Leikfimi - Zumba, jóga, pilates, circuit training

Leikfimi með Andreu og Höllu Karen Zumba, jóga, pilates, circuit training Þrír tímar í viku = 24 skipti og kostar 21.000 kr Þann 23. október er að fara af stað leikfimi með Andreu og Höllu Karen sem stendur til 6. desember. Leikfimin verður í íþróttahúsi Skagastrandar á þriðjudögum kl. 18:00-19:00, miðvikudögum kl:19:00-20:00 (miðvikudagstíminn breytist kanski) og fimmtudögum kl: 17:00-18:00. Greiða verður fyrir námskeiðið fyrir 25. október. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Andrea og Halla Karen

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram á Skagaströnd laugardaginn 20. okóber n.k. Kosið verður í Fellsborg og hefst kjörfundur kl. 10:00 og stendur til kl. 21:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd

Takk fyrir komuna

Við hjá Rannsóknarsetri HÍ á Skagaströnd þökkum öllum sem komu í heimsókn til okkar um safnahelgina. Það gladdi okkur mjög hve margir nenntu að koma og aðstoða okkur við að finna út hvað er á myndum, sem við þekktum ekki. Einnig þökkum við öllum sem tóku þátt í að rifja upp með okkur sögu hafnarinnar. Við viljum minna á að Ólafur Bernódusson er við vinnu í setrinu alla virka daga frá 8 - 12 . Á þeim tíma eru allir meira en velkomnir því alltaf vantar okkur hjálp við að þekkja fólk og staði sem eru á myndum ljósmyndasafnsins. Einnig er fólk velkomið ef það langar að glugga í bækur úr safni Halldór Bjarnasonar, sem eru á staðnum. Bækurnar eru ekki til útláns en mjög góð lesaðstaða er hjá Rannsóknarsetrinu í gamla kaupfélagshúsinu. Ólafur er líka að vinna fyrir Farskólann og tekur fólk í viðtöl t.d. um námsframboð fyrir fullorðna og annað því tengt. Einnig býður hann upp á áhugasviðsgreiningu til að hjálpa fólki við að taka réttar ákvarðanir í sambandi við námsval. Auðvitað er líka hægt að hafa samband við okkur í síma 4512210 á hverjum morgni.

Söguleg safnahelgi í Spákonuhofi.

Spákonuhofið á Skagaströnd verður opið á laugardag og sunnudag eins og önnur söfn og setur á svæðinu í tengslum við Sögulega safnahelgi. Opið verður frá klukkan 12 til 18. Sögustundir og Spádómar- Bókin um Þórdísi spákonu á tilboði þessa helgi. Árnes á Skagaströnd verður opið á sama tíma . Kaffi og kleinur í boði fyrir gesti. Alltaf gaman að koma í Spákonuhofið .... sjáumst.

Badminton mánudaga og fimmtudaga

Badminton Við spilum badminton í Íþróttahúsinu á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 18:30-20:00. Bjóðum velkomna þá sem vilja kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt. Badmintonklúbbur Skagastrandar

Bókasafnið lokað vegna flutninga

Bókasafn Skagastrandar verður lokað um óákveðinn tíma vegna flutninga. Opnun í Fellsborg verður auglýst síðar. Bókavörður

Höfnin á Skagaströnd – myndir og spjall

Skagstrendingum og nærsveitamönnum boðið að skoða myndir af höfninni og sjálfum sér Í húsnæði Rannsóknaseturs HÍ í gamla kaupfélagshúsinu kl. 12-18 laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. október 2012 Rannsóknasetur HÍ og sveitarfélagið Skagaströnd vinna nú saman að því að gera myndasafn sveitarfélagsins aðgengilegt almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins. Ljósmyndasafnið telur nú um 13000 myndir sem allar tengjast Skagaströnd á einn eða annan hátt. Hver er á myndinni? – klukkan 12-18 Á laugardag og sunnudag liggur frammi hluti af ljósmyndasafni Sveitarfélagsins Skagaströnd og er fólk beðið um að hjálpa til við að þekkja fólk og staði á myndunum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir Skagstrendinga og nærsveitamenn til að rifja upp gamlar minningar og gera gagn á sama tíma. Óformleg dagskrá kl. 14. báða dagana Höfnin á Skagaströnd – myndir og spjall Klukkan tvö á laugardag og sunnudag sýnir Ólafur Bernódusson myndir úr fórum sveitarfélagsins af hafnarframkvæmdum og stiklar á stóru um sögu þeirra allt frá því fyrir aldamótin 1900 til dagsins í dag. Gestir eru beðnir um að taka þátt í frásögninni: leiðrétta, bæta við og segja frá því sem þeir vita. Öllum er boðið til leiks – sérstaklega þeir sem muna tímana tvenna. Í húsnæði Rannsóknarsetursins er Bókasafn Halldórs Bjarnasonar en það hefur að geyma mikinn fróðleik um sögu og ættfræði. Heitt verður á könnunni báða dagana og allir eru velkomnir. Ókeypis rútuferð frá Blönduósi á kl. 13 – brottför frá Kvennaskólanum. Rútan fer frá Skagaströnd kl. 15 Viðburðurinn er haldinn í samhengi við Sögulega safnahelgi á Norðurlandi vestra en þessa helgi taka nærri 30 söfn og setur á Norðurlandi vestra á móti gestum. Sjá nánar http://www.huggulegthaust.is/

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 10. október til kjördags. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 29. september 2012. Sveitarstjóri

Heilbrigðisstofnunin Blönduósi auglýsir

Árleg inflúensubólusetning haustið 2012 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi Föstudaginn 12/10 kl: 13:00-15:00 Mánudaginn 15/10 kl: 13:00-15:00 Fimmtudaginn 18/10 kl: 11:30-13:30 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd Fimmtudaginn 18/10 kl: 9:30-11:00 Föstudaginn 19/10 kl: 13:00-14:30 Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir áhættuhópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 9. október 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun 2013 - forsendur 2. Ársfundur SSNV 3. Bjarmanes 4. Lokun urðunarstaðar 5. Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis 6. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 7. Bréf: a. Stjórnar USAH, dags. 4. október 2012 b. Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps, dags. 2. október 2012 c. Innanríkisráðuneytisins, dags. 21. september 2012. d. Skipulagsstofnunar, dags. 24. september 2012. e. Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, dags. 25. september 2012. f. EBÍ – Brunabót, dags. 13. september 2012 g. Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 10. september 2012 8. Fundargerðir: a. Stjórnar Byggðasamlags um atvinnu og menningarmál, 3.10.2012 b. Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 24.09.2012 c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 5.09.2012 d. Stjórnar SSNV, 5.09.2012 e. Menningarráðs Nl. vestra, 5.09.2012 f. Hafnasambands Íslands, 19.09.2012 g. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7.09.2012 9. Önnur mál Sveitarstjóri