Norrænir styrki í boði fyrir Íslendinga

Á vefsíðu norrænu upplýsingaskrifstofunnar er að finna margvíslegar upplýsingar um styrki til ferðalaga og menningarmála. Ástæða er að hvetja fólk til að skoða heimasíðuna og kanna hvort það sé ekki í einhverjum þeim aðstæðum sem gera þeim mögulegt að að sækja um. Veffangið er http://www.akmennt.is/nu/styrkir.htm og er síðan er á íslensku. Þarna er getið um nærri þrjátíu styrkmöguleiga eða aðila sem veita styrki. Ef óskað er aðstoðar má hafa samband við ráðgjafa á skrifstu sveitarfélagsins.

Björgunarsveitin kemur færandi hendi í Höfðaskóla

Nemendur Höfðaskóla fengu í gær endurskinsmerki að gjöf frá Björgunarsveitinni Strönd. Það voru þeir Reynir Lýðsson, formaður Björgunarsveitarinnar og Bjarni Ottósson varaformaður sem heimsóttu skólann og afhentu merkin. Vel var tekið á móti þeim félögum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum virðist börnunum hafa litist vel á merkin sem voru margvísleg að lit og lögun. Sumir áttu þó erfitt með að velja og tóku sér langan tíma í að skoða enda ósköp eðlilegt að hver og einn vilji merki við sitt hæfi. Einnig var farið í leikskólann og þar voru móttökurnar ekki síðri og vonandi fengu allir þar merki sem passar þeim. Það er svo von Björgunarsveitarinnar að allir verði duglegir að nota nýju endurskinsmerkin. Mestu skiptir að vera sýnilegur í myrkrinu sem er ansi mikið þessa dagana þó sól fari nú hratt hækkandi á lofti.

Kvöldvaka um Þórberg Þórðarson á miðvikudaginn

Gleðibankinn býður upp á kvöldstund með Þórbergi Þórðarsyni á miðvikudaginn 20. janúar kl. 20:30 í Bjarmanesi. Tveir einstaklega góðir rithöfundar flytja dagskrá um Þórberg Þórðarson sem er óumdeilanlega einn af helstu snillingum þjóðarinnar. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur af miklum hagleik skrifað þroskasögu Þórbergs og hann segir frá þessum æringja íslenskra bókmennta. Jón Hjartarson, leikari og rithöfundur. Hann hefur bæði leikið Þorberg og ritað leikgerð um sögur hans. Kvöldstund í Bjarmanesi með Þórbergi verður full af vangaveltum um lífið og tilveruna, einlæg og fyndin eins og hann kom lesendum sínum fyrir sjónir. Dagskráin er í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.

12% aukning á lönduðum afla á Skagaströnd

Landaður afli fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins, þe. frá september til ársloka 2009, var 4.456 tonn.  Borið saman við sömu mánuði undanfarin fjögur ár er þetta mun meiri afli en áður, rúmlega 12% aukning frá árinu 2008, 136% frá 2007 og 84% frá 2006. Afli síðustu fiskveiðiára er þessi: 2009-2010: 4.456 tonn 2008-2009:  8.228 tonn 2007-2008:  5.984 tonn 2006-2007:  9.273 tonn Af þessu má sjá að sveiflurnar hafa verið mjög miklar. Aflinn í haust er til dæmis nálægt því að vera jafnmikill og allt árið 2007. Góður afli barst á land í desember sl. og voru þessir bátar aflahæstir: Arnar HU-1, 312,1 tonn Sighvatur GK-57, 226,7 tonn Fjölnir SU-57, 176.2 tonn Gullhólmi SH-201, 65,3 tonn Sex aðrir bátar lönduðu samtals 192,4 tonnum.

Fjárhagsáætlun Skagastrandar samþykkt samhljóða

Reiknað er með að rekstrarafkoma aðalsjóðs Skagastrandar skili um 31,6 milljóna króna afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010 sem var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 13. janúar sl. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar á sveitarfélagsins verða á árinu tæplega 135 milljónir króna. áætlað er að handbært fé verði um 706 milljónir í árslok. Álagningareglur fyrir árið 2010 verða sem hér segir: Fasteignaskattur: Álagning á íbúðarhúsnæði (A-flokkur) verði 0,43% af álagningarstofni.  Álagning á opinberar stofnanir (B-flokkur) verði 1,32% af álagningastofni. Álagning á verslunar- og iðnaðarhúsnæði verði (C-flokkur) 1,58% (1,32% + 25%) af álagningarstofni.  Lóðarleiga: Lóðarleiga verði 1,5% af fasteignamatsverði lóða. Vatnsskattur: Vatnsskattur verði 0,3% af fasteignamati, lágmark 7.000  kr. og hámark  21.000 kr.  Holræsagjald: Holræsagjald verði 0,2% af fasteignamati lóða og mannvirkja Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald: Sorphirðugjald verði  15.500 kr./íbúð. Sorpeyðingargjald verði  7.500 kr./íbúð.  Sorpeyðingargjald á hesthús og fjárhús verði 2.500 kr./hús í notkun.  Sorpeyðingargjöld verði 10.000 –  200.000 eftir áætluðu magni sorps frá fyrirtækjum og stofnunum. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Skagastrandar er að finna í fundargerð sveitarstjórnar sem birt er hér.

Á móti sameiningu atvinnumálaráðuneyta

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 13. janúar 2010 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta við áform um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta í nýtt atvinnuráðuneyti. Sveitarstjórn telur að sú staða sem blasir við í íslensku efnahagslífi kalli enn frekar á að viðhalda öflugum sjálfstæðum ráðuneytum á sviði grunnatvinnugreina þjóðarinnar. Sveitarstjórn lítur svo á að fyrrgreindum grunnatvinnugreinum muni ætlað stórt hlutverk í endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulíf

Styrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2009-2010. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 26. febrúar 2010. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Reglur um styrkina má finna hér og umsóknareyðublað hér. Skagaströnd, 13. janúar 2010. Fyrir hönd sveitarstjórnar Sveitarstjóri

„Elska þig“ úr Kántrýbæ á Youtube

Tónleikar Mannakorns í Kántrýbæ þann 11. október í haust eru eflaust mörgum minnisstæðir. Þar léku hinir landsþekktu og frábæru tónlistarmenn Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunnarsson af þvílíkri innlifun að unun var á að hlýða. Fyrir nokkru rataði upptaka af laginu „Elska þig“ sem Ellen Kristjánsdóttir syngur inn á Youtobe, sem út af fyrir sig er ekkert merkilegt nema fyrir þá sök að upptakan var gerð í Kántrýbæ á áðurnefndum tónleikum. Lagið er eitt vinsælasta lag ársins 2009 og óhætt að fullyrða að flutningur þess tókst afar vel í Kántrýbæ og það fæst staðfest á upptökunni. Lagið er að finna á þessari slóð: http://www.youtube.com/watch?v=XirNxRKU9Nk

Drekktu betur á föstudaginn kl 21:30!

Ólafía Lárusdóttir er spyrill, dómari og alvaldur í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin verður í Kántrýbæ föstudagskvöldið 15. janúar kl. 21:30 Hún starfar í Nes listamiðstöðinni, sér um að listamönnunum líði vel og reksturinn gangi snurðulaust fyrir sig.  Ólafía hefur áður verið spyrill, dómari og alvaldur í Drekktu betur og einnig verið svo heppin að vinna.  Hún lofar skemmtilegum spurningum; fimm spurningum um Venezuela, öðrum fimm um Skagaströnd, aftur fimm um kvikmyndir og sjónvarpsþætti og síðasta fimman verður um jólabækurnar. Loks verða 10 spurningar um allt milli himins og jarðar.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 13. janúar 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun 2010 2. Bréf: a) Nils Posse bæjarstjóra Växjö, dags. 4. des. 2009 b) Siglingastofnunar, dags. 15. des. 2009 c) Alta, ráðgjafastofu, dags. 26. nóv. 2009 d) Ámundakinnar ehf. dags. á aðventu 2009 3. Fundargerðir: a) Stjórnar SSNV, 8.12.2009 b) Sambands ísl. sveitarfélaga, 11.12.2009 4. Önnur mál Sveitarstjóri