Kaffihúsið í Bjarmanesi er opið

Nú hefur kaffihúsið í Bjarmanesi verið opnað á ný eftir vetrarhvíld. Vertinn, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, er mætt á staðinn og býður alla hjartanlega velkomna í heimsókn Matseðillinn er nýr, segir Steinunn. Geggjuð fjölbreytni og nýungar, en humarsúpan er þó á sínum stað og plokkarinn. Víst er að mörgum léttir við þær fréttir. Við verðum með endalausar uppákomur í allt sumar. Fjöldi tónlistarmanna mun koma og leika. Við verðum með listsýningar. Sú fyrsta er ljósmyndasýning Snorra Gunnarssonar, ljósmyndara. Hann hefur verið starfandi í Kanada undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir frábærar myndir, sjá http://www.snorricv.com/. Einnig eru listmyndir til sölu eftir handsverksfólk og svo má lengi telja.

Ræktum okkar eigið grænmeti

Skagstrendingum stendur nú til boða að nýta sér matjurtagarðar sunnan við íþróttavöllinn.  Svæðinu verður skipt niður í 20-25 fm reiti sem fólk getur fengið til ræktunar.  Garðarnir verða tilbúnir 7. – 11. júní.  Þeir sem hafa áhuga fyrir að fá garð til matjurtaræktar er bent á að sækja um á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 2700 Sveitarstjóri

Vatnslaust á morgun

Lokað verður fyrir vatnið fimmtudaginn 3. Júní 2010 frá kl. 10:00 og fram undir hádegi. Sveitarstjóri.

Sjómannadagurinn á Skagaströnd á laugardaginn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur að vanda laugardaginn 5. júní og verður með nokkuð hefðbundnu sniði.   Skrúðganga leggur af stað frá höfninni kl. 10:30 og er gengið til kirkju og þar hefst sjómannamessa kl. 11:00. Kór sjómanna sér um allan söng við athöfnina og herma fréttir að þetta verði allt saman með léttu yfirbragði í tilefni dagsins.  Skemmtisigling verður auðvitað á sínum stað og hefst hún kl 13:15. Allir eru hvattir til að mæta og  fá sér hressandi siglingu með einum af þeim fjölmörgu bátum sem í boði verða.  Að skemmtisiglingu lokinni hefst dagskrá hátíðarhaldana með fallbyssuskoti líkt og gert var á síðasta sjómannadegi. Að því búnu er kappróður og því næst leikir á plani.  Verður margt í boði og má þar nefna kappleiki, þrautir og dans ásamt því að heiðraðir verða tveir sjómenn.  Sjoppan á planinu verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrir þá sem ekki geta beðið eftir að kaffisalan opni kl. 15:30 í félagsheimilinu Fellsborg.  Kaffið kostar 1000 kr. fyrir fullorðin en 800 fyrir börn og eldriborgara.  Ungur listamaður að nafni Þórður Indriði Björnsson verður með sýningu á myndum unnum í Photoshop á meðan á kaffisölu stendur.    Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað stórdansleikur um kvöldið í Fellsborg með Matta og Draugabönunum. Þar verður án efa dúndrandi stuð fram eftir nóttu.  Aðgangseyrir er 2500 kr. og aldurstakmark 16 ár.  Björgunarsveitin Strönd óskar sjómönnum til hamingju með daginn og vonar að allir skemmti sér sem best á þessum hátíðisdegi.

Sumar í Árnesi á Skagaströnd

Árnes er elsta hús Skagastrandar, byggt undir lok 19. aldar. Það hefur nú verið fært í fyrra horf og búið húsgögnum og munum síns tíma. Opnunartími frá 1. júní 2010 eru sem hér segir: Þriðjudaga til föstudaga 16 -18 Laugardaga og sunnudaga 15 - 18  Aðgangur  að Árnesi er ókeypis á opnunartíma. Árnes er einnig spástofa Spákonuarfs og er  þar  hægt að fá lófalestur, spila- og bollaspár  gegn vægu gjaldi.  Minjagripir og ullarvörur til sölu. Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi,endilega hafið samband í síma 861-5089. Menningarfélagið  Spákonuarfur.

Innritun í Tónlistarskólann

Innritun fyrir næsta skólaár fer fram sem hér segir:   Skagaströnd miðvikudaginn 26.maí kl: 15-18 Blönduósi fimmtudaginn 27.maí kl: 15-18   Húnavellir við skólaslit 28.maí   Skólastjóri

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 10. maí 2010 að auglýsa til kynningar tillögu að aðalskipulagi Skagastrandar  fyrir tímabilið 2010-2022, samkv. 1. málsgrein 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr 73/1997 með síðari breytingum. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu vera til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3 frá 25. maí til 22. júní 2010. Ennfremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is. Þar er einnig skýrsla vegna fornleifaskráningar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Þeim skal skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar fyrir 7. júlí 2010 og skulu vera skriflegar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Fyrir hönd sveitarstjórnar  Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri

Opið hús í listamiðstöðinni annan í hvítasunnu

Opið hús verður hjá Nesi listamiðstöð á annan í hvítasunnu, mánudaginn 24.maí frá klukkan 14 til 16 að Fjörubraut 8, Skagaströnd. Skaagstrendingar sem og aðrir eru hvattir til að líta inn og fræðist um það sem listamennirnir eru búnir að vera að fást við síðastliðin mánuð og mánuði. Listamenn mánaðarins eru: Mari Mathlin, myndlist, finnsk Oona Gardner, skúlptúr, bandarísk Katie Urban, blönduð tækni, bandarísk Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Anne Marie Michaud, teikningar og skúlptúr, kanadísk Evelyn Rupschus, myndlist og ljósmyndun, þýsk Steinunn Ketilsdóttir, dansari og danshöfundur Melody Woodnutt, skúlptúr, innsetningar og gerningar, áströlsk

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 18. maí 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8:00.   Dagskrá: 1.       Ársreikningar sveitarsjóðs og stofnana 2009 a)     Endurskoðunarbréf b)     Afgreiðsla ársreiknings   2.       Bréf: a)     Samtaka dragnótaveiðimanna,  b)     Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 6. maí 2010   3.       Fundargerðir: a)        Tómstunda- og menningarmálanefndar, 12.05.2010 b)        Fræðslunefndar, 17.05.2010 c)        Stjórnar SSNV, 21.04.2010 d)        Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 7.05.2010   4.       Önnur mál     Sveitarstjóri

Vorið er tími viðhalds á Skagaströnd

Í mörg horn er að líta þegar vorar á Skagaströnd. Unnið hefur verið að jarðvegskiptum vegna gámaplans sem mun gjörbreyta allri aðstöðu til móttöku á sorpi í bænum. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn Sorphreinsunar Vilhelms við störf sín. Þessa dagana er verið að skipta um þak á gamla frystihúsið á Hólanesi enda er það gamla orðið ónýtt. Trésmiðja Helga Gunnars tók að sér verkið og á mynd sem fylgir sést hversu viðamikið verkefnið er. Vorhugur er í mönnum á Skagaströnd og nóg að gera. Sumir sinntu viðhaldi gatna en aðrir sáu um snyrtingu á leiðum í kirkjugarðinum. Og sumarið kemur sunnan yfir sæinn, sólin vermir loftið og bærinn lifnar við.