Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 15. maí 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Ársreikningur 2013 2. Hitaveitumál 3. Félags- og skólaþjónusta a. Fundargerð, 6. maí 2013 b. Ársreikningur 2013 4. Samantekt um íbúaþing 30. apríl 2013 5. Staða innheimtumála 6. Skólamál 7. Gámamál 8. Bréf: a. Ólafs Björnssonar hrl. vegna þjóðlendumála, dags. 30. apríl 2013 b. Umsókn um leigu á Bjarmanesi, dags. 7. maí 2013 c. Växjö kommun, dags. 24. apríl 2013 d. Fundarboð aðalfundar Farskólans, dags. 6. maí 2013 9. Fundargerðir: a. Stjórnar SSNV, 19.04.2013 b. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 8.04.2013 c. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25.01.2013 10. Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Berjaferð 1961 Aftan á þessa mynd hefur verið skrifað "berjaferð 1961". Líklegara er að hér hafi verið um að ræða einhvers konar skemmtiferð því klæðnaður fólksins bendir alls ekki til að um berjaferð sé að ræða. Á myndinni eru, frá vinstri: Ástmar Ingvarsson (Addi Bala), Ingvar Ástmarsson, Árni Ólafur Sigurðsson, Steindór Haraldsson, Reynir Sigurðsson,Gylfi Sigurðsson, Bára Þorvaldsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson, Inga Dóra Sigurðardóttir og Gréta Sigurðardóttir. Bílinn aftan við fólkið átti Ástmar Ingvarsson, sem ættaður var frá Balaskarði, en á honum ók hann fólki gjarnan á dansleiki og ýmsa aðra viðburði innan og utan héraðs. Myndin er sennilega tekin af Sigurði Steingrímssyni frá Höfðakoti en hann er maður Grétu sem er lengst til hægri á myndinni. Ekki er vitað hvar myndin var tekin.

Einar Mikael töframaður í Fellsborg kl 15.00 í dag

Sýning í Fellsborg í dag fimmtudaginn 9. maí kl 15.00. Miðaverð 1.500 kr. http://www.tofrabrogd.is/ „Einar Mikael töframaður er einn færasti töframaður og skemmtikraftur á Íslandi í dag. Einar er snillingur í koma fólki á óvart með mögnuðum sjónhverfingum. og drepfyndnum göldrum. Hvað eiga lifandi dýr, gullfallegar stelpur og heimsfrægar sjónhverfingar sameiginlegt? Þú sérð þetta allt saman í sýningum hjá Einari. Ef þú ert að leita að atriði sem slær í gegn þá er alveg pottþétt að Einar Mikael mun sjá til þess að geri viðburðinn þinn ógleymanlegan.“

Leiðrétting.

Leiðrétting við mynd vikunnar frá 2. maí af Höfðahólum Í textanum með mynd af Höfðahólum gætir nokkurs misskilnings. Þar segir að Jóhannes Björnsson og Dagný Guðmundsdóttir hafi verið síðustu ábúendur á Höfðahólum. Þetta er ekki alls kostar rétt. Það rétta er að Þau hjón nýttu túnin sem fylgdu bænum en bjuggu þá að Litla Felli. Þá bjó í Höfðahólum Axel Ásgeirsson (d. 2.9.1965) sem seinna bjó að Litla Felli. Axel mun því hafa verið síðasti ábúandinn í Höfðahólum þó Jóhannes hafi nýtt jörðina að hluta undir það síðasta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Óli B.

Fréttatilkynning

Fyrirlestur um Guðmund Björnsson landlækni (1906 -1931) og umbætur í geðheilbrigðismálum á fyrstu árum 20. aldar verður haldinn á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Skagaströnd og Þekkingarsetursins á Blönduósi, laugardaginn 11. maí klukkan 14:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Það er Sigurgeir Guðjónsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, sem flytur fyrirlesturinn. Sigurgeir var alinn upp á Akureyri, útskrifaðist af málabraut MA 1985, lauk mastersgráðu í sagnfræði 1996 og kennslufræði frá HA 1999. Hann vinnur nú að doktorsritgerð sinni sem mun fjalla um sögu geðsjúkra á Íslandi með áherslu á tímablið 1834 til 1910. Sigurgeir hefur víða haldið fyrirlestra um efni sem tengjast rannsóknum hans og nú loksins geta Rannsóknasetrið og Þekkingarsetrið boðið upp á spennandi fyrirlestur Sigurgeirs um þetta áhugaverða efni. Guðmundur Björnsson landlæknir var Húnvetningur, fæddur í Gröf í Víðidal 1864. Hann var alþingismaður, landlæknir, héraðslæknir í Reykjavík, kennari við læknaskólann og seinna prófessor í læknisfræði. Hann hafði því mikil og margvísleg áhrif á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á landinu á fyrstu áratugum 20. aldar m.a. í geðheilbrigðismálum. Fyrirlesturinn um þennan mæta Húnvetning er samstarfsverkefni Rannsóknasetursins og Þekkingarsetursins og er vonast til að sem flestir taki frá tíma laugardaginn 11. maí til að koma í Kvennaskólann, fá sér kaffibolla og fræðast örlítið um fortíðina.

Mynd vikunnar

Höfðahólar Lengi framan af öldum var land á núverandi Skagaströnd í eigu tveggja bæja. Bæirnir voru Spákonufell, sem var kirkjustaður, og Höfðahólar. Seinna bættust svo Háagerði og Finnsstaðir við.   Þessi mynd er af Höfðahólum sem stóðu á berginu ofan við núverandi tjaldsvæði. Þar er nú fánastöng og minningarskjöldur um bæinn einnig má sjá þar nokkrar rústir ef vel er gáð.   Síðustu ábúendur á Höfðahólum voru Jóhannes Björnsson og Dagný Guðmundsdóttir foreldrar bræðranna: Páls, Sigmars, Vilbergs og Óskars.

Frá Tónlistarskóla A-Hún

Vortónleikar Tónlistarskólans verða á Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 2. maí kl: 1700 Allir velkomnir Skólastjóri

Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl 2013 fer fram í Fellsborg þann dag og hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00. Kjörstjórnin

Mynd vikunnar

Skíðagöngufólk 1983 Á áttunda áratugnum og fram eftir þeim níunda var mikill skíðaáhugi á Skagaströnd. Skíðalyfta var keypt og starfrækt í hlíðum Spákonufells, skíðaskálinn var byggður og skíðaáhuginn var almennur. Haldin voru fjölmenn skíðamót í svigi, bruni og skíðagöngu þar sem allir skemmtu sér vel. Fólkið á þessari mynd tók sig til og gekk á gönguskíðum frá Skagaströnd og út að Háagerði einn sunnudag vorið 1983. Þegar þangað kom beið Jón Jónsson eftir fólkinu með heitt kakó í potti og samlokur í rússajeppa sem hann átti. Standandi frá vinstri á myndinni: Karl Berndsen, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Guðbjörg (Gógó) Viggósdóttir, Magnús B. Jónsson, Viggó Magnússon og Stefán Lárusson. Sitjandi: Jón Jónsson, Gylfi Sigurðsson, Bára Þorvaldsdóttir, Bjarney Valdimarsdóttir, Bernódus Ólafsson, Guðrún Sigurðardóttir, Þórunn Bernódusdóttir og Anna Bára Sigurjónsdóttir. Myndina tók Ólafur Bernódusson fyrir utan Háagerðisbæinn.

Kosningakaffi í Bjarmanesi

Kaffisala verður í Bjarmanesi á kosningadaginn, 27. apríl frá klukkan 15:00- 18:00. Kaffið kostar 1500 krónur fyrir fullorðna, 800 fyrir börn á grunnskólaaldri og ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. Vonumst til að sjá sem flesta. 10. bekkingar og foreldrar