Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar föstudaginn 24. febrúar 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs og stofnana 2. Dreifnám 3. Fellsborg framkvæmdir 4. Samningur MN og SSNV 5. Bréf: a. Félags- og skólaþjónustu A-Hún, dags. 13. febrúar 2012 b. Þingmanna Hreyfingarinnar, dags. 7. febrúar 2012 c. Hollvinasamtaka HSB, dags. 17. febrúar 2012 d. Óbyggðanefndar, dags. 18. janúar 2012 6. Fundargerðir a. Fræðslunefndar, 19.01.2012 b. Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 2.02.2012 c. Menningarráðs Norðurlands vestra, 2.02.2012 d. Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 31.01.2012 e. Héraðsfundar sveitarstjórna í A-Hún, 7.02.2012 f. Stjórnar SSNV, 14.02.2012 g. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. 27.01.2012 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Búðu til þína eigin Kransaköku.

Þann 17.mars næstkomandi mun vera haldið námskeið í kransakökugerð á Skagaströnd. Námskeiðið er haldið undir leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakar og konditor.  Fyrirkomulag námskeiðisins Hver og einn þáttakandi mun útbúa 40 manna kransaköku sem hann/ hún getur síðan fryst og boðið upp á í fermingarveislunni sinni eða öðrum viðburði. Kennt verður hvernig á meðhöndlar massann, hvernig kakan er sett saman og hugmyndir af skreytingu. Einnig verða þátttakendum kennt hvernig er hægt að að útbúa súkkulaðiskraut á einfaldan máta. Námskeiðið mun taka um það bil tvær og hálfa klukkustund og þátttölugjald mun vera 6.990 kr. Allt hráefni og bakstur er innifalið í verðinu. Einnig er hægt að kaupa auka massa ef fólk vill stækka kökuna eða búa til kransakökubita, ekki er nauðsynlegt að sækja námskeiðið til þess. Þessi námskeið hafa verið haldin á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár á vegum Blómavals og hafa þau verið mjög vinsæl,fyrir þá sem eru að fara að ferma þá er fermingarbarnið oft tekið með og hjálpar það við að gera köku fyrir sýna eigin fermingarveislu. Námskeiðið verður haldið í Félagsheimilinu á Skagastönd þann 17.mars næstkomandi frá kl 12:00 til 14 :30. Nauðsynlegt er að taka með sér ílát til að geyma kökuna í, farið verður með hana heim ósamansetta. . Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á solnoi@hotmail.com eða hringið í síma 690 9078. Skráning þarf að vera með fullu nafni, síma og hvert námskeiðið verður sótt. 12.mars er allra síðasti dagur til að skrá sig. Frekari upplýsingar um námskeiðið getur þú fengið í skráningarsíma eða sent tölvupóst. Vonandi sjá sem flestir sér fært á að mæta á þetta skemmtilega námskeið :) Halldór Kr. Og Margrét Sól.

FÉLAGSVIST

Kvenfélagið Eining mun standa fyrir þriggjakvölda félagsvist á næstunni. Spilað verður í félagsheimilinu Fellsborg. Spilað verður mánudaginn 27. febrúar, mánudaginn 5. mars og mánudaginn 12. mars Húsið opnar kl. 20:00. Byrjað verður að spila kl.20:30. Miðaverð er 1000 kr. fyrir kvöldið. 1800 kr ef greitt er fyrir 2 kvöld, og 2400 kr ef greitt er fyrir 3 kvöld. Vinningar eru í boði fyrir hvert kvöld fyrir sig, hæsti karl og hæsta kona og svo skammarverðlaunin að sjálfsögðu. Svo er tekin heildarsumma allra kvölda og sá stigahæsti fær veglegan vinning síðasta kvöldið. Kaffiveitingar í hléi eru innifaldar í miðaverði. Kvenfélagið Eining.

Tilkynning frá Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi:

Breytt viðvera lækna á Skagaströnd: Framvegis verður læknir annan hvern þriðjudag og alla fimmtudaga frá kl. 9-12 á Heilsugæslunni á Skagaströnd. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma: 455 4100 HSB

Opið hús í Nes listamiðstöð 21. febrúar kl 17-19

Þeir listamenn sem dvelja nú í Nes listamiðstöð sýna afrakstur vinnu sinnar þriðjudaginn 21. febrúar, kl. 17:00 – 19:00. Með því að nota margvíslega miðlunartækni, eins og málverk, myndbönd, innsetningar, vefnað og ljósmyndun, þá munu listamennirnir breyta Nes listamiðstöð í sýningarsal og sýna jafnt fullunnin verk og verk í vinnslu. Sumir listamannanna hafa í verkum sínum tekið mið af umhverfi Skagastrandar og nágrenni, sagnaarfinum og samfélagi. Hollenska listakonan AnneMarie van Splunter er að ljúka við heimildarmynd um leikskólann á Skagaströnd, bandaríski listamaðurinn Liz Hope Layton hefur unnið málverk og myndband út frá sögunni um Þórdísi spákonu og ítalska listakonan Barbara Gamper skoðar staðarímynd og sjálfsmynd á Íslandi. Fransk-spænski listamaðurinn Luis Miguel Dominguez málar landslag með bleki á 10 metra langan pappír, mexíkóski listamaðurinn Christian Castañeda Vázquez vinnur að teikningum sem byggja á íslenskum goðsögnum og þýska listakonan Christin Lutze nýtir sér litróf íslenska vetrarins í málverkum sínum. Sid Blevens stundar tónsmíðar á meðan Elsa di Venosa og Hugo Deverchère frá Frakklandi búa til myndband, þar sem þau skoða úr lofti hið tunglkennda landslag Íslands. „Með sífelldan vindinn utandyra hefur Nes listamiðstöð verið vinnustaður okkar nánast allan sólarhringinn þessar vikur. Það hefur verið dýrmæt reynsla fyrir okkur að vinna klukkustundum saman í björtu og rúmgóðu vinnuhúsnæðinu og ganga síðan út um dyrnar í éljaganginn og snjóinn sem ekki var hér í morgun. Á hverjum degi eru landslagið, fjöllin, hafið og láglendið, síbreytileg í litum og ásýnd. Maður verður að vera ansi dofinn til að verða ekki fyrir áhrifum af þróttmikilli náttúrunni - myrkrinu og litum norðurljósanna. Ef vindurinn verður of mikill þá grípum við í næsta ljósastaur og ef skyggnið er aðeins einn metri, þegar við leggjum af stað heim, þá snúum við bara aftur til listamiðstöðvarinnar. Það er nægur matur í ísskápnum, nóg af teppum og nokkrir sófar. Við gætum dvalið í eina eða tvær vikur í listamiðstöðinni ef við þyrftum. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur.“ AnneMarie van Splunter, HollandBarbara Gamper, Ítalía/Bretland Christian Castañeda Vázquez, MexíkóChristin Lutze, Þýskaland Claire Pendrigh, ÁstralíaConnie Dekker, Holland Elsa di Venosa, FrakklandHugo Deverchère, Frakkland Liz Hope Layton, USASid Blevins, USA Luis Miguel Dominguez, FrakklandSigbjørn Bratlie, Noregur

Bæklingur um veiðivötn í Skagaheiði

Út er kominn bæklingur um veiðivötnin í Skagaheiði. Bæklingurinn er unnin af Sigurði Sigurðarsyni og Róbert F. Gunnarssyni en útgáfan er styrkt af Ferðamálastofu. Bæklingurinn verður til afhendingar á helstu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi vestra. Í ritinu er að finna upplýsingar um nærri fjörtíu vötn. Gott kort fylgir og öll vötn sem fjallað er um eru merkt . Í texta er getið um fimm grundvallaratriði um hvert vatn: Veiðileyfi, vegalend frá Skagaströnd, aðkomu, veiði og stærð vatns. Einnig hefur verið reynt að birta myndir af sem flestum vötnum. Í honum er einnig að finna hverjir selja veiðileyfi, hversu langt er að vatni frá Skagaströnd, aðkoma að vatninu, stærð þess og ekki síst hvers konar veiði er von. Í bæklingnum er kort af Skaga og þar má finna helstu leiðir, örnefni, jarðamörk og mörk almenninga. Bæklingurinn er birtur á heimasíðunni og finnst hér: http://www.skagastrond.is/veidi_skaga.pdf

Heimildarmynd um leikskólann Barnaból

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð myndbands um Leikskólann Barnaból í tilefni 35 ára afmælis leikskólans. Verkefnið er unnið í samstarfi leikskólans og Nes listamiðstöðvar en Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkir verkefnið. Nes listamiðstöð auglýsti eftir listamanni til að koma til Skagastrandar og búa til heimildamyndina og valdi AnneMarie van Splunter frá Hollandi, úr hópi 30 umsækjenda frá 18 löndum. Nemendur í myndbandagerð í grunnskólanum og tónlistarmenn á staðnum taka einnig þátt í verkefninu. Connie Dekker, sem er hollenskur listamaður, mun sjá um ljósmyndaáttinn í verkefninu. Þegar myndin er tilbúin verður forsýning hér á Skagaströnd en einnig mun myndin verða á heimasíðu Nes listamiðstöðvar og listamannanna sjálfra. AnneMarie vill gjarnan að allir núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsfólk Barnabóls séu þátttakendur í þessu verkefni. Ef þú, lesandi góður, eða börnin þín hafa einhvern tímann verið á leikskólanum þætti okkur vænt um að þú hefðir samband við AnneMarie; á netfanginu: annemarievansplunter@orange.nl, í farsímann hennar: 0031613018821 eða bara líta við í Nes listamiðstöð. Hún mun verða mjög glöð að sjá þig/ykkur. Myndatakan mun aðeins taka 1-2 mínútur, bara myndataka - engin viðtöl. Ef þú vilt láta taka mynd af þér á einhverjum sérstökum stað eða t.d. með uppáhaldshattinn þinn þá er það bara skemmtilegra. Nánari upplýsingar um listamennina: AnneMarie van Splunter (1962) stundaði nám við Willem de Kooning listaháskólann í Rotterdam en á heima og starfar í Amsterdam. Listaverk hennar eru mjög fjölbreytt og úr margvíslegum efnum. Sjá nánar: www.annemarievansplunter.nl og www.conniedekker.nl Þú getur fylgst með framvindu verkefnisins á vefsíðunni: www.conniedekker.nl/iceland

Verkefnastyrkir til menningarstarfs

Ein úthlutun á þessu ári Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa eina úthlutun á árinu 2012, með umsóknarfresti til og með 15. mars. Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar og lista. · Efla samstarf á sviði menningarmála á svæðinu. · Stuðla að nýsköpun og þróun í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu. · Menningarstarfsemi styðji við ferðaþjónustu. · Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélagshópa í menningarstarfi. · Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á sviði menningar og lista. · Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar Úthlutunarreglur 2012 á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Í umsókninni skal m.a. vera greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 15. mars 2012. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.

Vatnslaust í dag

Vegna vinnu við vatnsveitu verður vatnslaust á Skagaströnd fimmtudaginn 9. febrúar 2012 frá kl. 14:00 og fram eftir degi Sveitarstjóri.

Potluck í Nes listamiðstöð

Nes Listamiðstöð býður þeim sem áhuga hafa í "potluck" miðvikudaginn 8. febrúar kl 18:30 í listamiðstöðinni. Til staðar verða eftirtaldir listamenn sem munu kynna verk sín: · Christin Lutze frá Þýskaland, · Elsa Di Venosa og · Hugo Deverchere frá Frakklandi, · Sigbjørn Bratlie frá Noregi, · Christin Lutze frá Þýskaland, · Liz Hope Layton og · Sid Blevins frá Bandaríkjunum, · Claire Pendrigh Elliott frá Ástralía, · AnneMarie van Splunter og · Connie Dekker frá Holland. Vinsamlegast takið með rétt á hlaðborðið. Fjölskyldur eru hjartanlega velkomnar. Andrea og Jacob