23.05.2012
Matjurtagarðarnir á Tótutúni hafa verið tættir og eru tilbúnir til notkunar. Garðarnir hafa verið úðaðir með Avalon til að hamla vexti á illgresi.
Þeir sem hyggjast nýta sér plássið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Árna Geir í síma 861 4267.
22.05.2012
Á morgun, miðvikudag 23.maí, er sýning í list- og verkgreinum í Höfðaskóla kl. 12. - 16. Þar sýna nemendur ýmis verk úr myndmennt, textílmennt, smíðum og heimilisfræði.
Hvetjum alla bæjarbúa til að koma og skoða verkefni nemenda.
Sumarkveðjur, starfsfólk og nemendur Höfðaskóla.
22.05.2012
Barnaból 35 ára:
Leikskólinn á Skagaströnd heldur upp á 35 ára afmæli sitt á árinu 2012.Nes listamiðstöð veitti styrk til sjónlistamannsins AnneMarie van Splunter frá Hollandi til að gera heimildarmynd í tilefni tímamótanna.
AnneMarie fékk 88 nemendur og starfsfólk, sem hafa verið á leikskólanum á árabilinu 1977-2012, til að „taka snúning“ með myndavélina. Tónlistarkennarinn á staðnum, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, samdi og flutti með manni sínum, Jóni Ólafi Sigurjónssyni, fallegan vals við „snúningsmyndir“ af andlitum barna og fullorðinna.
Myndin er gerð við takt tónlistarinnar; samspil hljóðs og myndar sem lífga hugmynd endurfunda sem vekur upp skemmtilegar minningar frá leikskólanum, vals í gegnum rás tímans og kynslóðanna.
Myndin er á slóðinni:
http://www.youtube.com/watch?v=pnxh6MqCnPY
Verkefnislýsing:
Nes listamiðstöð valdi listamanninn AnneMarie van Splunter frá Amsterdam úr hópi 32 umsækjenda frá 18 löndum til að koma til Skagastrandar og gera heimildarmynd um 35 ára afmæli leikskólans Barnabóls. ConnieDekker sem einnig er listamaður frá Amsterdam, kom með henni og tók nærmyndir (portraits) af öllum þátttakendum í myndinni og bjó til vef-blogg á slóðinni www.conniedekker.nl/iceland
Umsögn AnneMarie um gerð myndarinnar:
Gerð myndarinnar, sem var m.a. innblásinn af leikskólastjóranum, var að ná myndum af eins mörgum og ég næði til á þeim mánuði sem ég hafði til verksins og ættu tengingar við leikskólann frá árinu 1977 til líðandi stundar.
Óskað var eftir fyrrum nemendum og starfsfólki á heimasíðu Skagastrandar og öðrum samskiptasíðum á netinu. Fjöldi fullorðinna og barna brást við og skipulagði einnig þátttöku systkina og skyldmenna sem voru flutt á Blönduós, Sauðárkrók og til Reykjavíkur. Þetta leiddi af sér 88 myndatökur! Sum barnanna sýndu sérstakan áhuga og komu með uppáhalds húfuna sína eða vildu vera á sérstökum stað við myndatökuna.
Ég bað þau að snúa sér í hringi,halda myndavélinni í útréttri hendi og snúa linsunni að sér. Leikskólabörnin héldu á myndavélinni og sátu á skrifstofustól, þau yngstu á hnjám kennara. Stólnum var síðan snúið af vinum þeirra og oft varð úr hin skemmtilegasta uppákoma. Þar sem ung börn hafa stutta handleggi sést aðallega andlit þeirra. Myndskeið með þeim sem eldri eru og hafa öðlast meiri armlengd sýna meira af umhverfinu: heimili þeirra, hafinu, kirkjunni á Skagaströnd eða höfninni.
Tónlistarkennarinn á Skagaströnd, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, samdi fallegan vals við snúning myndanna og flutti á píanó, flautu og hljómborð með manni sínum, Jóni Ólafi Sigurjónssyni, sem lék á gítar í upptökunni.
Myndin er gerð við takt tónlistarinnar; samspil hljóðs og myndar sem lífga hugmynd endurfunda sem vekur upp skemmtilegar minningar frá leikskólanum, vals í gegnum rás tímans og kynslóðanna.
Til hamingju með afmælisárið Barnaból !!
Um listamanninn:
AnneMarie van Splunter er sjónlistamaður sem býr og starfar í Amsterdam. Verk hennar hafa margvíslegar birtingarmyndir: þær geta verið teppi úr salti,sykurhaugar sem eru skammtíma innsetningar,steinsteyptir leikvellir eða stál-garðhlið (styrktarverkefni unnið með fleirum fyrir rannsóknarstofnun byggingarmála)
Til að ná sambandi við AnneMarie eða skoða verk hennar er hægt að fara á heimasíðu hennar: www.annemarievansplunter.nl
“Barnaból 35, a village waltz”
Project description
Nes Artist Residency invited artist AnneMarie van Splunter from Amsterdam out of 32 applications from 18 countries, to come to Skagaströnd and create a retrospective film about the 35th anniversary of Leikskolinn Barnabol.
Connie Dekker, also artist from Amsterdam, came with her and made portraits of all people filmed, and a (well visited) weblog at www.conniedekker.nl/iceland
AnneMarie about the making of the video film:
The concept of the film (inspired by the wish of the head mistress of the preschool to include as many as possible children and their families) was to film as many people as I could find in a month who are or were involved at the preschool from 1977 up until now.
A call for former pupils and staff was made on the Skagaströnd website, posters, and Twitter. Many adults and children responded and arranged meetings with sisters, brothers or relatives, as far as in Blonduós, Sauðárkrókur and Reykjavik: 88 portraits! Some children showed a special interest and came with a favourite hat or wanted to be filmed on a special location.
I asked them to swivel around with stretched arms, the camera-lens pointed towards them. The preschool children held the camera while they sat on an office chair, the babies on the lap of the teacher. The chair was pushed around by their friends, which often lead to hilarious scenes.
Because young children have short arms, it is mainly their face. Scenes with more grown-ups, with longer arms, show more of the surroundings: their home, the sea, Skagaströnd’s church, the harbour.
Local music teacher, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir composed a beautiful waltz to the rotating mages and performed it on piano, flute and accordion with her husband Jón Ólafur Sigurjónsson on guitar in their studio.
The film is edited to the beat of the music: image and sound interact, evoking an idea of a festive reunion of the preschool, a waltz through time and generations.
A celebration: Happy anniversary Leikskólinn Barnaból!!
Aboutthedirector:
AnneMarie van Splunter is a visual artist and lives and works in Amsterdam. Her work has many appearances: it may be a carpet of salt, or plinths of sugar (temporarily existing installations), a concrete playground or steel park-gate (commissioned work, among others, by the Government Buildings Agency)
If you want to get in contact with AnneMarie or take a look at her work, this is the link to her website: www.annemarievansplunter.nl
18.05.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til föstudagsins 1. júní 2012.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
07.05.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 10. maí 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjármál:
a. Endurskoðunarbréf
b. Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2011 (önnur umræða)
2. Framkvæmdir 2012
3. Umhverfismál
4. Hitaveitumál
5. Bréf sveitarstjórnar til Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 2. maí 2012
6. Fundargerðir:
a. Hafnarnefndar, 30.04.2012
b. Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún 17.04.2012
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 24.04.2012
d. Aðalfundar Ferðamálafélags A-Hún, 23.04.2012
e. Stjórnar SSNV, 24.04.2012
f. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. 27.04.2012
g. Stjórnar Hafnasambands Íslands. 23.04.2012
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
07.05.2012
SKAGASTRANDARHÖFN
AUGLÝSIR STARF HAFNARVARÐAR LAUST TIL UMSÓKNAR
Starfssvið:
Vigtun og skráning í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, gerð reikninga fyrir höfnina, almenn hafnarvarsla, viðhaldsvinna, og tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
Almenn tölvukunnátta, skipstjórnarréttindi æskileg, löggilding sem vigtunarmaður er kostur.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2012.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús B. Jónsson
Sími: 455 2700.
Netfang: magnus@skagastrond.is
07.05.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 4. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
30.04.2012
Kennarar grunnskóla Húnavatnssýslna læra að nota lesskimunarprófið GRP14h
GRP14h er skimunarpróf sem lagt er fyrir nemendur unglingastigs grunnskólanna til að finna þá nemendur sem eru með dyslexíu/lesblindu/leshömlun.
Tilgangur prófsins er fjölþættur en þó fyrst og fremst að veita kennurum upplýsingar um stöðu nemenda svo þeir geti gripið til réttra ráðstafana og fundið úrræði og verkefni við hæfi.
Nemendur sem greinast í áhættuhópi á prófinu fara með þær upplýsingar í framhaldsskóla sem getur þegar í stað brugðist við og veitt þjónustu við hæfi.
Nánskeiðið var á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún.
Mynd:
„Námskeiðarar“ og fyrirlesari
25.04.2012
Breyttur tími fyrir lyfjaendurnýjanir.
Frá og með 1. maí 2012 verður einungis hægt að endurnýja lyfseðla í síma 455-4110 alla virka daga milli kl 13:00 – 14:00. Lyfseðlarnir verða svo tilbúnir til afgreiðslu næsta virka dag.
Eftir sem áður er hægt að endurnýja lyfseðla rafrænt í gegnum heimasíðu HSB.
16.04.2012
Melody Woodnutt. Mynd: neslist.is
Nýr framkvæmdastjóri er tekin til starfa hjá Nes Listamiðstöð og kallast hún Melody Woodnutt og kemur frá Ástralíu. Melody hefur tvisvar dvalið við listamiðstöðina og er því svæðinu og starfseminni vel kunnug.
Á heimsíðu Nes listamiðstöðvar, Neslist.is, birtir Melody opið bréf þar sem hún segist hún hlakka til að takast á við komandi verkefni og að vinna að því að gera Neslist að menningar- og listamiðstöð sem endurspeglar hið mikla listalandslag sem þrífst hér á Íslandi.
Þegar Melody dvaldi hér áður heillaðist hún af landi og þjóð, eins og hún lýsir í bréfinu, og segist hafa snúið hingað aftur vegna hrifningu hennar af „Skagaströnd, Íslandi, landslaginu, og vegna þeirri glóandi og síbreytilegu birtu sem hér ríkir. Og af sjálfsögðu vegna fólksins sem hér býr, og ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hún.
Melody er sjálf listamaður og hefur notast við fjölmarga þætti við innsetningar sínar, t.d. hljóð, myrkur, ljós, margmiðlun, skúlptúra og sviðsframkomur, með áherslu á upplifun skynfæranna. Með því skapar hún umhverfi þar sem hægt er að koma og vera í – fá sér sæti, upplifa og skynja.
Á sama hátt vill hún nálgast hið nýja hlutverk hennar sem framkvæmdastjóri Neslistar. Að skapa umhverfi þar sem listamenn geta komið og prófað sig áfram í listinni. Kannað sjálfa sig og þar með draga fram eitthvað nýtt og óvænt. Umhverfi þar sem listamenn geta upplifað tilfinningar sínar og umhverfi og brugðist við þeim.
Hér má lesa bréf Melody í heild sinni.