19.03.2009
Skaggagleði verður haldin í Húnabúð í Skeifunni í Reykjavík laugardaginn 21. mars. Húsið verður opnað kl. 22:00 en ballið byrjar kl. 23:00.
Miðaverð er 1.500 spesíur og hljómsveitin Janus frá Skagasrönd mun halda fólki við efnið. Hin landsfræga hljómsveit Jójó mun leika nokkur létt lög.
Aðgangseyri er aðeins hægt að greiða með peningum er hraðbanki er til staðar í húsinu.
Allir Skaggar velkomnir og ekkert aldurshámark
17.03.2009
Leður- og roðvinna: Signý Ormarsdóttir, fatahönnuður og menningarfulltrúi Egilsstöðum.
Námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Unnið með leður og roð, gert gleraugnahulstur og taska eða sýnishorn af mismunandi tækni. Föstud. og laugardag 3. og 4. apríl.
Prjóntækni og prjónahönnun: Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, textílhönnuður og frv. ritstjóri Lopa og bands.
Kenndar verða ýmsar aðferðir við uppfit, stroff, útaukningar og affellingar. Kennt verður að reikna út prjónfestu og reikna út stærðir. Kynnt verður myndprjón (Kaffe Fasset prjón) og rósaleppaprjón. Hvernig er hugmynd færð yfir í flík – prjónahönnun kynnt með myndum og sýnishornum. Föstud. og laugardag 3. og 4. apríl.
Þæfing: Sigrún Helga Indriðadóttir, handverksmaður Stórhóli.
Grunntækni í þæfingu með fjölbreyttum verkefnum; flöt -, hol - og þrívíddar þæfing. Notuð er íslensk ull, en kynnt er merínóullin og silkitrefjar, einnig torf og puntfax, íhlutir; horn, bein eða tré. Laugard. og sunnud. 18. og 19. apríl.
Námskeiðin eru á vegum Textílseturs Íslands og kennsla fer fram í Kvennaskólanum, Árbraut 31, Blönduósi.
Námskeiðin eru ætluð handverksfólki og öllum áhugasömum um handverk og heimilisiðnað.
Nánar á heimasíðu: www.textilsetur.is og í síma 894-9030
Prjónakaffi apríl
miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00
Quiltbúðin - hannyrða- og föndurverslun á Akureyri kynnir vöru sína og þjónustu.
12.03.2009
Boðað er til almenns íbúafundar í Fellsborg 18. mars n.k. kl. 17 um tillögur að aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 . Kynnt verða drög að landnotkun fyrir sveitarfélagið í heild, þéttbýli á Skagaströnd og matslýsing aðalskipulagsins. Ennfremur verða kynntar tillögur að málaflokkum Staðardagskrár og verkefnum innan þeirra (sjá nánar um hvað Staðardagskrá 21 er hér fyrir neðan).
Ráðgjafar frá Landmótun og Staðardagskrá 21 gera grein fyrir tillögum og taka á móti athugasemdum.
Aðal tilgangur fundarins verður að leita eftir ábendingum og athugasemdum, gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sem snerta aðalskipulagið.
Jafnframt er leitað eftir hugmyndum íbúa um verkefni sem falla undir Staðardagskrá 21 og stuðla að sjálfbærri þrjún samfélagsins.
Íbúar eru hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á samfélagið og þróun þess.
Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg miðvikudaginn 18. mars kl. 17:00.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri
Nánar um Staðardagskrá 21
Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Nánar tiltekið er hér um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni, þ.e.a.s. þróun sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.
Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál í venjulegum skilningi, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Í raun og veru er Staðardagskrá 21 fyrst og fremst velferðaráætlun.
Staðardagskrá 21 er ekki einkamál sveitarstjórna. Samkvæmt samþykkt Ríóráðstefnunnar ber að vinna verkið í samráði við íbúana á hverjum stað og með þátttöku atvinnulífs og félagasamtaka. Staðardagskrá 21 er nefnilega áætlun alls samfélagsins.
Vinnu við gerð Staðardagskrár 21 lýkur aldrei, þó að stórum áfanga sé náð þegar 1. útgáfa hennar hefur verið lögð fram og samþykkt í sveitarstjórn. Með samþykkt sveitarstjórnar er Staðardagskráin orðin að formlegu stefnumótunarplaggi, og þar með er kominn tími til að hrinda henni í framkvæmd. Auk heldur þarf Staðardagskráin að vera í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum ekki bara skjal, og ekki bara umhverfisáætlun, heldur fyrst og fremst ferli.
Á haustmánuðum 1998 hófu íslensk sveitarfélög skipulagt starf við gerð Staðardagskrár 21.
Eftirfarandi fimm atriði hafa verið skilgreind sem meginþættir eða vegvísar fyrir Staðardagskrárstarfið:
Heildarsýn og þverfagleg hugsun
Virk þátttaka íbúanna
Hringrásarviðhorf
Tillit til hnattrænna sjónarmiða
Áhersla á langtímaáætlanir
Sjá nánar á vef Samands íslenskra sveitarfélaga,
http://www.samband.is/template1.asp?id=746&
12.03.2009
Árshátíð Höfðaskóla verður haldin í Fellsborg föstudaginn 13. mars 2009 og hefst kl. 19:30.
Dagskrá:
Skemmtiatriði frá öllum bekkjum
Diskótek
Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 1000 kr.
Grunnsk.nem: 600 kr.
Frítt fyrir 3. barn og fleiri frá heimili
Tertuhappdrætti – aðgöngumiðar fullorðinna eru úmeraðir.
Boðið upp á gæslu fyrir yngstu börnin meðan á skemmtiatriðum stendur.
Verið velkomin.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla
11.03.2009
Sveitarfélagið Skagaströnd og SSNV atvinnuþróun bjóða til "súpufundar" um atvinnumál, aðstoð og ráðgjöf sem fyrirtækjum og frumkvöðlum stendur til boða.
Tilgangurinn er að kynna þau "verkfæri" sem nota má að ráða til að efla rekstur fyrirtækja sinna eða byggja upp ný.
Fundurinn verður haldinn í Bjarmanesi fimmtudaginn 12. mars kl. 12 til 13. Dagskráin verður sem hér segir og eru dagskrárliðir aðeins fimm mínútur hver að undanskildum umræðum:
Uppbygging á Skagaströnd: Halldór Ólafsson formaður atvinnumálanefndar
Sótt á markað: Sigurður Sigurðarson, markaðs- og atvinnuráðgjafi Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Atvinnuþróun: Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri SSNV
Stuðningur við sérstök verkefni: Líney Árnadóttir, forstöðukona Vinnumálastofnunar á Skagaströnd
Vaxtarsamningur: Hjördís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vaxtarsamningsins Norðurlands vestra
Menningarráð: Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi Norðurlands vestra
Fyrirspurnir og umræður
Á fundinum verðu dreift hagnýtum upplýsingum sem byggðar eru á erindunum
11.03.2009
Byggðastofnun og ráðuneyti menntamála og iðnaðar (í samstarfi við vaxtarsamningana) gangast þessa dagana fyrir kynningum á möguleikum í Evrópusamstarfi.
Kynningarnar eru haldnar á nokkurm stöðum um landið, og miðvikudaginn 18. mars er komið að Norðurlandi vestra. Þá munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana.
Kynningin fer fram í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, kl. 10 – 13. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
Dagskráin hefst með sameiginlegum kynningum áætlananna, og sagt verður frá nokkrum verkefnum hér af Norðurlandi vestra. Að því búnu munu fulltrúar einstakra áætlana verða til viðtals, allt fram til kl. 13.
Við sama tækifæri munu fulltrúar eftirtalinna aðila innan stoðkerfisins kynna starfsemi sinna stofnana stuttlega, og þá möguleika sem í henni felast:
· Impra á Nýsköpunarmiðstöð
· Vinnumálastofnun
· SSNV atvinnuþróun
· Menningarráð Norðurlands vestra
· Vaxtarsamningur Norðurlands vestra.
Allir velkomnir!
05.03.2009
Námskeið um útikennslu var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar á Húnavöllum þann 4. mars s.l.
Fyrirlesarinn Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og kennari útskýrði með áhugaverðum dæmum, bóklegum og verklegum, kosti útikennslu í skólastarfi. Útikennsla er þegar hluti kennslunnar er fluttur út í nánasta umhverfi skólans og reglulega eru unnin verkefni utan skólastofunnar.
Aðalsteinn Örn lagði áherslu á kosti útikennslu og nefndi sem dæmi að hún auki skilning á náttúru, vísindum og umhverfi og ítrekaði að umhverfi hvers skólasvæðis leggði skólunum endalaus tækifæri í hendur til að auka fjölbreytni í viðfangsefnum í öllum námsgreinum fyrir alla aldurshópa.
Námskeiðið sóttu 32 kennarar grunnskóla Húnavatnssýslna og grunnskólans á Borðeyri.
Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með daginn.
Myndir: Þátttakendur og Leiðbeinandi að störfum úti og inni
03.03.2009
Átta listamenn verða á Skagaströnd í mars á vegum Nes-listamiðstöðvar. Með mökum og einu barni er um að ræða þrettán manns.
Gárungarnir kalla mars latneska mánuðinn vegna þess hve margir koma frá suðlægum löndum. En þetta eru listamennirnir:
Marie Britt, myndhöggvari frá Írlandi ásamt maka og barni
Lucy McKenna, málari frá Írlandi
Nadege Druzkowski, málari frá Frakklandi
Lucas Gervilla, videó-listamaður frá Brasilíu
Julieta do Vale, portúgalskur myndlistamaður ásamt maka
Noemi Romano, textílistamaður frá Ítalíu
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari ásamt maka
Mie Olise Kjærgaard, fjöllistamaður frá Danmörku
02.03.2009
Ungmennafélagið Fram hefur opnað nýja heimasíðu. Hún er fyrst og fremst hugsuð til þesssafna saman myndum sem til eru úr starfi félagsins.
Vitað er að margir eiga myndir sem þeir hafa tekið bæði á stafrænu formi og á filmu. Þætti okkur í stjórn Umf. Fram vænt um ef fólk væri tilbúið að deila þessum myndum með okkur og getur það haft samband við Elvu í síma 452 2761.
Veffang heimasíðunnar er: http://fram.123.is/.
02.03.2009
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 4. mars 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Gjaldskrár sveitarfélagsins
2. Stofnun Starfsendurhæfingar
3. Samningur um sorphirðu
4. Bréf:
a) Umhverfisstofnunar, dags. 30. jan. 2009.
b) Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. jan. 2009.
c) Sjávarútvegs og landbúnaðarráðun. dags. 17. feb. 2009.
d) Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. feb. 2009.
e) Samgönguráðuneytisins, 16. feb. 2009.
f) Lánasjóðs sveitarfélaga ohf, dags. 10. feb. 2009.
g) Bændasamtaka Íslands, dags. 16. jan. 2009.
h) Dóms- og kirkumálaráðuneytis, dags. 22. jan. 2009.
i) Orkusölunnar, dags. 23. jan. 2009.
j) Óbyggðanefndar, dags. 21. jan. 2009.
k) Menningarráðs Norðurl. vestra, dags. 3. feb. 2009.
l) Félags tónlistarkennara, dags. 6. jan. 2009.
m) Valdimars Viggóssonar, dags. 3. feb. 2009.
5. Fundargerðir:
a) Vinnufundar um skipulagsmál, 3.02.2009.
b) Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 24.02.2009.
c) Menningarráðs Nl. vestra, 23.01.2009.
d) Stjórnar Norðurár bs. 30.01.2009.
e) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 06.02.2009.
6. Önnur mál
Sveitarstjóri