012 b. Fjárhagsáætlun 2013 6. Minnisblað um snjómokstur 7. Bréf: a. Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012 b. Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 28. október 2012 c. Farskólans, dags. 30. október 2012 d. Stígamóta, dags. í okt. 2012 e. Skíðadeildar Tindastóls, dags. 9. nóvember 2012 f. Sveitarstjóra til Sjávarútvegsráðuneytis, dags. 8. nóvember 2012 8. Fundargerðir: a. Heilbrigðisnefndar Nl.vestra, 13.11.2012 b. Hafnasambands Íslands, 19.11.2012 c. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 22.10.2012 d. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 7.11.2012 e. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26.10.2012 f. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23.11.2012 9. Önnur mál Sveitarstjóri

Aðventunni fagnað í Landsbankanum á Skagaströnd

Nú er aðventan er byrja og búið að skreyta jólatréð. Af þessu tilefni ætlum við að bjóða uppá smákökur og kaffi í Landsbankanum á Skagaströnd mánudaginn 3. des. Verið velkomin til okkar. Stelpurnar í Landsbankanum. J

Kveikt á jólatrénu í dag

Jólatré - jólatré Kveikt verður á jólatrénu á Hnappstaðatúni föstudaginn 30. nóvember kl 17.00. Vonast er til að nokkrir jólasveinar mæti samkvæmt venju þótt opinber starfstími þeirra hefjist ekki fyrr en eftir nokkra daga. Börn eru hvött til að koma með foreldra sína og rifja upp jólalögin. Sveitarstjóri.

Fatamarkaður og smákökusala Rauða krossins á Skagaströnd

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd sem átti að vera fimmtudaginn 22. nóvember og var frestað vegna veðurs, verður haldinn mánudaginn 3. desember frá kl. 17:00-19:00. Ný sending af fötum. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin

Sorphirðudagur fimmtudaginn 29. nóv.

Eins og fram kemur í sorphirðudagatali fyrir Skagaströnd http://skagastrond.is/sorphirda2012.pdf er næsti sorphirðudagur fimmtudaginn 29. nóvember. Húseigendur er því minntir á að moka frá ruslatunnum sínum og sjá til þess að þær séu aðgengilegar fyrir sorphirðufólk. Sveitarstjóri

Tilkynning frá Skólafélaginu Rán

Heil og sæl Þá er loksins komið að hinni langþráðu vetrarsamkomu Garginu sem einkennist af söng og gleði nemenda og annarra viðstaddra. Gera má ráð fyrir að um salinn ómi helstu gleði- og hamingjusöngvar sem þekkjast á þessum hluta landsins. Er það einlæg ósk okkar að sem flestir gefi sér tóm til að mæta. Gleðin hefst í Fellsborg kl 18:00 þriðjudaginn 4. desember. Léttar veitingar verða í boði. Aðgangseyrir er 500 kr Skólafélagið Rán

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd frestað

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd sem átti að vera á morgun, fimmtudaginn 22. nóvember, hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember frá kl. 17:00-19:00. Stjórnin