24.02.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 26. febrúar 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Undirbúningur hitaveituvæðingar
a. Minnisblað um samstarfsfund með RARIK
b. Samþykkt um stuðning
c. Samantekt um hönnunarkröfur
d. Samningur við Mílu
e. Framkvæmdir í eignum sveitarfélagsins
2. Framkvæmdir í Fellsborg
3. Gjaldskrár
4. Ráðningarbréf endurskoðanda
5. Dagskrá Skotlandsferðar á vegum SSNV
6. Íbúaþing
7. Bréf:
a. Växjö kommun, dags. 11. febrúar 2013
b. Velferðarráðuneytisins, dags. 14. febrúar 2013
c. Símans dags.6. febrúar 2013
d. Eyðibýli á Íslandi, áhugamannafélags, dags. 15. febrúar 2013
e. Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2013
f. Forvarnarbókarinnar, dags. 8. febrúar 2013
g. UMFÍ, um landsmót 50+ árið 2015, dags. 7. febrúar 2013
h. UMFÍ, um 19. Unglingalandsmót árið 2016, dags. 7. febrúar 2013
i. UMFÍ, um landsmót UMFÍ árin 2017 og 2021, dags. 7. febrúar 2013
8. Fundargerðir:
a. Skipulags- og byggingarnefndar, 25.02.2013
b. Hafnarnefndar, 25.02.2013
c. Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 7.02.2013
d. Stjórnar SSNV, 29.01.2013
e. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, 16.01.2013
f. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25.01.2013
g. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 18.01.2013
9. Önnur mál
Sveitarstjóri
22.02.2013
Spilakvöld.
Kvenfélagið Eining stendur fyrir félagsvist sem verður næstu þrjú mánudagskvöld í Fellsborg,
25.febrúar , 4. mars og 11. mars og hefst kl. 20:00 öll kvöldin
Ef keypt eru spjöld fyrir öll þrjú kvöldin kostar
spjaldið 800 kr. stakt spjald kostar 1000.
21.02.2013
Stúlknakór í Tunnunni
Stúlknakór úr Höfðaskóla í Tunnunni einhverntíma á sjöunda áratugnum. Maðurinn lengst til vinstri er Jónatan Jónsson kennari og stjórnandi kórsins. Stúlkurnar á myndinni eru flestar óþekktar en sú lengst til vinstri í aftari röð er Guðbjörg Þorbjörnsdóttir svo er óþekkt stúlka þá Kristín Sigurðardóttir. Í fremri röð er Áslaug Hrólfsdóttir lengst til vinstri og þriðja frá hægri er Eygló Gunnarsdóttir en önnur frá hægri er Unnur Gunnarsdóttir. Ef þú þekkir aðrar stúlkur á myndinni vinsamlegast sendu okkur þá athugasemd á þetta netfang myndasafn@skagastrond.is
20.02.2013
Tilkynning frá sveitarstjóra
Sveitarfélagið Skagaströnd vill vekja athygli á því að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár.
Umsóknir vegna húsaleigubóta 2013 skulu hafa borist eigi síðar en 15. mars 2013
Umsókn þarf að fylgja:
Útfyllt umsóknareyðublað
Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði
Staðfesting skóla um nám ungmenna 20 ára og eldri
Skattframtal síðasta árs staðfest af skattstjóra (skattframtali skal skila inn um leið og það liggur fyrir)
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins
eða á vefslóðinni:
http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-eydublod/Eydublad_Husaleigubaetur.pdf
Nánari upplýsingar á skrifstofu Sveitarfélags Skagastandar
S: 455 2700
15.02.2013
Krakkar í sparifötunum
Þessi mynd, þar sem allir eru í sparifötunum sínum í 10 ára afmæli Fjólu Jóns í Asparlundi. í Aftari röð eru frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir alin upp í Skálholti, Ingibjörg Kristinsdóttir úr Héðinshöfða og Helga Guðmundsdóttir Hólabraut 25. Í fremri röð eru frá vinstri: Magnús B. Jónsson úr Asparlundi, seinna sveitarastjóri, Fjóla Jónsdóttir systir hans, sem situr með bróður þeirra, Gunnar Jónsson. Þá kemur Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem ólst upp í Akurgerði og lengst til hægri er Sóley Benjamínsdóttir systir Pálínu í efri röðinni.
15.02.2013
Hugo Þórisson sálfræðingur kemur og heldur fyrirlestur í Félagsheimilinu á Blönduósi 19.febrúar kl 19:30 sem nefnist „Hollráð Hugos samskipti foreldra og barna“.
Hugo hefur starfað að málefnum barna og foreldra í yfir 33 ár. Hann hefur haldið fjöldamarga fyrirlestra og námskeið sem miða að því að fræða foreldra um samskipti þeirra við börn sín. Hann er höfundur bókarinnar Hollráð Hugos og DVD disksins Samskipti foreldra og barna. Hann hefur einn komið að gerð tveggja sjónvarpsþátta á Stöð2.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á samkomuna svo að sem flestir geti notið þess að hlusta og haft gagn og gaman að þessum áhugaverða fyrirlestri.
Léttar veitingar verða í boði.
Verð aðeins 1.500 kr.
14.02.2013
Framkvæmdir eru hafnar við að leggja vatnshitunarkerfi í leikskólann Barnaból. Hann hefur verið hitaður með rafmagnsþilofnum og neysluvatn hitað í tveimur rafmagnshitakútum. Auk þess að leggja nýtt hitakerfi í húsið verður neysluvatnskerfið endurnýjað.
Vegna lagningar hitaveitu um Skagaströnd í sumar eru framkvæmdir hafnar við fyrrgreinda breytingu sem er í raun byrjun á að breyta eignum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að tengjast hitaveitunni. Framkvæmdin er ekki einföld þar sem leikskólinn er byggður í tveimur byggingaráföngum og í fullri starfsemi alla virka daga. Verkið er því að mestu unnið utan dagvinnumarka. Þar sem tenging við hitaveitu verður ekki í boði fyrr en næsta haust verður að halda rafhitunarbúnaði þar til tenging getur farið fram.
Samið var við Vélaverkstæði Skagastrandar um pípulagnirnar en pípulagnameistari að verkinu er Steinar Þórisson.
Framundan eru svo breytingar á öðrum fasteignum sveitarfélagsins sem hafa verið hitaðar með sama hætti og leikskólinn. Sveitarfélagið á 11 íbúðir sem eru í dag hitaðar með rafmagnsþilofnum og auk þess eru nokkrar aðrar byggingar með þeim hitunarbúnaði.
11.02.2013
Á öskudaginn verður grímuball í Fellsborg. Hefst skemmtunin klukkan 16:00 og verður með fremur hefðbundnu sniði.
Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir þá sem mæta í öskudagsbúningi en 500 krónur fyrir aðra.
Komi þrjú eða fleiri börn frá heimili er aðeins greitt fyrir tvö.
Á staðnum verða seldir drykkir og eitthvert góðgæti.
Skólafélagið Rán
08.02.2013
Miðvikudaginn 6. Febrúar var haldin, á vegum grunnskóla Húnavatnssýslna, mjög áhugaverð og gagnleg vinnustofa um notkun upplýsingatækni í kennslu.
Í stefnumótunarskjali menntamálaráðuneytisins segir: „Allir skulu hafa tækifæri til að tileinka sér nauðsynlega færni og taka á eigin forsendum þátt í samfélagi upplýsinga og þekkingar“. Í skjalinu segir einnig að „kennarar verði að fá haldgóða kennslu og þjálfun í að nota upplýsingatækni við úrlausnir hvers kyns verkefna“.
Kennari þarf ekki aðeins að ná tökum á grunnvallaratriðum upplýsingatækninnar og öðlast þar ákveðan færni, heldur þarf hann einnig að geta beitt tækninni markvisst í kennslu. Til að svo megi vera er nauðsynlegt að kennarinn hafi góða yfirsýn yfir efnið sem í boði er. Framboð tækja og forrita er mikið og stöðugt bætist við flóruna. Það getur þess vegna verið krefjandi fyrir kennarann að finna aðferðir, hugmyndir og tækni sem henta honum og viðkomandi nemendahópi“.
· Tilgangur vinnustofunnar var að kynna nytsamleg forrit sem eru auðveld í notkun.
· Vinnustofan var ætluð öllum kennurum, á öllum stigum grunnskóla og úr öllum faggreinum.
· Leiðbeinandi vinnustofunnar var Sonja Suska, kennari Húnavallaskóla.
· Vinnustofan var haldin í Húnavallaskóla
Mynd: Áhugasamir þátttakendur og leiðbeinandi (þriðji frá vinstri, fremri röð)
Kv
Guðjón E. Ólafsson
07.02.2013
Forystufólk á fundi.
Myndin er af fólki sem lengi var í forystu á margvíslegan hátt á Skagaströnd. Fólkið er greinilega á fundi en ekki er vitað hvert tilefni fundarins var. Myndin, sem er líklega tekin 1963 eða 1964, er tekin annað hvort á skrifstofu oddvitans (sem þá gegndi hlutverki sveitarsjóra) eða á skrifstofu hreppstjórans sem var fulltrúi sýslumanns á staðnum. Báðar skrifstofurnar voru í bragganum við Skagaveg 2 (Norður -skála sem seinna varð bílaverkstæði) og voru þær sitt hvoru megin við gang eftir miðju húsinu. Frá vinstri á myndinni eru: Björgvin Jónsson í Höfðabrekku (Bankastræti 10), Pálmi Sigurðsson í Pálmalundi (Hólabraut 27), Kristófer Árnason Sunnuhvoli (Sunnuvegur 1), Guðbjartur Guðjónsson Vík (Strandgata 4), Ingvar Jónsson hreppstjóri Skagavegi 2 (Norður - skála), Ólafur Guðlaugsson Sævarlandi, Kristján Hjartarson Grund, Haraldur Sigurjónsson Iðavöllum, Jóhanna Sigurjónsdóttir Héðinshöfða (Skagavegur 5 ?), Björgvin Brynjólfsson Miðnesi, Jóhanna Gunnlaugsdóttir Hólabraut 5.