15.04.2013
Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði heldur tónleika í Hólaneskirkju þriðjudaginn 16. apríl nk.
Kórinn var stofnaður á haustdögum 2010 og hefur á að skipa um 40 kórfélögum.
Undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson og kórstjóri Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Sigríður Margrét Ingimarsdóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Aðgangseyrir kr. 2.500,- og athygli vakin á að ekki verður hægt að greiða með greiðslukortum.
Allir velkomnir.
14.04.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 17. apríl 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2013
2. Útboð hitaveitu
3. Gjaldskrá bókasafns
4. Ársreikningur 2012, fyrri umræða
5. Bréf:
a. Áslaugar Ottósdóttur, dags. í apríl 2013
b. UMFÍ, dags. 2. apríl 2013
c. Bæjarstjóra Blönduósbæjar, dags. 21. mars 2013
d. SSNV, dags. 27. mars 2013
e. Hollvinum Húna II. dags. 2. apríl 2013
f. Íþróttafélagsins Hugins, dags. í mars 2013
6. Fundargerðir:
a. Skólanefndar FNV, 20.03.2013
b. Starfshóps um dreifnám í A-Hún, 02.04.2013
c. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 21.02.2013
d. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 03.04.2013
e. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 11.03.2013
f. Stjórnar SSNV, 26.02.2013
g. Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Nl. vestra, 26.02.2013
h. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 14.03.2013
i. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 01.03.2013
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
11.04.2013
Gamli Kántrýbær
Veitingastaðurinn Kántrýbær byrjaði rekstur í þessu húsi.
Útvarp kántrýbær var á efri hæðinni. Aðfaranótt 27 október 1997
brann þetta hús til kaldra kola. Hallbjörn Hjartarson, sem átti húsið og
starfsemina þar, gafst ekki upp. Hann safnaði peningum hjá þjóðinni og
reisti það hús sem stendur í dag á sama stað og þetta var.
Nýja húsið með veitingasölu og útvarpi Kántrýbæ var opnað
rúmu ára eftir brunann 27. júní 1998.
09.04.2013
Leikfélagið Kjallarinn kynnir,
framlag Höfðaskóla til Þjóðleiks 2012-2013,
leikritið Manstu?, eftir Sölku Guðmundsdóttur
Sýnt verður í Fellsborg, miðvikudaginn 10.apríl kl. 20.00.
Sýningartími er 25 mínútur og kostar 500 kr. inn, frítt er fyrir 10 ára og yngri.
Hlökkum til að sjá ykkur
Leikstjóri: María Ösp Ómarsdóttir
08.04.2013
Að undanförnu hefur staðið yfir 20 tíma tölvunámskeið fyrir
heldri borgara á Skagaströnd og í Skagabyggð.
Námskeiðið var haldið í tengslum við félagsstarfið
í Fellsborg á máunudögum og fimmtudögum til að fólkið
þyrfti ekki að koma sér ferð á námskeiðið.
15 manns skráðu sig í byrjun en 10 manns luku því og eiga
þau að geta bjargað sér á netinu og í ritvinnslu nú að því loknu. Námskeiðinu lauk síðasta fimmtudag, 4. apríl , og þá komu
Bryndís K. Þráinsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Farskólanum
og afhentu fólkinu skýrteini sín til staðfestingar á náminu.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ólafur Bernódusson en hann er
í hlutastarfi hjá Farskólanum.
Á myndinni er hluti hópsins með leiðbeinandanum.
Auk þeirra sem eru á myndinni luku Valgeir Karlsson,
Matthías Auðarson, Jón Ólafur Ívarsson og
Guðrún Guðbjörnsdóttir námskeiðinu.
08.04.2013
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 13. apríl, kl. 17. Kórinn, sem skipaður er um 80 manns, er undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur en hún hefur stjórnað honum frá upphafi. Þorgerður hlaut nýlega heiðursverðlaun við afhendingu hinna árlegu íslensku tónlistarverðlauna.
Á efnisskrá kórsins eru íslensk og erlend tónverk og eru verkin mjög fjölbreytt að gerð og uppbyggingu og gefa kórnum tækifæri til margvíslegrar túlkunar.
Enginn aðgangseyrir er tekinn af tónleikagestum og eru allir velkomnir til að hlusta á þennan frábæra kór sem getið hefur sér gott orð, bæði hér á landi og erlendis, enda eftirsóttur á tónleikahátíðir víða um heim.
04.04.2013
Til reynslu ætlum við að bjóða upp á breyttan opnunartíma í íþróttahúsinu frá 9. apríl til 10. maí.
Húsið opnar kl. 6:00 þriðjudaga og föstudaga.
Fyrirhugað er að vera með þrek-og þoltíma fyrir konur
og karla í salnum þessu sömu morgna sem
Halla Karen verður með.
Venjulegur opnunartími verður aðra daga.
Húsvörður
04.04.2013
Milli kl.10:00 og 12:00 föstudaginn 5.apríl gætu orðið truflanir á vatni
í Mýrinni.
Bæjarverkstjóri
04.04.2013
Útbæingar
Þessir krakkar voru öll alin upp í útbænum - undir Höfðanum.
Frá vinstri: Finnur Kristinsson úr Héðinshöfða,
Unnur Gunnarsdóttir, sem átti heima á neðri hæðinni í Stórholti er í vagninum,
Ólafur Bernódusson sem átti heima á efri hæðinni í Stórholti
og Eygló Gunnarsdóttir systir Unnar.
Myndin var tekin um 1960 á blettinum framan við Stórholt. Kárastaðir,
sem nú eru horfnir og Höfðabrekka í baksýn.
Stórholt er Bankastræti 3,
Kárastaðir voru Bankastræti 5, en Höfðabrekka er Bankastræti 10.
27.03.2013
Á Lanz Alldog dráttarvél
Bernódus Ólafsson situr við stýrið á Lanz Alldog dráttarvél sem hann átti.
Í farþegasætinu situr Steingrímur Jónsson í Höfðakoti, á pallinum stendur
Björg Ólafsdóttir systir Bernódusar.
Jóhanna Sigurjónsdóttir fylgist íbyggin með.
Lanz Alldog dráttarvélar þóttu mjög undarlegar á sinni tíð með stóran sturtupall
framan við ökumanninn.
Myndin var tekin einhverntíma seint á sjöunda áratugnum.