Norðurá auglýsir útboð á stækkun urðunarhólfs

ÚTBOÐ Norðurá bs. óskar tilboða í verkið - Urðunarstaður Stekkjarvík Blönduósbæ - Stækkun. Helstu magntölur eru: Gröftur og tilfærsla jarðvegs 35.000 rúmmetrar. Lagnir 200 metrar. Verklok eru 31. ágúst 2012. Útboðsgögn fást á skrifstofu Eflu hf. verkfræðistofu, Höfðabakka 9 frá og með mánudeginum 9. júlí 2012, kl. 14, gegn skráningu á samskiptaaðila bjóðanda í útboði. Opnun tilboða verður 23. júlí 2012, kl. 14:00 í þjónustuhúsi urðunarstaðarins Stekkjarvík Blönduósbæ.

Hárstofan Viva aglýsir

Jæja.....nú er komið að því að ég fari í barneignarfrí. Síðasti vinnudagurinn minn er föstudagurinn 13. júlí (allt orðið fullt). Hægt er að fá tíma hjá Hörpu Þórsdóttur hársnyrti dagana 17. – 19. júlí, pantið tímanlega. Opið verður í ljósabekkinn eftir að stofan lokar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtu-dögum frá 17.00 – 19.00. Tímapantanir í síma 452 2666. Halla María Þórðardóttir mun koma til starfa á stofunni í lok ágúst. Nánar auglýst síðar. Sumarkveðja, Dísa Ásgeirs.

Gæsluvöllur

Gæsluvöllur verður starfræktur á leikvelli Barnabóls 10. júlí – 3. ágúst 2012 Gæsluvöllurinn verður opinn virka daga kl 13 - 16. Börn á aldrinum tveggja til sex ára geta sótt völlinn gegn 400 kr greiðslu fyrir hvert skipti. Í leikskólanum verður opin salernisaðstaða fyrir börnin en að öðru leyti verður fyrst og fremst um gæslu utandyra að ræða. Æskilegt er að börnin taki með sér nesti og er sérstaklega bent á að öll leikföng sem þau kunna að taka með sér eru á eigin ábyrgð. Þrátt fyrir áætlaðan opnunartíma er allur réttur áskilinn til að leggja þetta þjónustutilboð niður ef aðsókn að gæsluvellinum verður lítil eða engin. Sveitarstjóri

Starfsmaður í íþróttahús/sundlaug

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir starf í íþróttahúsi/sundlaug laust til umsóknar. Starfið er fólgið í vaktavinnu í íþróttahúsi yfir vetrarmánuðina og sundlaugarvörslu á sumrin. Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa með börnum og unglingum. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2012. Nánari upplýsingar veitir Árni Geir í síma: 861 4267. Sveitarstjóri

Atvinna í boði

Höfðaskóli auglýsir Stuðningsfulltrúa vantar við Höfðaskóla veturinn 2012 – 2013 Um er að ræða: · 50% stöðu stuðningfulltrúa á yngstastig · 75% stöðu stuðningsfulltrúa á miðstig · 30% stöðu stuðningsfulltrúa í Frístundaver yngsta stigs Umsækjendur þurfa að hafa gaman af að vinna með börnum, vera þolinmóðir, ákveðnir og sjálfstæðir í starfi. Menntun í uppeldisfræðum er kostur en ekki skilyrði. Umsóknir berist á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar eða á netfangið hofdaskoli@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til 12. júlí, hægt er að nálgast umsóknar - eyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, í síma 452 2800 eða gsm 8490370. Skólastjóri

Kjör forseta Íslands 2012

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna forsetakosninganna fer fram í félagsheimilinu Fellsborg. Kjörfundur hefst klukkan 10.00 að morgni laugardagsins 30. júní 2012 og stendur til kl. 21.00 Kjörstjórnin.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 27. júní 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Kosning oddvita og varaoddvita 2. Kjörskrá vegna forsetakosninga 2012 3. Búnaður í bókasafn 4. Rekstur íþróttahúss og sundlaugar 5. Bréf: a. Fjárlaganefndar Alþingis, dags. 18. júní 2012 b. Djásn og dúllerí, dags. 20. júní 2012 c. Sveitarstjóra til Farskóla Nl. vestra, dags. 15. júní 2012 d. RARIK dags. 16. maí 2012 e. Sveitarstjóra til Siglingastofnunar, dags. 14. júní 2012 f. Umhverfisráðuneytisins, dags. 20. júní 2012 g. Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Ísl. dags. 22. maí 2012 h. Maríu Ómarsdóttur og Ernu Hreinsdóttur, dags. í júní 2012 i. Hrafnhildar Sigurðardóttur, formanns SÍM, dags. 21. maí 2012 j. Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar, dags. 31. maí 2012 k. Centra fyrirtækjaráðgjöf, dags. 13. júní 2012 l. Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 12. júní 2012 m. Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 11. apríl 2012 n. Framkvæmdastjóra SSNV, dags. 21. maí 2012 6. Fundargerðir: a. Fræðslunefndar, 14.06.2012 b. Hafnarnefndar, 04.06.2012 c. Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 07.06.2012 d. Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 04.05.2012 e. Stjórnar Fjölbrautarskóla Norðurl. vestra, 07.06.2012 f. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 01.06.2012 g. Stjórnar SSNV, 19.06.2012 h. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. 25.05.2012 i. Stjórnar Hafnasambands Íslands. 16.05.2012 j. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 20.06.2012 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá vegna forsetakosninga 30. júní 2012 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 9. júní 2012. Sveitarstjóri

Heimsókn bandaríska sendiherrans

Bandaríski sendiherrann, Luis E. Arreaga, kom í heimsókn til Skagastrandar 18. júní 2012 ásamt eiginkonu sinni Mary og dótturdótturinni Elenu. Sveitarstjórn hafði boðið sendiherranum formlega að koma í heimsókn til að kynna sér atvinnulíf, menningu og mannlíf á Skagaströnd en þó ekki síst til að kynnast Kántrýsetrinu, Kántrýbæ og þeirri tilhöfðun til bandarískrar menningar sem þar hefur þróast. Auk þess að skoða Kántrýbæ og hitta Kúreka norðursins fékk sendiherrann og fylgdarlið hans kynningu á Rannsóknarsetri HÍ, BioPol, Fiskmarkaði Íslands, Spákonuhofi, Nes – listamiðstöð, Hólaneskirkju og Greiðslustofu Vinnumálastofnunar. Allsstaðar voru góðar viðtökur við sendiherranum og veittar upplýsingar og tekin umræða um verkefni, störf og stefnur. Sendiherrahjónin, sem bæði eru sérstaklega góð viðkynningar, voru mjög áhugasöm um allt sem til umfjöllunar var og sýndu Skagaströnd mikinn áhuga. Í bloggi sendiherrans kemur einnig fram hans sýn á heimsóknina: http://ambassadorblogiceland.blogspot.com/2012/06/skagastrond-nice-blend-of-science.html

Laus staða leikskólakennara

Laus staða leikskólakennara við Leikskólann Barnaból Skagaströnd Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum leikskólakennara eða starfsmanni með sambærilega uppeldismenntun sem er tilbúinn að taka þátt í kraftmiklu leikskólastarfi m.a. að vinna við gerð á nýrrar skólanámsskrár og skipulagningu faglegs starfs. Um er að ræða 50% starf á tímabilinu kl. 12 - 16/16:15. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með 15. ágúst 2012. Leikskólinn Barnaból er tveggja deilda leikskóli og auglýst starf er aðallega á deild með eldri nemendum á aldrinum 2½ - 6 ára. Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum eða fólki með sambærilega uppeldismenntun og sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna tímabundið til eins árs. Á Leikskólanum Barnabóli er leitast við að jafna kynjamun og karlmenn jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 28. júní 2012 Nánari upplýsingar gefur Þórunn Bernódusdóttir leikskólastjóri Sími 452-2706 eða á barnabol@skagastrond.is Heimsíða skólans er á leikskolinn.is /barnabo