Mynd vikunnar

Skátastúlkur Þessar stúlkur voru félagar í skátafélaginu Sigurfara á Skagaströnd. Myndin var tekin kringum 1960 þegar skátafélagið starfaði af sem mestum krafti. Efri röð frá vinstri: Þórunn Bernódusdóttir Stórholti, Guðrún Þórbjarnardóttir Flankastöðum, Magdalena Axelsdóttir (d. 2015) Læk og Kristín Lúðvíksdóttir Steinholti. Fermri röð frá vinstri: Ester Axelsdóttir Læk, María Bjarnadóttir (d. 1984) Holti/Eyri, Sigríður Ágústsdóttir Blálandi og Jóhanna Hallgrímsdóttir (Júdý) Skála. Myndina tók Guðmundur Kr. Guðnason.

Sundlaugin lokar

SUNDLAUG SKAGASTRANDAR AUGLÝSIR. Vegna dræmrar aðsóknar verður almenn opnun felld niður frá og með 7. september og er því síðasti opni dagurinn í dag, föstudag 4. september. Þökkum öllum fyrir komuna í sumar í litlu kósý laugina og sjáumst næsta sumar. Eva Dís, Gígja og Halla.

Dagur íslenskrar náttúru - Dagur Höfðans

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur 16. september nk. Í bréfi sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sent sveitarfélögum er hvatt til að dagurinn verði haldinn hátíðlegur. Þar segir: „ Öll eigum við okkar óskastað í íslenskri náttúru, hvort sem það er tjörn í túnfætinum heima, lundur í íslenskum skógi, fjall sem býður einstakt útsýni, friðlýst svæði eða leynistaður sem geymir ljúfar minningar og leyndarmál. Hver sem staðurinn er þá endurspeglar hann þá staðreynd að íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga. Í ár beinum við sjónum að þessari tengingu manns og náttúru og þeirri fjölbreytni sem endurspeglast í ólíkum uppáhaldsstöðum hvers og eins okkar.“ Sveitarstjórn Skagastrandar tók bréfið fyrir á fundi sínum 2. september sl. og ákvað að gera daginn að „Degi Höfðans“ og efna til gönguferðar um höfðann 16. september kl 18.00. Íbúar og aðrir eru hvattir til að mæta og eiga góða stund í gönguferð um náttúrperluna Spákonufellshöfða. #staðurinnminn #DÍN

Nýr vaktsími læknis og hjúkrunarfræðings

Nýr vaktsími læknis og hjúkrunarfræðings var tekinn í notkun 1. sept. á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Nýtt númer er 1700 eftir lokun skiptiborðs og um helgar Upplýsingar fyrir tímapantanir, opnunartíma og starfsemi heilsugæslustöðvar HSN á Blönduósi má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.hsn.is/blonduos ... Slys og alvarleg veikindi þar sem bráðrar þjónustu er þörf hringið í 112. Heilbrigðisstofnun Norðurlands

ZUMBA hefst 9. september 2015

Nýtt sjóðheitt 6 vikna Zumba námskeið hefst 9. september 2015 Tímarnir verða tvisvar í viku í félagsheimilinu Fellsborg. Á mánudögum og miðvikudögum kl:17:15-18:15 Verð : 16.000 kr Skráning fyrir 6. sept á lindabj@simnet.is Zumba er sannkölluð gleðisprengja !!!!!! Bíð spennt eftir að hitta ykkur í fjörinu !!!!! Jafnt fyrir algjöra byrjendur sem lengra komna J Linda Björk

Þjóðarsáttmáli um læsi

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, var mættur í Félagsheimilið á Blönduósi í dag til að undirrita „Þjóðarsáttmála um læsi“ ásamt fulltrúa Heimilis og skóla og fulltrúum sveitarfélagana í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og Strandabyggð. Illugi hélt stutt ávarp í upphafi fundar og þá hélt Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, ávarp en að því loknu var sáttmálinn undirritaður. Í kynningarbæklingi um „Þjóðarsáttmála um læsi“ segir m.a. að mennta- og menningarmálaráðuneytið muni haustið 2015 vinna að Þjóðarsáttmála um læsi í samvinnu við sveitarfélög og skóla með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. „Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra. Þá kemur einnig fram í bæklingnum að öll börn eigi að fá tækifæri til að eiga daglega lestrarstund til loka grunnskóla. Foreldrar og aðstandendur þurfi að vera virkir þátttakendur í námi barna sinna og fylgjast með framvindu og árangri. Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi en bágur lesskilningur getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri síðar meir.“ Höf. ass Heimild: Húnarhornið

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 2. september 2015 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Fjármál sveitarfélagsins Bréf EFS, dags. 13. júlí 2015 Árshlutayfirlit rekstrar jan. – júní 2015 Fjárfestingar og framkvæmdir 2015 Leikskólinn Barnaból Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði og fleira Náttúrustofa Norðurlands vestra Þjóðarsáttmáli um læsi Bréf: Skagabyggðar, dags. 6. júlí 2015 UMFÍ – v/Hreyfiviku, dags. 21. ágúst 2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 13. ágúst 2015 Róberts F. Gunnarssonar, dags. 6. ágúst 2015 Fundargerðir: Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 1.07.2015 Stjórnar SSNV, 30.06.2015 Stjórnar SSNV, 17.08.2015 Stjórnar SSNV, 25.08.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 03.07.2015 Önnur mál Sveitarstjóri

Gangnaseðill í Spákonufellsborg

Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 4. september 2015. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 18.september 2015. Eftirleitir verða 25.september 2015. Gangnaforingi er Jón Heiðar Jónsson Réttarstjóri í báðum réttum er Hrönn Árnadóttir Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing. Í borgina leggi eftirtaldir til menn: Fyrri göngur Seinni göngur Jón Heiðar Jónsson 2 1 Hallgrímur Hjaltason 2 2 Magnús Guðmannsson 1 1 Guðjón Ingimarsson 1 Jóhann Ásgeirsson 1 1 Vignir Sveinsson 1 1 Rúnar og Hrönn 1 1 Árni Halldór 1 1 Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Jón Heiðar Jónsson. Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“ Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 27.ágúst 2015

Mynd vikunnar

Enn kveðjum við með söknuði vel liðinn samborgara, sem lagður er upp í ferðina miklu. Konu, sem vann sín góðu verk í kyrrþey, barði sér ekki á brjóst en var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem stóðu höllum fæti. Sennilega er Guðmundu Sigurbrandsdóttur best lýst með því að kalla hana „Mundu ömmu“ eins og stór hluti af krökkunum á Skagaströnd hefur gert, óháð því hvort þeir voru skyldir henni eða ekki. Öll áttu þau skjól hjá Guðmundu og gátu gengið að mjólkurglasi og kökusneið vísri við eldhúsborðið hjá henni og hlýrri hönd sem strauk um kalda kinn í mótbyr lífsins.

Skagginn 2015

Bæjarhátíðin Skagginn var haldin dagana 14.-16. ágúst 2015. Markmið hátíðarinnar var að skapa skemmtilega stemningu á Skagaströnd þar sem íbúar og félagasamtök tækju höndum saman um að eiga góðar stundir og gleðidaga. Tómstunda- og menningarmálanefnd sem stóð fyrir hátíðinni og sá um skipulag hennar hefur farið yfir hvernig til tókst og telur að með góðum stuðningi allra þátttakenda, íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og stuðningsaðila hafi hátíðin tekist vel og staðið undir væntingum. Nefndin kaus að kalla alla þessa aðila „vini Skaggans“ og færir þeim öllum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Nefndin þakkar sömuleiðis öllum þeim jákvæðu og góðu gestum sem sóttu hátíðina heim og lögðu einnig sitt af mörkum til að gera Skaggann að þeirri notalegu og skemmtilegu hátíð sem raun bar vitni. Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar