Skagastrandarhöfn - hvað vantar

Skagastrandarhöfn – snyrtiaðstaða – wc og sturtur. Töluverð umferð smárra og stórra báta er um Skagastrandarhöfn og flestir þeirra koma til að landa afla. Skagastrandarhöfn er í samkeppni við aðrar nálægar hafnir varðandi það að sjómenn á þessum bátum velji að hafa hér aðsetur. Fiskmarkaðurinn er t.d. í harðri samkeppni við fiskmarkaðinn á Siglufirði um viðskiptabáta og því skiptir miklu máli að öll aðstaða fyrir sjómennina sé sem best. Skagastrandarhöfn fær svo auðvitað hafnar- og aflagjöld af bátunum sem styrkir rekstur hennar. Ýmsir þættir skipta máli í því hvar sjómenn kjósa að hafa aðstöðu og má þar nefna verslun, veitingar, afþreyingu og snyrtiaðstöðu. Eitt atriði í þessu sambandi ætla ég að gera að umtalsefni en það er aðstaða sjómanna á þessum bátum varðandi það að komast á klósett og í sturtu. Hér á ég einkum við sjómennina á smærri bátunum sem oft geta skipt tugum. Á hafnarsvæðinu er engin aðstaða á þessu sviði utan þess að þeir eiga kost á að fara á wc í fyrrum verkstæðishúsi SR. Sú aðstaða er á engan hátt fullnægjandi auk þess að menn þræða þar inn á milli ýmiskonar véla, tækja o.fl. til að komast leiðar sinnar. Það að geta t.d. komist í heita og góða sturtu þegar komið er í land, hvort heldur er á nóttu eða degi, getur beinlínis ráðið því í hvaða átt stefna bátsins er sett. Á þessu sumri ferðaðist ég sem oftar um landið og skoðaði m.a. hvernig snyrtiaðstaðan er á nokkrum höfnum. Sérstaka athygli mína vakti aðstaðan sem Djúpavogur býr þeim fjölmörgu sjómönnum sem þangað sækja en hún er til mikillar fyrirmyndar. Jafnframt er aðstaðan mikið notuð af ferðafólki enda almennt WC merki fyrir allra augum. Ég lít svo á að það þurfi að koma upp aðstöðu á hafnarsvæðinu þar sem væri að finna a.m.k. tvö til þrjú klósett og tvær góðar sturtur sem myndu þjóna núverandi umsvifum og líklega vaxandi fjölda ferðafólks sem kæmi til Skagastrandar. Lausnin sem ég sé í þessu væri að fá til afnota kyndiklefa Bátanausts við hlið fiskmarkaðarins en hann gæti verið heppilegur til að koma þessari aðstöðu fyrir og er nánast ekkert notaður. Auk þess er hann ágætlega staðsettur hvað svæðið snertir og gott WC merki myndi gera öllum ljóst hvað þar væri að finna. Er þetta ekki gott verkefni fyrir hafnar- og skipulagsnefnd að takast á við í samvinnu við sveitarstjórnina og stefnt verði á að aðstaðan verði tilbúin fljótlega á nýju ári? Lárus Ægir Guðmundsson

Vígsla listaverksins Sólúrs á Hnappstaðatúni

Laugardaginn 20. september nk. kl 14.00 verður listaverkið Sólúr sem reist hefur verið á Hnappstaðatúni formlega vígt. Listaverkið er eftir hinn þjóðkunna listamann Magnús Pálsson og er tilvísun í samspil tímans og sólargangsins þar sem gömul eyktarmörk eru í heiðri höfð. (Kynning á Magnúsi Pálssyni: http://vefir.nams.is/isllistvefur/listamenn/magnus_pals.htm ) Listskreytingasjóður ríkisins leggur verkið til og kostar hina listrænu hlið málsins en sveitarfélagið hefur lagt til uppsetningu þess. Vígsla verksins á Hnappstaðatúni er öllum opin og íbúar á Skagaströnd hvattir til að mæta og taka á móti listverki sem er líklegt að muni standa um langan tíma í miðju byggðarinnar. Sveitarstjóri

Tónleikar Brass Con Brio í Hólaneskirkju

Sænska blásarasveitin Brass Con Brion heldur tónleika í Hólaneskirkju fimmtudaginn 18. september kl 17.30 Brass Con Brion er átta manna hljómsveit nemenda í Menningarskóla Växjöbæjar sem er vinabær Skagastrandar. Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 15-18 ára og spila allt frá sígildri tónlist til pop og rokktónlistar. Þegar sveitin leikur rokktónlist sest einn af trompetleikurunum við trommusettið og gítarkennari skólans leikur á rafmagnsgítar. Hljómsveitin er í tónlistarferð til Íslands og gerði sér sérstaka ferð til vinabæjarins Skagastrandar til að halda tónleika. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Växjö kulturskola Norræna félagið Sveitarfélagið Skagaströnd Tónlistarskóli A-Hún

Bæjarmálafélag stofnað á Skagaströnd

Hinn 28. ágúst s.l. var stofnað bæjarmálafélag sem hefur það að markmiði að vera vettvangur fyrir íbúa Skagastrandar að ræða um málefni sveitarfélagsins og að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem fara með yfirstjórnina. Það hefur verið í umræðunni árum saman að okkur vantaði svona félagsskap og hér er hann kominn á koppinn. Þessi vettvangur er fyrir alla áhugamenn, hvort sem þeir eru tengdir einhverju framboði eða engu. Það mættu 13 manns á stofnfundinn. Á fundinum voru valdir 3 til að halda utan um starfið, eins og að boða fund eða það sem til fellur. Vonum að þetta verði vettvangur sem fólk vill nýta sér til að fylgjast betur með málefnum samfélagsins og hafa áhrif á. Þetta er tilraunarinnar virði. Með kveðju. Bæjarmálafélag Skagastrandar Guðmundur Erlendsson, Guðmundur Ólafsson, og Sigríður Gestsdóttir

Sundlaugin opin í september

Sundlaugin verður opin mán-föst kl.17-20 og laugardaga kl.13-16. Lokað á sunnudögum Þessi opnun verður til og með 30. sept. Sundlaugavörður

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 16. september 2014 kl 1000 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Leikskólinn Barnaból Höfðaskóli Viðaukar við fjárhagsáætlun Bréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga Fundargerðir: Stjórnar SSNV, 07.07.2014 Stjórnar SSNV, 15.07.2014 Stjórnar SSNV, 23.07.2014 Stjórnar SSNV, 23.07.2014 Stjórnar SSNV, 30.07.2014 Stjórnar SSNV, 21.08.2014 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 3.09.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Börn . Frá vinstri á myndinni: Áslaug Gunnarsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Stefán Ægir Lárusson, Páll Jóhannesson, Pálína Harðardóttir og Jóney Gylfadóttir. Myndin tekin á áttunda áratugnum.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar föstudaginn 12. september 2014 kl 800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Kosning í fræðslunefnd Námskeið f/sveitarstjórnarmenn Samningur v/atvinnuráðgjafa Samningur um skólamáltíðir Hitaveita Heimsókn frá Växjö Bjarmanes Bréf: Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. sept. 2014 Formanns USAH, dags í ágúst 2014 Sóknar, lögmannsstofu, dags. 2. sept. 2014 Fundargerðir: Fræðslunefndar, 20.08.2014 Atvinnu- og ferðamálanefndar, 11.09.2014 Stjórnar Norðurár bs. 18.06.2014 Stjórnar Norðurár bs. 2.07.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Pálínuboð

Nes Listamiðstöð býður í Pálínuboð „Pot- luck" sunnudaginn 7. september í Bjarmanesi milli kl 18:00 og 20:00. Takið með ykkur rétt á hlaðborðið og njótið með listamönnum septembermánaðar. Jafnframt gefst tækifæri að hitta Andreas Jari Juhani Toriseva’s og skoða sýningu hans sem hefur staðið í Árnesi og kjallara Bjarmanes í sumar. Nes Listamiðstöð 3 delicate ecosystems is slowly growing into symbiosis. In the end self sustainability is the utopian goal. However these tanks are but a fake construction based on a pervert obsession about control and ultimately the will of man and the empowerment over her surroundings. This is no more than a respirator keeping life going as long as there is a supply of the essential elements necessary for plant life; light, water and air. It is supplied by electricity controlled by timers to simulate a daily rhythm, although it might not be what the plants are used to.