17.09.2014
Laugardaginn 20. september nk. kl 14.00 verður listaverkið Sólúr sem reist hefur verið á Hnappstaðatúni formlega vígt.
Listaverkið er eftir hinn þjóðkunna listamann Magnús Pálsson og er tilvísun í samspil tímans og sólargangsins þar sem gömul eyktarmörk eru í heiðri höfð. (Kynning á Magnúsi Pálssyni: http://vefir.nams.is/isllistvefur/listamenn/magnus_pals.htm )
Listskreytingasjóður ríkisins leggur verkið til og kostar hina listrænu hlið málsins en sveitarfélagið hefur lagt til uppsetningu þess.
Vígsla verksins á Hnappstaðatúni er öllum opin og íbúar á Skagaströnd hvattir til að mæta og taka á móti listverki sem er líklegt að muni standa um langan tíma í miðju byggðarinnar.
Sveitarstjóri
16.09.2014
Sænska blásarasveitin Brass Con Brion heldur tónleika í Hólaneskirkju
fimmtudaginn 18. september kl 17.30
Brass Con Brion er átta manna hljómsveit nemenda í Menningarskóla Växjöbæjar sem er vinabær Skagastrandar.
Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 15-18 ára og spila allt frá sígildri tónlist til pop og rokktónlistar. Þegar sveitin leikur rokktónlist sest einn af trompetleikurunum við trommusettið og gítarkennari skólans leikur á rafmagnsgítar.
Hljómsveitin er í tónlistarferð til Íslands og gerði sér sérstaka ferð til vinabæjarins Skagastrandar til að halda tónleika.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.
Växjö kulturskola Norræna félagið Sveitarfélagið Skagaströnd Tónlistarskóli A-Hún
16.09.2014
Hinn 28. ágúst s.l. var stofnað bæjarmálafélag sem hefur það að markmiði að vera vettvangur fyrir íbúa Skagastrandar að ræða um málefni sveitarfélagsins og að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem fara með yfirstjórnina.
Það hefur verið í umræðunni árum saman að okkur vantaði svona félagsskap og hér er hann kominn á koppinn.
Þessi vettvangur er fyrir alla áhugamenn, hvort sem þeir eru tengdir einhverju framboði eða engu. Það mættu 13 manns á stofnfundinn.
Á fundinum voru valdir 3 til að halda utan um starfið, eins og að boða fund eða það sem til fellur.
Vonum að þetta verði vettvangur sem fólk vill nýta sér til að fylgjast betur með málefnum samfélagsins og hafa áhrif á.
Þetta er tilraunarinnar virði.
Með kveðju.
Bæjarmálafélag Skagastrandar
Guðmundur Erlendsson, Guðmundur Ólafsson,
og Sigríður Gestsdóttir
16.09.2014
Sundlaugin verður opin mán-föst kl.17-20 og laugardaga kl.13-16. Lokað á sunnudögum
Þessi opnun verður til og með 30. sept.
Sundlaugavörður
13.09.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 16. september 2014 kl 1000 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Leikskólinn Barnaból
Höfðaskóli
Viðaukar við fjárhagsáætlun
Bréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga
Fundargerðir:
Stjórnar SSNV, 07.07.2014
Stjórnar SSNV, 15.07.2014
Stjórnar SSNV, 23.07.2014
Stjórnar SSNV, 23.07.2014
Stjórnar SSNV, 30.07.2014
Stjórnar SSNV, 21.08.2014
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 3.09.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
12.09.2014
Börn
.
Frá vinstri á myndinni: Áslaug Gunnarsdóttir, Hulda Magnúsdóttir,
Stefán Ægir Lárusson, Páll Jóhannesson, Pálína Harðardóttir
og Jóney Gylfadóttir.
Myndin tekin á áttunda áratugnum.
10.09.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
föstudaginn 12. september 2014 kl 800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Kosning í fræðslunefnd
Námskeið f/sveitarstjórnarmenn
Samningur v/atvinnuráðgjafa
Samningur um skólamáltíðir
Hitaveita
Heimsókn frá Växjö
Bjarmanes
Bréf:
Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. sept. 2014
Formanns USAH, dags í ágúst 2014
Sóknar, lögmannsstofu, dags. 2. sept. 2014
Fundargerðir:
Fræðslunefndar, 20.08.2014
Atvinnu- og ferðamálanefndar, 11.09.2014
Stjórnar Norðurár bs. 18.06.2014
Stjórnar Norðurár bs. 2.07.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
05.09.2014
Nes Listamiðstöð býður í Pálínuboð „Pot- luck" sunnudaginn 7. september í Bjarmanesi milli kl 18:00 og 20:00.
Takið með ykkur rétt á hlaðborðið og njótið með listamönnum septembermánaðar.
Jafnframt gefst tækifæri að hitta Andreas Jari Juhani Toriseva’s og skoða sýningu hans sem hefur staðið í Árnesi og kjallara Bjarmanes í sumar.
Nes Listamiðstöð
3 delicate ecosystems is slowly growing into symbiosis. In the end self sustainability is
the utopian goal. However these tanks are but a fake construction based on a pervert obsession about control and ultimately the
will of man and the empowerment over her surroundings. This is no more than a respirator
keeping life going as long as there is a supply of the essential elements necessary for plant life; light, water and air. It is supplied by electricity controlled by timers to simulate a daily rhythm, although it might not be what the
plants are used to.
05.09.2014
Hnappstaðir.
Þessi mynd, sem er tekin af almanaki, sýnir bæinn
Hnappstaði á Skagaströnd.
Bærinn stóð á Hnappstaðatúni sem er við
Oddagötu niður af Bogabraut.
Bærinn er löngu horfinn.